Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 21. desember 2000 Fékk alla rr iína si< og fyrir þ 08 er ég [ jakklát ÞÓRA: - Það segir sig nokkuð sjálft að það var fullt starf hjá sjómönnum að stunda sjóinn og vinnudagurinn oft Iangur. Það kom því í hlut annarra að annast það sem gera þurfti í landi og því þurftu konumar að sjá um þá þætti. Eg sá um fjármálin hjá okkur og daglegan rekstur heimilisins rétt eins og aðrar konur sem áttu sína menn á sjónum. Það vill stundum gleymast á hátíðlegum stundum þegar íslenskum sjómönnum er hrósað fyrir dugnað og vel unnin störf að bak við flesta þeirra stendur önnur persóna sem ekki á síður skilið að fá hluta af þeim hrósyrðum. Starf sjómannskonunnar er ekki síður mikilvægt en það sem unnið er á hafí úti, oft hefur hún verið sá bakhjarl sem hefur þurft til að hlutimir gengju upp úti í sjó. Einkenni þeirra flestra er að láta lítið á sér bera, halda sig til hlés og miklast ekki af sínu lífi og starfi. Ein þessara kvenna er Þóra Sigurjónsdóttir, s eiginkona Oskars heitins Matthíassonar, þess þekkta aflamanns og útgerðarmanns. s þau Þóra og Oskar eignuðust sjö böm og em sumir sona þeirra landsþekktir aflamenn. Lengstaf bjuggu þau Þóra og s Oskar að Illugagötu 2 s en eftir fráfall Oskars keypti Þóra íbúð í blokkinni við Hásteinsveg og undir þar vel sínum hag. Sigurgeir Jónsson ræddi á aðventunni við Þóru um líf hennar og störf. Saumaði jakkaföt á alla bræðuma Hver er þinn uppruni? „Ég fæddist 17. júní 1924 í Víðidal við Vestmannabraut en það hús byggði faðir minn árið 1921. Hann hét Siguijón Jónsson og var fæddur 3. júlí 1887 í Vestri Holtum undir Eyja- íjöllum. Móðir mín, Guðríður Sigur- björg Þóroddsdóttir, var líka undan Fjöllunum, frá Dalseli undir Vestur- Eyjafjöllum, fædd 17. júní 1886 þannig að við áttum sama afmælisdag, mæðgumar. Móðir mín missti föður sinn þegar hún var á öðru ári en ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður. Þegar hún var á unglingsárum fékk hún föðurarf, fór til Reykjavíkur og lærði þar karl- mannafatasaum. Hún átti marga bræður og þegar hún kom heim úr námi þá saumaði hún jakkaföt á þá alla. Síðar fór hún til náms í Hvítár- bakkaskóla og var þar í tvo vetur, lauk sínu námi 1914. Sú menntun þótti mjög góð á þeim tíma en ekki var mjög algengt að konur úr alþýðustétt gengju slíkan menntaveg. Þetta sama ár flutti hún til Vestmannaeyja og út á þessa menntun sína fékk hún vinnu hjá Sigurði Sigurðssyni, sem kallaður var slembir, en hann var þá nýbúinn að opna apótekið. En þar vann hún stutt, því að þama kynntist hún föður mínum og giftist honum sama ár. Þau hófu sinn búskap í íbúð á Hrafnagili hjá Guðmundi Ólafssyni og Soffíu konu hans. Faðir minn kom ungur til Eyja, bjó í Steinum við Urðaveginn hjá Helga Jónssyni og Þómnni konu hans og lærði smi'ðar hjá Helga. Um það leyti var vélbátaútgerð að fara af stað af fullum krafti í Eyjum og faðir minn eignaðist fljótlega hlut í bát. Algengt var að fjórir ættu saman bát og þeir keyptu Sæfara, 12 smálesta bát, hann og Helgi, Bjarni í Hlaðbæ og Sveinn Jónsson frá Landamótum. Sveinn var formaður á bátnum og fiskaði vel. Síðan keyptu þeir Öm, þá Skúla fógeta og svo Karl. Allt vom þetta lítil skip, 12 til 16 smálestir að stærð. Ég man að mömmu þótti alltaf vænt um bátinn Öm enda gekk mjög vel á hann. Svo 1924 keypti faðir minn Laxfoss sem var miklu stærra skip, 38 smálestir, og gerði hann einn út. Én sú útgerð gekk illa og að lokum seldi hann Gunnari Ölafssyni bátinn. Pabbi efnaðist vel á sinni útgerð og um 1930 átti hann talsvert fé á banka. En það missti hann þegar bankinn varð gjaldþrota og var ekki sá eini sem fór illa út úr því gjaldþroti. Árið 1933 veiktist hann af botnlangabólgu, lengi vel vissu læknar ekkert hvað var að honum. Svo var loks gerð á honum aðgerð en upp úr henni fékk hann lífhimnubólgu og lést þetta sama ár. Þá var móðir mín líka orðin mikill sjúklingur. Við vomm fimm systkinin, fjórar systur og einn bróðir, Soffías, sem lést af slysfömm fímm ára gamall þegar hann féll út um glugga í Víðidal. Það var mikið áfall fyrir foreldra mína. Við systumar vorum fjórar, Sigríður, sem er látin, var elst, þá Björg, Guð- björg og ég. Eftirminnileg jólagjöf Árið sem pabbi dó kveið ég því að tómlegt yrði á jólunum. Við fómm á aðfangadagskvöld út í Viðey til Guð- mundar og hans fjölskyldu og hlust- uðum þar á jólamessuna í útvarpinu en fómm svo yfir götuna heim í Víðidal. Þegar ég kom inn í eldhúsið stóðu þar tveir pakkar til mrn á eldhúsborðinu. I öðmm var hvítmálað dúkkurúm með mynd af engli og útsaumuð sængurföt með blúndum. I hinum pakkanum var heimatilbúin dúkka úr flókaefni, höfuðið smíðað úr blikki og saumað við búkinn og dúkkan var í fallegum fötum. Þessar gjafir vom frá Ingibjörgu Ólafsdóttur í Bólstaðarhlíð, hálfsystur mömmu. Hún hafði útbúið dúkkuna og saumað fötin á hana og sængur- fötin en maður hennar, Bjöm í Bólstaðarhlíð, smíðaði rúmið og málaði það. Dætur þeirra þrjár fengu sams konai'jólagjafir og ég þannig að þetta hefur verið mikil vinna hjá þeim báðum. Ég man hvað mér þótti þetta dásamlega falleg og góð gjöf, þetta er eftirminnilegasta jólagjöf sem ég hef fengið. Ég átti alltaf gott athvarf hjá Imbu frænku í Bólstaðarhlíð, þegar ég kom úr skólanum fór ég oft beint heim til hennar. Þangað var gott að koma og mér þótti vænt um Imbu.“ Með Hannesi á Núpsstað yfir óbrúaðar jökulár Hvernig var heimilishaldið eftir lát föðurþíns? „Eftir að pabbi dó var lítið heimilis- hald í Víðidal þar sem mamma var orðin sjúklingur. En systkini mömmu reyndust mér ákaflega vel. Til dæmis var ég þrjú sumur í sveit hjá Kristjáni frænda mínum að Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum. Og eitt ár, eftir að pabbi dó, var ég hjá Þóroddi, bróður mömmu og Bjargeyju konu hans og svo eitt sumar hjá Guðmundi skósmið og Jóhönnu konu hans. Það sumar vann ég á stakkstæði hjá Eiríki Ásbjömssyni en bjó hjá Guðmundi og konu hans og var þar einnig í fæði gegn húshjálp. Þegar ég var 15 ára var ég ráðin sem snúningastelpa í heyskap að Hnappa- völlum í Öræfum. Það var nú meira ferðalagið. Fyrst var farið með Stokkseyrarbátnum og svo þaðan til Reykjavíkur. Þaðan var svo farið með rútu austur að Kirkjubæjarklaustri en lengra var ekki hægt að komast enda óbrúaðar jökulár yfir að fara. Þar kom Hannes á Núpsstað með hest handa mér og við fómm yfir vötnin yfir í Öræfasveitina. Hannes var póstur og ég fór með honum á hvem bæ og gisti svo á Núpsstað. Þar næsta dag fór ég svo að Hnappavöllum. Þetta var árið 1939, árið sem síðari heimsstyrjöldin hófst. Samgöngur vom stijálar og Ktið samband hægt að hafa. En við íylgdumst með fréttum í útvarpi. Svo einn daginn kemur til- kynning í útvarpinu þar sem segir að við, ég og Guðbjörg systir mín, eigum að koma strax til Vestmannaeyja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.