Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 4
4
Frcttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
Skata í Blátindi VE
Áhugamannafélag um endurbygg-
ingu Blátinds VE ætlar að bjóða
upp á skötuveislu um borð í bátnum
sem stendur uppi í Vesturslippnum.
Blátindur var smíðaður í Vest-
mannaeyjum 1947 og er dæmi-
gerður l'yrir báta sem smíðaðir vom
í Eyjum. Ætlunin er að koma
honum í sýningarhæft form og er
áætlaður kostnaður 16 milljónir.
Pysjuævintýri frum-
sýnt í Eyjum í dag
Pysjuævintýrið, eða Pysjuþjófurinn,
mynd Sveins Magnúsar Sveins-
sonar sem lekin var í Eyjum í sumar
verður fmmsýnd íFélagsheimilinu
kl. 18.00 í dag, flmmtudag.
Myndin fjallar urn krakka í
Vestmannaeyjum og pysjuleit og
pysjubjörgun. Myndin hefur verið
forsýnd erlendis og starfsfólk Sjón-
varpsins hefur einnig litið hana
augum. Að sögn leikstjórans fékk
myndin jákvæð viðbrögð og ekki
síst þóttu bömin standa sig vel.
Þcssi sýning er aðeins ætluð þeim
sem komu að gerð myndarinnar en
þeir em velkomnir á hana.
Rannsókn stendur
enn yfir
Rannsókn á upptökum bmnans í
Isfélaginu stendurenn yftr. Ymsar
sögusagnir hafa verið í gangi og
þeir jafnvel nafngreindir sem ættu
að liggja undir grun um íkveikju.
Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglu-
maður segir að þessi mál hafi verið
rannsökuð gaumgæfilega, ekki síst
hjá þeim aðilum sem haft verið
nafngreindir og í ljós haft konrið að
þeir tengist málinu ekki á nokkurn
hátt. Ætti það að slá á eitthvað af
þeim gróusögunr sem uppi hafa
verið.
Smygl um borð í
Breka
Á þriðjudagsmorgun fannst um-
talsvert magn af smyglvamingi um
borð í Breka VE sem var að koma
úr söluferð til Bremerhaven í
Þýskalandi.
Við leit tollvarða í skipinu fundust
146 lítrar af sterku áfengi, 27 kassar
afbjórog 10 þúsund sígarettur. Níu
rnanna áhöfn var um borð í þessutn
túr og hafa nokkrir þeirra viður-
kennt að eiga þennan smyglvarning.
Farið varlega um
jólin
í síðustu viku var rólegt hjá lögreglu
ef undan er skilið hið hörmulega
slys á föstudagskvöld og svo rann-
sóknin á brunanum í Isfélaginu.
Lögreglan vill óska bæjarbúum
gleðilegra jóla og minnir fólk á að
fara gætilega í jólaumferðinni.
Næstu Fréttir
Um leið og Fréttir óska lesendum
sínum og öðmrn landsmönnum
gleðilegra jóla viljum við minna á
að blaðið kemur næst út á milli jóla
og nýárs.
Fréttir koma út fimmtudaginn
28. desember en ekki er víst að
blaðinu verði dreift l'yrr en eftir
hádegi.
Þeir sem vilja koma inn aug-
lýsingum og greinum hafi samband
fyrir hádegi 27. desember.
Einkunnagjöf Vísbendingar fyrir árið 1999 - Falleinkunn!
Hrapar úr 3. sæti í 24.
Einkunn Vestmannaeyjabæjar lækkar úr 6,1 í 3,9 milli ára
Tímaritið Vísbending, sem gefið er út af
Talnakönnun hf., hefur á undanfórnum árum
gert úttekt á rekstri sveitarfélaganna í landinu og
gefið þeim einkunnir. Þær einkunnir, fyrir árið
1999, liggja nú fyrir. Skatttekjur sveitar-
félaganna jukust um 12,6% á árinu 1999 frá
árinu á undan og er sú hækkun að mestu fengin
með hækkun útsvars.
Á sama tíma hækkuðu útgjöld um 12,1 % og munar
þar mest um hækkun til fræðslumála, félagsmála,
æskulýðs- og íþróttamála og yfirstjómar.
Ákveðnir þættir í rekstri sveitarfélaganna eru
vegnir og metnir og getur það mat að sjálfsögðu
aldrei orðið fullkomið. Aftur á móti er einkunna-
gjöfin nokkurs konar mælikvarði á drauma-
sveitarfélagið og þótt hún geft ekki mynd af
greiðsluhæfi eða lánshæft hvers sveitarfélags þá
gefur hún vísbendingu um hvaða sveitarfélögum ber
að skoða sinn gang.
Milli ára hafa sveitarfélögin verið að fá verri
einkunnir með hverju árinu sem líður. Árið 1997
var meðaleinkunn 4,75, í fyrra 4,53 og í ár er hún
komin niður í 4,26. Ástæðan er aukin skuldasöfnun,
hærri skattálagning og miklir fólksflutningar. Þá
hafa miklar breytingar orðið á listanum yfir þau
sveitarfélög sem fá hæstu einkunnir, aðeins Sel-
tjarnames sem heldur sínu striki og er ár eftir ár í
efsta sæti með langhæstu einkunn. Þannig lítur
listinn út yfir þau fyrirtæki sem fá hæstu einkunn:
Staða: ‘99 ‘98 Sveitarfélag: Einkunn: 1999 1998
1. 1. Seltjamames 7,5 7,2
2. 8. Sveitarfél. Ölfus 6,1 5,3
3. 13. Grindavíkurkaupst. 5,5 4,9
4. 32. Snæfellsbær 5,2 1,9
5. 9. Bessastaðahreppur 5,2 5,3
6. 7. Garðabær 5,1 5,5
7. 5. Reykjanesbær 5,1 5,7
8. 20. Siglufjarðarkaupst. 5,0 4,1
9. 6. Sveitarfél. Árborg 5,0 5,6
Öll þessi sveitarfélög „ná prófi“ en 23 sveitarfélög
ná ekki einkunninni 5,0. Hástökkvarinn er greini-
lega Snæfellsbær sem var í neðsta sæti í fyrra en
stekkur nú upp í 4. sæti. Og stærsta fallið er hjá
Vestmannaeyjabæ. I fyrra var Vestmannaeyjabær í
3. sæti með einkunnina 6,1 en í ár vermir bærinn 24.
sæti með einkunnina 3,6 og er það vægast sagt slök
útkoma. I hópi sveitarfélaga fyrir neðan Vest-
mannaeyjar em t.d. Akranes, Ólafsfjörður, Fjarða-
byggð, Isaijörður og Hveragerði sem er í neðsta sæti
með einkunnina 2,9. Reykjavík fellur úr 2. sæti í
það 13. og einkunn Reykjavíkur fer úr 6,4 í 4,6.
Eins og áður segir er þessi einkunnagjöf ekki
algildur mælikvarði á ijárhagsstöðu sveitarfélaganna
en engu að síður hlýtur að mega draga ákveðnar
ályktanir af útkomunni, hvemig svo sem menn vilja
túlka hana.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segist ekki hafa
séð þessar niðurstöður. „Ef það er rétt sem þú segir
mér þá er því helst til að svara um þessa breytingu
að nokkrir þættir hafa mest áhrif á niðurstöðuna, en
þeir em:
Áfallin lífeyrisskuldbinding umfram höfuðstól var
54,3 milljónum hærri en bókfærð skuldbinding og
var því öll færð á eitt rekstrarár þ.e. 1999.
Utsvarsálagning var hækkuð og er vægi þess
nokkuð í þessari úttekt.
Kjarasamningar vegna kennara vom gerðir á árinu,
og gerði bæjarstjómin nokkuð vel við sitt fólk, en
afturvirkni samninganna v/1998 er öll færð á
rekstrarárið 1999.
Útsvarstekjur lækkuðu á milli ára og hefur það
einnig áhrif á þessa niðurstöðu, ásamt því að miklar
framkvæmdir vom á árinu og verða í ár og næsta ár.
Það er ljóst að þegar verið er að byggja upp góða
þjónustu og tekjur minnka þá hefur það mikil áhrif á
einkunnagjöf sem þessa,“ sagði Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri.
„Það kemur mér á óvart hve stórt stökk þetta er
niður á við,“ segir Ragnar Óskarsson, bæjarfulltrúi
Vestmannaeyjalistans. „Þetta höfum við fulltrúar
minnihlutans í bæjarstjóm reyndar bent á í langan
tíma, að sífellt sé að halla undan fæti í ijármálum
bæjarins. Ef þessar aðferðir, sem Vísbending notar,
em trúverðugar, þá er þetta alvarlegt ástand en
staðfestir það sem við höfum verið að benda á á
undanfömum ámm. En það sem mér finnst vera
höfuðmálið í þessu, er að bæjaryfirvöld viðurkenni
þann vanda sem fyrir hendi er og breyti eftir því. Sé
það ekki gert mun halda áfram að síga á verri hlið,“
sagði Ragnar.
Nýir aðilar teknir við gluggaverksmiðjunni:
Verksmiðjan heitir Gæskur
í síðustu viku var formlega haldið
upp á eigendaskipti á gluggaverk-
smiðunni sem áður hét Gefjun en
heitir nú Gæskur. Þá buðu nýju
eigendurnir til samsætis í verk-
smiðjunni.
Að sögn Þorkels Húnbogasonar, eins
eigenda, hyggjast þeir halda áfram á
sömu braut og var. Hjá Gæsk eru
framleiddir gluggar, hurðir, sólhýsi,
svalahýsi og skjólveggir, allt úr plasti.
Þá er einnig samsetning á gleri og
unnt að fá hvers kyns gler án þess að
þurfa að bíða langan tíma eftir af-
hendingu.
Einn starfsmaður verður í fullu starfi
til að byija með en Þorkell segist vona
að þöif verði fyrir fleiri þegar á líður.
„Við emm þegar byrjaðir að mark-
aðssetja okkur, til að byrja með á
innanbæjarmarkaði en stefnan er
einnig tekin upp á land. Lengra
hugsum við ekki í bili.“
En hvaðan kemur nafnið Gæskur?
„Uppmni þess er austfirskur og hug-
myndin er fengin frá kunnum sjó-
sóknara og trilluútgerðarmanni í
Eyjum sem á ættir sínar að rekja
austur á land. Að stofni til er þetta orð
hið sama og gæði og því fannst okkur
það hæfa vel," sagði Þorkell.
NYJU eigendurnir ásamt eigin-
konum sínum. Frá vinstri, Elín
Hróbjartsdóttir, Þorkell Hún-
bogason, Valdimar Guðmunds-
son, Matthildur Sveinsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Jóel Ander-
sen, Yngvi Sigurgeirsson,
Oddný Garðarsdóttir.
Hörmulegt slys:
Tveir menn
drukknuðu
Það hörmulega slys varð á
föstudagskvöld að tveir rnenn
drukknuðu í höfninni. Þeir voru
Eiður S. Marinósson Hrauntúni 18
og Guðbjörn Guðmundsson Ás-
haniri 75.
Þeir fóru saman í bryggjurúnt á
föstudagskvöld en daginn eftir höfðu
ættingjar samband við lögreglu þar
sem farið var að óttast um þá.
í höfninni
Skömmu síðar fannst bíll þeirra í
höfninni, milli Bæjarbryggju og
Nausthamarsbryggju, og lík þeirra
beggja. Leiðindaveður var þetta
kvöld, hvasst og slydda og er talið að
ökumaður hafi misst stjóm á bflnum
eða beygt of snemma og það sé orsök
slyssins.
Hinir látnu voru báðir kvæntir og
áttu uppkomin böm.
Guðbjörn Guðmundsson. Eiður S. Marinósson.
Utgefandh Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Veitingaskálanum Friðarhöfn,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að
Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
FRETTIR