Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 24
24
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
sýnir ísjaðarinn.
Þann 20. ágúst sigldu þeir út úr ísbreiðunni og kvöddu hafísinn við Grænland.
Farið var í að gera sjóklárt og eins gott því að daginn eftir var komið stinningsrok á
norðaustan. Ekki þótti mönnum neitt að þeirri vindátt, þar sem með henni bæri
aðeins fljótara heim. En að því kom að fullmikið varð af því góða. Vindurinn jókst
og um miðnætti var veðrið orðið svo mikið að snúa varð skipinu upp í til að veijast
áföllum. Menn ræddu um hve lengi þetta veður myndi standa og sýndist sitt
hveijum. „Það stendur aldrei lengur en svo sem vikutíma,“ var hughreysting
Þorvaldar. Aðrir töldu víst að um þetta leyti árs stæði svona snarpur vindur ekki
nema nokkra klukkutíma. En raunin varð sú að rúma tvo sólarhringa mátti stefna
bátnum upp í vindinn, oftast undir fullu vélarafli. Reynt var að setja út rekakkeri,
olíutunnur, bundnar með vír en þær slitnuðu jafnharðan frá. Kristján skipstjóri taldi
að veðurhæðin hefði náð tíu vindstigum þegar verst lét.
Norðmenn og Englendinga sem
virðast hafa verið á jafnréttisgrund-
velli. í framhaldi af þessum orðræð-
um milli batanna á Dúsensfirði segir
að ræst hafi það sem Vigfús sagði,
þeir fóru inn fjörðinn og fengu þar þá
veiði sem þeir komu með til Islands.
„Annaðhvort var það því sjónin eða
sannleikurinn sem ekki var svo sem
skyldi hjá danska skipstjóranum.
Drembilætið gagnvart okkur hefur þá
vonandi jafnað upp það sem á
vantaði!" segir Ársæll.
Harðsóttur heyskapur
En nú var komið að öðru og nauð-
synlegu starfi áður en hægt væri að
hefjasl handa við að handsama
sauðnautin. Sjá þurfti þeim fyrir fæðu
á heimleiðinni og nú var farið í
heyskap. Þó að víða væri grænt upp
eftir hlíðunum þótti þeim gróðurinn
rýr. Furðuðu þeir sig á því að þessar
stóru og föngulegu skepnur skyldu
geta fengið nóga næringu þama.
Hvemig skyldi þeim verðayið þegar
þau kæmu í gott haglendi á íslandi?
Gengu þeir nú að slætti og rakstri og
þurrkuðu heyið sem ekki var erfitt þar
sem sólskin var alla daga. En rýr var
eftirtekjan, einn til tveir pokar af hálf-
gerðum rudda eftir daginn. Það var
ekki fyrr en síðar í ferðinni að þeir
fundu betri slægjur og þeim tókst að
ná saman nægum heyforða fyrir
heimferðina.
Ársæll segir frá því að tilgangur
fararinnar hafi verið að veiða lifandi
sauðnaut og flytja þau til fslands í því
skyni að gera þau að innlendum
dýmm. Hann hafði nokkmm sinnum
hreyft þessari hugmynd á prenti, ýmist
undir réttu nafni eða dulnefnum.
Hann segist sannfærður um að lífs-
skilyrði myndu hin bestu fyrir þau á
íslandi. Þá hafi ekki síst vakað fyrir
sér að með því að fiytja þau til íslands
væri e.t.v. hægt að vemda þau frá
tortímingu.
Nú var ekkert að vanbúnaði því að
heja sjálfar veiðarnar. Þeir einbeittu
sér að því að finna hjarðir þar sem
væmkálfarenlétuhinareigasig. Hér
kemur orðrétt lýsing Ársæls af fyrstu
veiðiferðinni:
Þorvaldur bar kálfinn á
herðum sér
„I Miðdal sjáum við hóp þar sem eru
tveir kálfar og leggjum þar að. í
dalnum er djúpt malargil og ætluðum
við að umkringjadýrin svo að þau
sæju okkur ekki fýrr en við væmm rétt
komnir að þeim. En svo tókst til að
þau sáu tvo af mönnum okkar áður en
okkur hina; þar er fremstur stór boli er
þeim virðist sem vilji ráðast á sig og
skjóta þeir hann. Hin dýrin taka þá á
flótta, komust framhjá okkur, þutu
langa leið inn með fjallshlíðinni og
sáum við að ógerlegt var að eiga við
þau meira að sinni. Þetta var að
morgni. Við förum þá út til skips,
snæðum miðdegisverð en leggjum af
stað aftur upp úr hádeginu er við
höldum að þau hafi jafnað sig. Rétt
fyrir ofan, þar sem dýrin em, gengur
gil inn í íjallshlíðina, snarbratt inni í
botninum en brattar grjóturðir beggja
megin við. Inn í þetta gil viljum við
reyna að koma þeim því að þar
myndum við eiga hægast með að
handsama þau. Þau renna undan
okkur en í stað þess að fara irtn í gilið,
fara þau upp snarbratta urðina við
gilbarminn. Það er skotið í grjótið rétt
fyrir framan þau til þess að reyna að
fæla þau á þann hátt niður í gilið en
þau þramma áfram fyrir því. Skot
hittir eina kúna og veltur hún dauð
niður eftir urðinni og kálfur hennar
með henni. Hann rekur upp átakan-
legt gaul, yfirgefur móðurina dauða og
rennur eftir hópnum. Dýrin komast
svo upp fjallið og úr augsýn okkar og
töldum við, sem neðar stóðum og utar,
að þar með væri þessi veiði úr
sögunni. En þegar minnst varir sjáum
við að einn leiðangursmanna er
kominn upp skriðuna, og reyndist það
vera Finnbogi hinn þrautseigi. Aðrir
tveir fara á eftir honum, þeir Markús
og Gunnar. Dýrin munu hafa verið
orðið móð mjög þegar upp var komið,
mennimir auðvitað líka, en þeir
komast þó fýrir þau og geta króað þau
afágilbrúninni. Þar skjóta þeir þau og
hrapa þau jafnskjótt dauð niður í gilið
uns eftir eru kálfamir báðir og einn
vetmngur. Mennimir vom aðeins þrír
og höfðu ekki með sér neitt af
böndum. Þeir handsama þó þama
annan kálfinn en hinn kálfurinn og
vetmngurinn sleppa út með fjallinu.
Gunnar hélt kálfinum meðan aðrir
komu að neðan með bönd til að binda
hann. Þeir sáu strax að kálfurinn var
mjög aðframkominn og fór Gunnar
eins varlega með hann og unnt var;
gætti þess t.d. að láta hann ekki koma
við grjótið er hann braust um, lét
heldur allt lenda á sér og var allur blár
og marinn eftir. Þeir Markús og Finn-
bogi fóm á eftir hinum kálfinum, fyrst
út eftir fjallinu, síðar kom hann aftur
og leitaði upp að gilinu og var þá reynt
að króa hann en hann gat skotist burtu
og nú inn með fjallinu. Finnbogi hinn
ódrepandi þaut á eftir honum og aðrir
með honum en eftir allmikil hlaup og
leit misstu þeir alveg af honum.
Alveg gat maður dáðst að því hvað
þessi veslings kálfur þoldi.
Það er af handsamaða kálfinum að
segja, að með afskaplegri fyrirhöfn er
hann borinn niður af fjallinu. Þor-
valdur bar hann lengst af á herðunum
og gekk sinn maðurinn hvom megin
til þess að halda honum og styðja.
Stöðugt var verið að hvfla, bæði vegna
mannanna og dýrsins. En þegar
komið var svo sem miðja vega niður
að sjó var kálfurinn dauður.
Þetta var þá árangur fyrstu veiði-
ferðarinnar. Níu dýr skotin, án þess
þó að nokkuð væri hægt að hagnýta af
þeim, náð einum kálfi dauðvona og
annar móðuriaus einhvers staðar inni í
firði. Og allir veiðimennimir svo slit-
uppgefnir að þeir gátu sig varla hreyft.
Þetta var daprasta kvöldið á öllu
ferðalaginu.“
En næsta dag gekk öllu betur, þá sáu
þeir nýjan hóp með þremur kálfum.
Eftir að hafa skotið nokkur fullorðnu
dýranna tókst þeim að ná kálfunum í
net og hefta þá á fram- og aftur-
löppum. Reyndist sú aðferð mun
betur en að reyna að hlaupa þá uppi og
beittu þeir henni með ágætum árangri
eftir þetta.
Síðustu tvo kálfana fengu þeir rétt
utan við mynni Dúsensíjarðar þar sem
heitir Soffíusund. Markmiðið hafði
verið að ná tíu dýmm en við þá tölu
var miðað þegar samið var við
Tryggva Þórhallsson, forsætisráð-
herra. Ástæða þess að veiðunum var
hætt áður en þeirri tölu var náð, var
bæði sú að áliðið var orðið sumars og
eins að þeir sáu fram á að verða
ohulausir ef Iengur væri verið að.
Hvemig heldurðu að sjórinn
sé öðmvísi en blautur?
Minnstu mátti muna að Gotta festist
aftur í ísnum á leiðinni út á opinn sjó.
I mynninu á Vegassundi tálmaði lítill
jaki því að þeir kæmust út. Reynt var
með öllum ráðum að vinna á jakanum,
höggvið í hann og krakað og reynt að
sigla á fullri ferð, án árangurs. Þótti
þeim að vonum slæmt að horfa á
þennan smájaka tálma förinni, hinum
megin við hann hreinn og spegilsléttur
sjór. Nú hefði ekki verið ónýtt að eiga
smávegis af dýnamíti Norðmannanna
á Heinland. Eftir að hafa barist við
jakann allan daginn fóru menn niður
til að snæða kvöldverð. Þorvaldur var
íyrstur búinn og fór þá upp. Eftir litla
stund kallar hann niður: „Viljið þið
ekki koma, drengir, og sjá hvað gerst
hefur meðan við vomm að éta.“
Hinir vom svo sem ekkert að flýta
sér, töldu jafnvel að Valdi væri rétt
einu sinni með einhveijar brellur eins
og hann átti til. En þarna gaf á að líta.
Á lága sjónum hafði jakinn numið
botn og við það kom brestur í hann
miðjan, nægur til þess að hluti hans
flaut burt þegar hækkaði í á ný. Þar
með var brautin greið og Gotta sigldi í
átt að opnu hafi.
Þann 20. ágúst sigldu þeir út úr
ísbreiðunni og kvöddu hafísinn við
Grænland. Farið var í að gera sjóklárt
og eins gott því að daginn eftir var
komið stinningsrok á norðaustan.
Ekki þótti mönnum neitt að þeirri
vindátt, þar sem með henni bæri
aðeins fljótara heim. En að því kom
að fullmikið varð af því góða.
Vindurinn jókst og um miðnætti var
veðrið orðið svo mikið að snúa varð
skipinu upp í til að veijast áföllum.
Menn ræddu um hve lengi þetta veður
myndi standa og sýndist sitt hveijum.
„Það stendur aldrei lengur en svo sem
vikutíma,“ var hughreysting Þorvald-
ar. Aðrir töldu vfst að um þetta leyti
árs stæði svona snarpur vindur ekki
nema nokkra klukkutíma. En raunin
varð sú að rúma tvo sólarhringa mátti
stefna bátnum upp í vindinn, oftast
undir fullu vélarafli. Reynt var að
setja út rekakkeri, olíutunnur, bundnar
með vír en þær slitnuðu jafnharðan
ffá. Kristján skipstjóri taldi að veður-
hæðin hefði náð tíu vindstigum þegar
verst lét.
Strax og byijaði að hvessa kom í ljós
að þilfarið hriplak, mest þó yfir
eldavélinni. Sá leki mun hafa mest
stafað af því að tréð hefur gisnað yfir
eldavélinni enda fossaði svo þar niður
þegar gaf á að eldurinn slokknaði í
eldavélinni. Því var lítið um elda-
mennsku þennan tíma, eldaður
hafragrautur að morgni og mjólkur-
vellingur um miðjan dag. Með þessu
var svo snætt sjóblautt skonrok.
Sjórinn, sem kom niður í lúkarinn,
lak niður í kjalsog og þaðan skvettist
hann svo upp með ganneringunni og
inn í kojumar þannig að þar varð allt
hráblautt.
Vestmannaeyingamir Þorvaldur og
Baldvin vom kojufélagar, höfðu sömu
koju og skiptust á að sofa í henni eftir
því hvor var á vakt. Einhverju sinni
þegar Þorvaldur kom niður, hafði
Baldvin gefist upp á vemnni í kojunni,
sat á bekknum og kvartaði sáran yfir
bleytunni.
„Því læturðu svona, maður,“ sagði
Valdi. „Hvemig heldurðu að sjórinn
sé öðmvísi en blautur?" Síðan lagðist
hann hinn rólegasti niður í bleytuna.
Ársæll segist oft hafa verið með
hugann hjá kálfunum í lestinni í
þessum gauragangi. „Þetta vom mikil
viðbrigði frá því lífi sem þeir höfðu
hingað til vanist og óttuðumst við að
þeir myndu ekki þola þetta. Dálítið
lak ofan á þá en kálfamir vom hinir
hressustu allan tímann, átu og dmkku
alla dagana. En dálítið kólnaði þeim
við bleytuna svo þeir skulfu. Þar sem
við sáum fram á að hafa nóg hey,
tókum við nokkuð af því og settum
undir þá. Leið þeim mun betur eftir
það.
Laugardagsmorguninn 24. ágúst
slotaði loks veðrinu og gerði logn er á
leið daginn, með sólskini og þurrki.
Tóku menn þá að þurrka af sér bæði
fót og rúmfatnað. Ákveðið hafði verið
að taka land á Vestljörðum, til að hvfla
menn og skepnur en þar sem bæði
mönnum og kálfum leið hið besta var
ákveðið að sleppa því og halda
rakleiðis til Reykjavíkur, ekki hvað
síst þar sem útlit var fyrir óveður af
útsuðri. Og mánudaginn 26. ágúst kl.
Vi 3 árdegis renndi Gotta í blæjalogni
inn á Reykjavíkurhöíh.
Við svörum ykkur 1943!
Leiðangursmönnum af Gottu var
fagnað eins og þeir væm úr helju
heimtir. Hvarvetna var þeim fagnað
með alúð og innileik sem ótvírætt
sýndi hve fólki hafði verið umhugað
um þá. Ætlunarverkið hafði einnig
tekist, þótt grænlensku kálfamir væm
færri en upphaflega hafði verið
ætlunin.
En ekki vom allir fyllilega sáttir við
þennan leiðangur. í bókarlok segir
Ársæll að engu sé líkara en sambands-
þjóð okkar (Danir) hafi fengið stungu
af hvössu sauðnautshomi í kvið sér
við það að við skyldum gera þessa
ferð. Þeir reyni allt til að gera þetta
mál tortryggilegt og pólitískt.
Þama kemur ífam að þegar þeir vom
að semja við forsætisráðherra um
styrk alþingis og höfðu náð um það
munnlegu samkomulagi, kemur skeyti
ifá sendiherra Islands í Kaupmanna-
höfn þar sem segir að dýrin muni
fáanleg þar. „Þama getur ekki verið
um aðra að ræða en dönsku stjómina,"
segir Ársæll og vandar Dönum enn
ekki kveðjumar. Þá er og vitnað í að
danskur maður hafi símað frá
Reykjavík að lögreglustjóri hafi stöðv-
að ferð Gottu þar sem skipstjórinn
væri ófær og forsprakki þessa fyrir-
tækis hafi verið ævintýragjam gull-
smiður úr Reykjavík!
Og á síðustu blaðsíðu hnykkir
höfundur enn á skoðun sinni á herra-
þjóðinni dönsku og segir:
„Kæmi þessi tónn aðeins úr
einhverjum einum asnaskolti, væri
ekki ástæða til að taka tillit til hans.
En þegar sami sónninn berst úr svo
ijarlægum skotum sem frá sjálfri
dönsku stjóminni, eða staðgengli
hennar hér og allt niður í það að
drembinn skipstjóri norður í Dúsens-
firði tekur undir, þá verðum við þó að
svara. Og svar okkar verður: -Syngið
þið fyrir sjálfa ykkur, góðir hálsar!
Við siglum okkar eigin sjó. Hvort
sem ykkur fellur það betur eða verr, þá
hefur nú, eftir 6-7 aldir, sjálfstætt
íslenskt skip rennt akkeri til gmnns við
Grænlandsstrendur!