Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
í jólaösinni er ýmislegt að gerast
Jólamarkaður sem mætti standa lengur
Jólamarkaður handverksfólks hefur skapað sér fastan sess á aðventunni.
Fyrst var hann haldinn í Alþýðuhúsinu en nú var hann í Sælahúsinu sem
er hæfilega stórt fyrir slíkar uppákomur.
A jólamarkaðnum kemur fram fólk sem vinnur heima hjá sér að
framleiðslu ýmissa muna sem margir hverjir eru fallegir og bera vott um
gott handbragð. Margt var þarna um skrautmuni sem sameina fegurð og
nytsemi og það er einmitt þar sem handverkið rís hæst.
Það hefur sýnt sig að bæjarbúar kunna að meta þetta framtak
handverksfólksins og fjölmenna þeir á markaðinn. Til að auka
aðdráttarafl enn frekar er boðið upp tískusýningar og svo skemmtilega
vildi til að krakkarnir sem tóku þátt í fatahönnunarkeppni grunnskólanna
voru að sýna fötin sem þau þau fóru með í keppnina.
Ef eitthvað er hægt að finna að, er það helst að markaðurinn mætti
standa lengur, eina viku eða tvær helgar.
SVANA var með ýmislegt smálegt í boði.
KRAKKARNIR í Barnaskólanum og Hamarsskóia gerðu góða ferð í hönnunarkeppni grunnskólanna,
komu heim með tvenn silfurverðlaun og var stærsti hópurinn frá Eyjum. Gestir á jólamarkaðnum fengu
tækifæri til að berja fötin augum og krakkarnir fengu gott klapp fyrir.
Ásta seldi hefðbundnar hannyrðavörur. ERLA nuddari bauð upp á ýmis smyrsl á kroppinn.
Jólafjör
Á hverri jólafóstu slær starfsfólk
Hraunbúða upp veislu fyrir íbúana
og er þá glatt á lijalla. Veislumatur
er á borðum og svo eru fengnir
gestir utan úr bæ til að troða upp
með skemmtiatriði. Auk þess lætur
starfsfólkið ekki sitt eftir liggja.
ÁRMANN Ragnar, sem hér er
með Guðmundi félaga sínum,
lék nokkur lög á klarinett.
ó Hraunbúðum
ALLA í Borgarhól, Anna á Grund, Magga og Anna voru mættar í
sínu tínasta pússi.
SAMA mátti segja um Siggu á Geithálsi, Friðriku og Halldóru.
Apótek Vestmannaeyja:
Jólaútlit konunnar
Hanna María á Apótekinu fékk
Önnu sem rekur fyrirtækið Anna
og útlitið, til Eyja til að leiðbeina
konum í að skerpa á eiginlegri
fegurð þeirra.
Þetta fór fram á Veitingahúsi
Hótels Þórshamars þar sem líka
var boðið upp á jólahlaðborð frá
Grími í Veisluþjónustunni.
Kvöldið tókst vel en Hanna
María sagði að að ósekju hefðu
fleiri mátt mæta.
HANNA María og Anna og útlitið ásamt aðstoðarkonu.
MILLI20 og 30 konur mættu.