Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 1
28. árgangur • Vestmannaeyjum 1. nóvember 2001 • 44. tölublað* Verð kr. 150- • Sími: 481 1300 • Fax: 481 1293
íþróttahúsið ó
lokastigi:
Vígt í
næsta
mánuði
Guðjón Hjörlcifsson bæjar-
stjóri segir að framkvæmdir
gangi vel við nýja íþróttasal-
inn sem er að rísa við
Iþróttamiðstöðina.
„Stefnt er að vígslu hússins í
desember. Það er mjög lítið
um aukaverk en gert er ráð
fyrir þrettán milljónum króna
í endurskoðaðri fjárhags-
áætlun til verksins. Hluti af
því eru breytingar sem búið
er að samþykkja innanhúss
m. a. blaðamannastúka,"
sagði Guðjón en verkið mun
kosta rúmar þrjúhundruð og
tíu milljónir í heild.
Fyrirtækið Skúlason markaðs-
lausnir ehf. hefur hafið starfsemi
í Eyjum en undirbúningur og
uppsetning á tækjabúnaði hefur
staðið yfir frá því í vor. Sex starf-
stúlkur hófu störf hjá fyrirtæk-
inu, sem er til húsa í Vöruhúsinu,
fyrir um hálfum mánuði.
Jóhannes Skúlason annar eigandi
fyrirtækisins sagði undirbúning
hafa tekið lengri tíma en reiknað var
með m.a. vegna tækniörðugleika.
„Vandamál hafa komið upp varð-
andi inn- og úthringibúnað og við
þurftum að breyta áður gerðum
áætlunum en lausn er í sjónmáli.
Verkefnastaðan er mjög góð. Við
erum með þjónustuver í Reykjavík
en höfum áhuga á að gera veg
útbúsins í Eyjum stærri en ráð var
gert í upphafi. Þar kemur fyrst og
frest til að við höfum mjög gott
starfsfólk og fyrir liggja umsóknir
frá mjög hæfu fólki. Verkefnastaðan
er mjög góð, við erum með stór
verkefni og að öllum líkindum
munum við fjölga starfsfólki."
Oánægja
með sorp-
eyðingargjöld
Fyrir bæjarráði lá bréf frá
Jóni G. Valgeirssyni, hdl. þar
sem farið er fram á fund vegna
álagningar sorpeyðingargjalda
á nokkur fyrirtæki.
Bæjarráð fól stjórn Bæjar-
veitna, og þeim bæjarfulltrúum
sem þar eru, að eiga fund með
bréfritara.
Samkvæmt upplýsingum á
bæjarskrifstofunum eru menn
misjafnlega hressir með álagn-
ingu sorpeyðingargjalda á fyrir-
tæki. Er Jón fulltrúi Húseyjar,
Geisla, Endurvinnslunnar og
Félags kaupsýslumanna í þessu
máli.
Smó glaðningur
Fyrir bæjarráði lá bréf frá
félagsmálaráðuneytinu um
jöfnunarframlög til reksturs
grunnskóla og framlög vegna
lækkaðra tekna af fasteigna-
skatti 2001.
I þessu fólst smá glaðningur því
12 milljóna króna leiðrétting
fékkst til grunnskólanna og er
hún rakin til ársins 1999. í
fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir
51 milljón frá ríkinu en endar í
allt að 64 milljónum króna.
Leiðrétting vegna lægri fast-
eignagjalda er eins og gert var
ráð fyrir í fjárhagsáætlun en
samtals var reiknað með 47
milljónum í tekjur af fasteigna-
gjöldum.
Lyfja til Eyja?
Þrálátur orðrómur hefur verið
á kreiki undanfarnar vikur að
Lyfja ætli sér að opna útibú í
Vestmannaeyjum.
Lyfja er í eigu Baugs sem hefur
verið leita að húsnæði undir
Bónusverslun. Fréttir höfðu
samband við Róbert Melax
framkvæmdarstjóra Lyfju og
báru undir hann þennan orðróm
en hann neitaði að tjá sig. Blað-
amaður spurði hann þá hvort það
þýddi að hann hvorki játaði því
né neitaði var svarið: „Ég vil
ekkert tjá mig um það.“
Ævintýralegt fiskirí
Frá því Huginn VE fór í sinn
fyrsta túr um miðjan júlí hafa
þeir iandað rúmlega 27.000
tonnum.
Þetta verður að teljast frábært
gengi. Huginn hefur undanfarið
landað aflanum í Færeyjum.
ÞORGEIR Baldursson á Hörpu VE tók þessa mynd á miðunum við Eldey á sunnudaginn en þá fékk Harpa
120 tonna kast en í heild lönduðu þeir 200 tonnum af góðri en blandaðri síld.
Álagning á lögaðila í Vestmannaeyjum:
Vinnnslustöðin á toppnum
Lokið er álagningu á lögaðila í Vestmannaeyjum
fyrir árið 2001 og var hún lögð fram í gær.
Heildarálagning nemur rúmum 324 milljónum á
205 aðila. Þar af nemur álagt tryggingagjald
tæpum 274 milljónum króna.
Hæstu heildargjöld greiðir Vinnslustöðin sem sker sig
úr með Isfélaginu og Vestmannaeyjabæ.
1. Vinnslustöðin kr. 42.685.934.-
2. ísfélag Vestmannaeyja kr. 41.580.096,-
3. Vestmannaeyjabær kr. 39.954.011.-
4. Bergur-Huginn hf. kr. 18.045.749.-
5. Heilbrigðisstofnunin íVm. kr. 13.464.272,-
Það er Apótek Vestmannaeyja ehf sem greiðir mestan
tekjuskatt og er nokkuð í sérflokki. Sparisjóðurinn og
verktakafyrirtækið Einar og Guðjón sf koma svo næst.
En fimm hæstu eru:
1. Apótek Vestmannaeyja
2. Sparisjóður Vestmannaeyja
3. Einar og Guðjón sf
4. Skipalyftan ehf
5. Bessi ehf
kr. 3.186.965,-
kr. 2.204.458,-
kr. 2.112.778,-
kr. 1.884.555,-
kr. 1.606.858,-
Það er fyrirtækið Kristinn hf. sem greiðir hæstan
eignaskatt, í firmaskrá stendur að fyrirtækið einbeiti
sér að rekstri eignarhaldsfélaga. Sparisjóður Vest-
mannaeyja kemur næst og skera þessi tvö fyrirtæki sig
nokkuð úr, síðan kemur útgerðarfyrirtækið Sigurbára
ehf
1. Kristinn hf. kr. 2.890.647,-
2. Sparisjóður Vestmannaeyja kr. 2.110.064,-
3. Sigurbára ehf kr. 969.795.-
4. Skipalyftan ehf kr. 751-112.-
5. Bessi ehf kr. 638.700.-
Þjónustuverið í Vöruhúsinu tekið til starfa
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235 .
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
VETRARÁÆTLUN HERJÓLFS
4. sept. - 15. maí Frá Vestmannaeyj Frá um Þorlákshöfn
Mánudaga til laugardag a . . . 8.15 12.00
Sunnudaga . . . . 14.00 18.00
Aukaferð föstudaga *. . . . . . 15.30 19.00
* Til og með 21. des. Nánari upplysingar: H ERJÓLFUR
Vestmannaeyjar: Sími 481-2800 • Fax 481 2991 ! nndfiutningai
Þorlákshöfn: Sími 483-3413 •! Fax 483 3924 /UM»r
- 4 öllum sv iðiim