Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 1. nóvember 20() 1
Loks náðist að smala Elliðaey
Á fimmtudaginn náðist loks að
smala Elliðaey og flytja féð til lands.
Elliðaeyjarbændur höfðu beðið lags
frá í september og ætluðu sér hefð-
bundna leið sem er austan megin á
eynni. Ástæðan er stöðugar austan og
norðaustan áttir. Það hafði ekki breyst
á fimmtudaginn en til að bjarga
hlutunum var ákveðið að taka féð
niður að vestanverðu af Pálsnefi, sem
er hærra og brattara. Gekk það að
óskum og fór aðeins ein kind í sjóinn.
Var henni snarlega bjargað og varð
ekki meint af volkinu.
Farið var á Lóðsinum, gekk ferðin
mjög vel og voru allar 150 kindumar
komnar í land í Vestmannaeyjum um
kvöldmat. Eru bændur þokkalega
ánægðir með fallþungann.
Myndirnar úr smalaferðinni tóku
Svavar Steingrímsson og fieiri.
FÉNU smalað saman áður en llutningar hófust.
FÉÐ á leið niður brattann.
SVAVAR Steingrímsson fylgir fénu niður að sjó sem virðist langt fyrir neðan.
r
Islensk matvæli fá
stærra húsnæði
Eins og greint var frá í síðasta
tölublaði Frétta vantar fyrirtækið
Islcnsk Matvæli stærra húsnæði
undir starfsemi sína.
Hingað til hafa Islensk Matvæli
deilt húsnæði með Fiskmarkaði Vest-
mannaeyja og var orðið heldur þröngt
um fyrirtækin. Á stjórnarfundi hjá
Fiskmarkaði Vestmannaeyja var
ákveðið að hann myndi víkja og hafa
þeir fengið inni í Eiði með fiskvinnslu
sína að því er Páll R. Pálsson
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins
upplýsti.
Skrifstofur og uppboðssalur Fisk-
markaðarins verða þó áfram á sama
stað en með því að færa fiskvinnsluna
fá Islensk matvæli nægt rými til að
starfsemi þeirra geti nú flust öll til
Vestmannaeyja, en hluti starfseminnar
er að hluta til enn í Hafnarfirði. Þegar
starfsemi lyrirtækisins verður komin á
fullt skrið má búast við að 25 manns
starfi við fyrirtækið.
Bygging mjölhúss í at-
hugun hjá Vinnslustöðinni
Skipulags og bygginganefnd liefur
borist fyrirspurn frá Vinnslu-
stöðinni um mögulega byggingu á
mjölhúsi austan fiskimjölsverk-
smiðjunnar.
Sigurður Friðbjömsson verksmiðju-
stjóri sagði í viðtali að málið væri í
skoðun en engin ákvörðun hefur verið
tekin um byggingu hússins. Það er
búið að frumteikna hús og það var lagt
fyrir bygginganefnd en verið er að
kanna kostnað við bygginguna og
hverju fjárfestingin kæmi til með að
skila.
„Hugsunin á bak við þetta er að fá
meira hráefni í gegn og auka afköstin
hjá okkur en það er oft stutt á miðin
frá okkur þegar framleiðslan er í
hámarki hjá fiskimjölsverksmiðjum.
Stækkun þýddi aukið geymslurými á
mjöli. Einnig gætum við framleitt
hráefnið ferskara og við værum þá
með hágæðamjöl." sagði Sigurðurog
benti á að málið væri á algjöru byrj-
unarstigi.
Myndatextar víxluðust
I viðtali við Línu Rut Wilberg í
síðasta blaði urðu textabrengl
undir myndum af listaverkum
eftir hana. Birtast myndirnar hér
með réttum texta.
Er Lína Rut beðin velvirðingar
á þessum mistökum.
Námskeið eftir tvo mánuði
Lína Rut hefur beðið blaðið um að
koma á framfæri breyttum tíma á
törðunarnámskeiði sem hún ætlar
að halda. í viðtalinu segir að það
verði haldið eftir tvær vikur en
Lína Rut hefur ákveðið að fresta
því fram yfir áramót.
ÞAÐ er rík sköpunarþörf í mér
og ég hefði ekki enst í þessu
nema vegna þess að myndlist er
hluti af mér. Þessi mynd heitir
Birta og verður á bókarkápu hjá
Vigdísi Grímsdótur, rithöfundi.
ÞETTA verk eftir
Línu Rut ber heitið
Lína í Undralandi
og er kúpt
olíumálverk.