Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 1. nóvember2001
Skýrsla Byggðastofnunar, Byggðarlög í vörn og sókn október 200, sjávarbyggðir:
Búseta snýst um fleira en atvinnu
Skýrsla Byggðastofnunar,
Byggðarlög í vörn og sókn
október 2001, er í raun
uppfærð skýrsla stofn-
unarinnar frá Jdví í mars
síðastliðnum. í skýrslunni eru
Vestmannaeyjar teknar með
Suðurlandi og Suðurnesjum
og eru ekki fyrirferðarmiklar.
Þó hefur verið bætt við
nokkrum atriðum sem eru í
raun upptalning á
augljósum staðreyndum sem
skýrsluhöfundar fengu frá
Þróunarfélagi Vestmanna-
eyja. Þó eru nokkur
athyglisverð atriði sem
áhugavert er að skoða.
Mikil fækkun fiskverkafólks
Dr. Bjarki Jóhannsson hjá Byggða-
stofnun og ritstjóri skýrslunnar segir
að ætlunin sé að uppfæra skýrsluna
reglulega og séu allar upplýsingar vel
þegnar. Hann segir fyllri upplýsingar
hafa legið fyrir um Vestmannaeyjar
núna og þær hafi komið frá Þró-
unarfélaginu. Hann segir að gera megi
enn betur og skorar hann á bæjar-
yfirvöld að nýta sér þetta tækifæri til
að hafa áhrif á það sem fram kemur í
skýrslunni.
Meðal þess sem kemur fram í
skýrslunni og á við Vestmannaeyjar er
sú staðreynd að fískverkafólki hefur
fækkað um 40% á sl. tíu árum og
hlutfall starfsfólks í sjávarútvegi hefur
aldrei verið lægra en nú. Sjómönnum
fer líka fækkandi en árið 1998 vom að
meðaltali 4.408 sjómenn á fiskiskipa-
flotanum og hefur þeim farið
fækkandi allt frá árinu 1993 en þá
vom þeir 5.819. Árið 1998 var starfs-
fólk í sjávarútvegi 9,2% af vinnuafli í
öllum atvinnugreinum hérlendis og
hefur hlutfallið ekki verið lægra
undanlárin átta ár.
Meiri hagræðing - Færra
fólk
Þetta atriði hlýtur að nokkru leyti að
skýra fækkun íbúa í Vestmannaeyjum
á undanförnum árum. En samkvæmt
skýrslunni fækkaði íbúum hér um 8%
á ámnum 1990 - 2000 og 1,3% á árinu
2000. íbúaþróun hefur líka eðlilega
áhrif á tekjur sveitarfélagsins en Vest-
mannaeyjar voru árið 1999 meðal
mest skuldsettu sveitarfélaga á landinu
að því er kemur fram í skýrslunni.
Enn sér ekki fyrir endann á fækkun
starfa í sjávarútvegi því samkvæmt
spá Háskólans á Akureyri, sem gerð
var árið 1999 mun ársverkum í
sjávarútvegi fækka um 4200 á næstu
fimm árum og störfin verða sífellt
sérhæfðari.
„Fækkun þeirra sem beinlínis hafa
atvinnu af sjávarútvegi stafar m.a. af
hagræðingu og tækninýjungum í
greininni. Aflaheimildir hafa einnig í
umtalsverðum mæli verið seldar eða
fluttar frá sjávarbyggðunum og úr-
vinnsla sjávarafla hefur verið flutt til
annarra staða eða út á sjó með tilkomu
frystitogara. Búseta sjómanna er ekki
heldur lengur bundin þeim stað sem
skip þeirra eru skráð á,“ segir í
skýrslunni og eiga þessi atriði flest ef
ekki öll við Vestmannaeyjar.
Þá er bent á árstíðabundna veiði
ýmissa tegunda, sem geti þýtt sveiflur
í atvinnulífmu og árstíöabundið at-
vinnuleysi. Einnig eru tínd til lág laun,
einhæf vinna, óaðlaðandi vinnuum-
hverli og lítið atvinnuöryggi sem
veldur því að fólk sækist í minna mæli
eftir störfum í fiskvinnslu. „Oft er því
erfitt að manna störfin með innlendu
vinnuafli, og margar sjávarbyggðir
byggja rekstur liskvinnslu á erlendu
vinnuafli," segir líka í skýrslunni en á
ekki við Vestmannaeyjar, ekki ennþá
a.m.k.
Fyrirtæki á landsbyggðinni
standa höllum fæti
Um rekstrargrundvöll fyrirtækja á
landsbyggðinni segir að hann sé í
mörgu tilliti lakari en á höfuð-
borgarsvæðinu. „Þar ber fyrst að nefna
lágt markaðsverð fasteigna í atvinnu-
rekstri, sem leiðir af sér lága veðhæfni
og þ.a.l. vandamál með fjármögnun
atvinnurekstrarins. Annað vandamál
er hlutfallslega hár fasteignaskattur á
landsbyggðinni. Eigendur almenns
atvinnuhúsnæðis á landsbyggðinni
þurfa að greiða fasteignaskatta af
eignum sínum eins og þær væru stað-
settar í Rcykjavík, þótt markaðsverð
þeirra sé oft ekki nema brot af mark-
aðsverði sams konar eigna í Reykja-
vík. Þetta grefur undan atvinnurekstri
á landsbyggðinni, en von er um úr-
bætur, þar sem nýlega hefur þó verið
ákveðið að miðað verði við markaðs-
verð við álagningu fasteignagjalda
íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lands-
byggðinni.Ofan á þetta allt bætist svo
viðkvæmni atvinnurekstrar á lands-
byggðinni við hagsveiflum,“ segir í
skýrslunni.
Fjarnám meðal kostanna
Þegar kemur að greiningu einstakra
byggðarlaga er Vestmannaeyjum talið
til tekna að hér er Rannsóknasetur
tengt sjávarútvegi þar sem Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, Haf-
rannsóknastofnun og Háskóli Islands
rannsóknastaifsemi em með starfsemi.
Þá er nefnt að hér er Náttúrustofa
Suðurlands, Vinnumálastofnun og
Þróunarfélag Vestmannaeyja, tölvu-
þjónusta og að boðið er up á
ADSL-tengingu og sítengingu við
Eyjanetið.
Fjarnámi í Vestmannaeyjum eru
gerð góð skil í skýrslunni og talið
„Framboð á starfs-
menntuðu vinnuafli er
meðal þeirra þátta sem
mikilvægir eru fyrir
staðarval fyrirtækja.
Það er ekki lengur nóg
að staðsetja fyrirtæki
einhvers staðar og
halda síðan að fólk
komi sjálfkrafa að búa
þar. Ljóst er því að laga
verður byggðaaðgerðir
að óskum fólks um
búsetu,“
meðal tækifæra sem hér má nýta. I
kaflanum um menntun segir: „I
Vestmannaeyjum er sjávarútvegsdeild
Háskóla Islands. Háskóli Islands í
Vestmannaeyjum er í samstarfi við
Fræðslunet Suðurlands og fyrirtækið
Tölvun í Vestmannaeyjum um
fjarnámskeið fyrir stuðnings- og
meðferðarfulltrúa í heilbrigðisþjón-
ustu. Kennslan fer bæði fram á
Selfossi og í Vestmannaeyjum og
nemendur sitja á báðum stöðum.
Einnig eru öflugir fjölbrautaskólar á
Suðurlandi og Vestmannaeyjum.
Gerður hefur verið samningur milli
Háskólans á Akureyri og Rann-
sóknaseturs Vestmannaeyja um
fjarkennslu á háskólastigi. Haustið
2001 er boðið upp á kennslu í
rekstrarfræði og haustið 2002 á að
bjóða kennslu í hjúkrunarfræði. Hægt
er að byggja upp menntun í tengslum
við sérstöðu svæðisins, sem er
flugþjónusta. Fjölbrautaskólinn er
byrjaður á sérhæftngu í þessa átt.“
Meðal veikleika er nefnd sú
staðreynd að Vestmannaeyjabær getur
ekki uppfyllt kröfu um einsetningu
grunnskóla fyrr en árið 2004 og hefur
féngið undanþágu til þess tíma.
Búseta snýst ekki bara um
atvinnu
I kafla sem dr. Bjarki Jóhannesson.
ritstjóri skýrslunnar, ritar, segir að
rannsóknir á Vesturlöndum sýni að
atvinna sé aðeins einn af þeim þáttum
sem ráða búsetuvali fólks. Bjarki segir
að áður fyrr haft oft verið hægt að
stýra staðarvali fyrirtækja með opin-
berum reglum og styrkjum en nú séu
breyttir tímar og fyrirtæki framleiða
oft háþróaðar vörur og þjónustu sem
krefjast mikillar starfsþekkingar.
„Framboð á starfsmenntuðu vinnu-
afli er meðal þeirra þátta sem
mikilvægir eru fyrir staðarval fyrir-
tækja. Það er ekki lengur nóg að
staðsetja fyrirtæki einhvers staðar og
halda síðan að fólk komi sjálfkrafa að
búa þar. Ljóst er því að laga verður
byggðaaðgerðir að óskum fólks um
búsetu,“ segir Bjarki.
Ein ástæða búsetuturöskunar er
breytt gildismat fólks. einkum ungs
fólks. Urn það segir Bjarki: „Það
stafar af aukinni menntun, ferðalögum
og ijölmiðlum. Ungt fólk kýs æ meiri
hreyfanleika í búsetu og atvinnu. Það
er ekki lengur sátt við að búa á sama
stað alla ævi og stunda sama starfalla
ævi. Þetta leiðir til aukinna búferla-
flutninga og þeir staðir eru eftir-
sóknarverðastir sem bjóða upp á
fjölbreytni í búsetu og tækifæri til að
skipta um starf. Ungt fólk gerir einnig
æ meiri kröfur til framboðs, fjöl-
breytni og sveigjanleika í menningu
og afþreyingu. Föst félagasamtök
uppfylla ekki lengur þarfir þess.
Einnig þetta hefur áhrif á búsetuval
fólks og þeir staðir eru eftirsóknar-
verðir sem bjóða upp á fjölbreytni í
þessum efnum. Hér hefur höfuð-
borgarsvæðið forskot á lands-
byggðina.“
Þá segir að konur séu hreyfanlegri
en karlmenn og vilji fjölbreyttara
framboð menningar en karlar en dæmi
um það eru færri konur en karlar í
Vestmannaeyjum í dag.
Þjóðhátíðin hefur sitt að
segja
1 menningarkaflanum er þjóðhátíðin
meðal atriða sem sem lenda plús-
megin hjá Vestmannaeyjum. „Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum á sér langa
hefð og dregur að sér fjölda fólks víða
að af landinu. Meðalstórt bókasafn er
í Vestmannaeyjum og stórt bókasafn í
Reykjanesbæ. llskasafn og byggða-
söfn í Vestmannaeyjum og á
Reykjanesi. Árlega eru veittir styrkir
til menningarstarfs einstaklinga og
félagasamtaka úr Styrktar- og
menningarsjóði Sparisjóðs Vest-
mannaeyja. Stofnað hefur verið til
stöðu bæjarlistamanns í Vestmanna-
eyjum. Iþróttahreyfingar á Suður-
nesjum og í Vestmannaeyjum eru
sterkar og íþróttastarf í blóma. Víða
vantar heildstæðari stefnu fyrir söfn og
minjavörslu á Suðumesjum og í
Vestmannaeyjum.
I Vestmannaeyjum er sorpbrennsla.
Varminn sem myndast við brennsluna
er nýttur, brotajám, loðnunætur o.fl. er
sent upp á land til endurvinnslu.
Þetta eru helstu atriði skýrslunnar
sem snúa að Vestmannaeyjum. Þó
ekki verði allir sáttir við hvemig tekið
er á málum eru þar atriði sem vert er
að staldra við. Og Ijóst er að á brattann
er að sækja en ljósu punktamir em þó
nokkrir og þar verða menn ekki síst að
horfa til þess sem er að gerast í
Rannsóknasetrinu.