Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 1. nóvember2001 f Ár frá ráðstefnunni Eyjar 2010: Ymislegt jákvætt hefur gerst á árinu -en afturför hefur orðið á nokkrum sviðum og eftirfylgni vantar ALLS mættu um 300 manns á ráðstefnuna sem þótti takast mjög vel. Fyrir um ári síðan var haldin í Týsheimilinu ráðstefnan Eyjar 2010. Markmið með ráð- stefnunni var að skapa umræður um málefni Vestmannaeyja og hvað mætti betur fara í bæjarfélaginu. Ráð- stefnan var haldin að frumkvæði Þróunar- félagsins og Frétta og má segja að þátttakan hafi farið fram úr björtustu vonum en alls um 300 manns sóttu ráðstefnuna. Margir góðir gestir komu fram og framsögumenn voru þeir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri sem fjallaði að mestu unt mikilvægi háskólasamfélags og æðri menntunar fyrir byggðaþróun. Árni Sigfússon, þáverandi forstjóri Tækni- vals, hélt því fram í erindi sínu að mesti vaxtarbroddur atvinnuupp- byggingar á landsbyggðinni fælist í upplýsingatækninni. Snæbjörn Guðni Valtýsson, verkefnisstjóri lijá Tölvun, fjallaði um möguleika tölvufyrirtækja í nútíð og framtíð. Eins tóku þeir Andrés Sigurvinsson, leikari og kennari, og Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, til máls. Eftir að framsöguntenn höfðu lokið máli sínu vargestum skipt niður í átta hópa þar sem unnið var með hina ýmsu málaflokka. Nú ári síðar er rétt að lfta yfir það sem rætt var á ráðstefnunni og hvað hefur verið gert. Unnið markvisst að sjávarútvegsmálum I fyrsta hópnum var farið ylir atvinnumál og viðskiptatækifæri, helstu niðurstöður hópsins voru að Eyjamenn ættu að leggja áherslu á sjávarútvegsmál og ættu að vera í fremsta fiokki í öllu því sem viðkemur sjávarútvegi. T.d. var sérstaklega tekið fram að stefna ætti að því að bjóða upp á nám tengt sjávarútvegi og nýta núverandi þekkingu innan þæjar- félagsins til að byggja upp fjarnám á háskólastigi með aðslöðu til rann- sókna hér. Kaup rannsóknasetursins nýlega á litlum fonituðum kafbál til neðansjávarrannsókna við Eyjar er gott framtak og þarft. Aldrei áður við strendur Islands hefur þessi leið verið valin til rannsókna á lífríki sjávar. Fjarnám hefur aldrei verið öflugra en um þessar mundir og eins og kemur frani annars staðar í blaðinu má búast við enn frekari fjölgun í fjarnámi á næsta ári. Eins hefur fyrirtækið Islensk Matvæli komið til Eyja og er það í samræmi við það sem bókað var á ráðstefnunni. Ferðamannaiðnaðurinn í vanda? Ferðamál voru til umræðu í einum hópnum og var niðurstaðan að fólk ætti að vinna meira saman að því markmiði að fá fieiri ferðamenn hingað. Bjóða upp á öðruvísi ferðir, t.a.m. úteyjaferðir, köfun, sjóstöng, hvala- og fuglaskoðun. Auk þess skoðunarferðir í fiskvinnslufyrirtæki þar sem hægt væri að smakka á afturðum og tækifæri til að skoða skip. Eins var lögð áhersla á að mark- aðssetja Vestmannaeyjar út frá eld- gosinu, Tyrkjaráninu og rústum frá landnámsöld. Eins var sagt að stefna ætti að byggingu fyrsta flokks hótels og að lengja þann tíma sem ferðamenn stoppi í Eyjum. Afnema þuríi verndun Surtseyjar að einhverju leyti og að komið yrði upp sumar- búðum. Eins benti hópurinn á að veðráttan í Eyjum væri sérstök, t.d. rokið væri allsérstakt í Vestmanna- eyjum. Síðan ráðstefnan var haldin hefur Flugfélag íslands hætt áætlunarflugi til Eyja og óttast margir að með því hætti Flugleiðir að auglýsa Vestmannaeyjar sem sérstakan áfangastað, heldur einbeiti þeir sér að þeim stöðum sem þeir fljúga á sem eðlilegt hlýtur að teljast. Hingað til hefur markaðs- setning Flugleiða skilað flestum ferðamönnum til Vestmannaeyja og því skiljanlega uggur í mönnum varðandi framtíðina. Því má segja að ferðamannaiðnaðurinn í Vestmanna- eyjum sé í varnarstöðu enn sem komið er og ekki hefur jgefist kostur á að sækja á ný mið. I niðurstöðuorðum ráðstefnunnar segir að stefna eigi að því að markaðssetja eigin ferða- skrifstofu, líklega hugmynd sem aldrei hefur átt betur við en einmitt nú. Langt í ljósleiðarann Ein bókunin sem samþykkt var varð- andi fjarvinnslu í upplýsingaiðn- aðinum var að stefna ætti að því að Ijósleiðari verði kominn inn á öll heimili árið 2001. Það má segja að þessi ályktun sé töluvert úr takt við fyrirætlanir Landssímans um breið- bandsvæðingu í Eyjum. Nú, árið 2001 eru enn fjögur til sex ár í að breiðbandið eigi að vera komið inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum og engin breyting orðið á þeim áætlunum frá því ráðstefnan var haldin. Það er svo aftur spuming hvort fyrirtæki eins og Lína.Net sjái sér hag í því að koma ljósleiðara inn á öll heimili í Eyjum? Þrátt fyrir þetta hefur orðið þróun í tölvusamskiptum því á árinu bauð Tölvun upp á öflugt örbylgusamband og Landssíminn býðurþeim sem vilja ADSL-tengingu sem er mun hrað- virkari en t.d. ISDN-tengingin sem áður var í boði. Fyrsta einkarekna sjúkrahúsið í Eyjum? Ein af róttækari hugmyndum sem fram komu á ráðstefnunni var að stefna ætti að því að fyrsta einka- vædda sjúkrahúsið yrði í Vest- mannaeyjum, og boðið yrði upp á minniháttar aðgerðir ásamt því að sett yrði upp endurhæfingarstöð og nýtt það sem fyrir er í Eyjum, s.s. Hressó, sundlaugin og fl. Þessari hugmynd hefur ekkert verið fylgt eftir og spuming hvemig viðbrögð hún fengi í meðferð stjómmálaflokkana. Fleiri kostir en gallar Farið var yfir kosti og galla Vest- mannnaeyja varðandi lífsgæði, Styrkur Vestmannaeyja liggur í vernduðu umhverfi, samkennd, aðgengi, náttúmfegurð og jákvæðri ímynd. Helstu ókostir voru nefndir takmarkaðir möguleikar til fjár og frama, vöntun á vettvangi fyrir félags- legt samneyti, margfeldisáhrif nei- kvæðnisradda og hræðsla við fram- tíðina. Elliði Vignisson, framhaldsskóla- kennari, fór fyrir þeim hóp sem tók fyrir ltfsgæði. Elliði segir það eitt að ráðstefnan skyldi hafa verið haldin vera sigur. Hann er ekki í vafa um að hún sé nú þegar farin að skila sér. „Við skulum samt átta okkur á því að Eyjar20l0 er langtímaverkefni sem skilar sér ekki að fullu strax,“ sagði Elliði. Samgöngumálum farið aftur frá þvf ráðstefnan var haldin Samgöngumál hafa verið mikið til umræðu undanfarið og hafa Eyjamenn átt í vök að verjast, en það er athyglisvert að fyrir um ári var bókað á ráðstefnunni að efla þurfi flugrekstur í Eyjum og auka þurfi áhrif á ferðatíðni og verðlag. Varðandi sam- göngur á sjó var sagt að starfrækja þurfi loftpúðaskip með Herjólfi þar til göngin koma. I dag eru flugsam- göngur búnar að vera mikið í umræðunni og má Ijóst vera að flugrekstur hefur ekki verið efldur og ekki hafa fargjöldin lækkað. Fyrir um ári voru uppi umræður um að fá loft- púðaskip og voiu um tíma tveir hópar að skoða þessi mál, en ekkert hefur heyrst frá þeim lengi og virðist loftpúðaskip ekki lengur spennandi kostur. Samgöngumál í Vestmannaeyjum eru í uppnámi og síðan ráðstefnan var haldin hafa Eyjamenn misst forræði yfir Herjólfi og sterkasti bakhjarl ferðaþjónustunnar fárinn frá Eyjum, Flugleiðir. Miðbæjannálin á réttri leið? Helstu atriði sem hópur er fjallaði um frítíma og fjölskyldu vildi koma að var að konta þyrfti upp fjölskyldu- garði, gera miðbæinn skemmtilegri, koma upp fjölskylduvænum veitinga- stað eða kaffihúsi og bæta aðstöðuna í íþróttahúsinu. Nú má segja að töluvert hafi verið gert varðandi miðbæinn undanfama mánuði, ffamkvæmdir við Stakkó þó þeim sé ekki að fullu lokið enn og nú er verið að vinna að endurbótum á Bárugötu. Nýtt íþrótta- hús er að rísa og verður tekið í notkun fyrir áramót. Menningarhús nauðsynlegt Menntunarmál voru vitaskuld ofarlega í huga fólks á ráðstefnunni og í hóp sem fjallaði um málefnið var sérstak- lega tekið fram að stuðningur til innra starfs í skólunum þurfi að vera góður og fjölskyldan hittist í hádeginu. Efla þarf fjarnám og aðstöðu til að leggja stund á það og að framhaldsmenntun þurfi að vera fjölbreytt og í nánunt tengslum við atvinnulífið. Mannlíf og menning var heiti á einum hópnum sem benti á mikilvægi þess að upp þurfi að koma menn- ingarhús sem hefur að geyma t.d. söfnin, leikhús og tónleikasal. Vinnu- og listasmiðja svipað því sem þekkist á Akureyri, keilusalur, leiktækjasalur og skautahöll voru einnig nefnd. Aðgangur að fjölmiðlum var ungu fólki hugleikinn, og hugmynd um að komast 1-3 klst í Útvarp Suðurlands á mánuði og aukna blaðaútgáfu þar sem ungir sem aldnir kæmu að verki. Vantar öflugan íþróttafulltrúa í íþróttahópnum komu fram nokkur athyglisverð atriði, t.a.m. að efia þurfi stjórn Iþróttabandalags Vestmanna- eyja, ráða þurfi öflugan íþróttafulltrúa, móta þurfi stefnu sent greinamar vinna eftir og samræma markmið bæjaryfirvalda, bæjarbúa og fþrótta- hreyfingar. Stefna á að gera Vest- mannaeyjar að íþróttaparadís, sumar- búðir, æfingabúðir með markvissri markaðssetningu, stuðla eigi að því að hlúa betur að afreksmönnum og gera þeim kleift að stunda sína íþrótt í heimabyggð, t.d. með námsstyrkjum. Ennfremur kom upp sú hugmynd að halda landsmót UMFÍ hér árið 2010. Erlingur Richardsson. þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, lagði áherslu á hugmyndina um íþrótta- fulltrúa í umræðuþættinum Fréttaljós sl. föstudagskvöld og sagði hann að hann ætlaðist til þess að bærinn réði öflugan íþróttafulltrúa og tók sem dæmi hvemig Grafarvogur hefur tekið á sínum málum. en þar er einn aðili yfir íþróttamálum sem markar heild- arstefnu og hefur það komið vel út. Sigbjöm Oskarsson þjálfari karla- liðs ÍBV benti á í sama þætti að tilkoma íþróttahússins ætti eftir að gjörbreyta öllu varðandi þjálfun yngri krakka, nú væm tímar í iþróttahúsinu bæði stuttir og á óhentugum tíma, t.a.m. væm 10-12 ára krakkar oft að æfa seint á kvöldin en með tilkomu nýs íþróttasalar væri hægt að vera með æfingatíma á skynsamlegri tímum fyrir krakkana auk þess sem æfingar yrðu væntanlega lengdar í kjölfarið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.