Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur I. nóvember 2001
Arsenal myndin Fever Pitch í uppáhaldi
Um síðustu helgi var hin árlega bjórhátíð Mánabars, hátíð sem
þeir kjósa að kalla „minnstu bjórhátíð í heimi“, en þá er
sófasettunum sem alla jafna eru á staðnum komið fyrir ígeymslu
og langborð og bekkir koma í staðinn. Þá er ölið afgreitt í
lítrakönnum og gítarleikarar á svæðinu. Oft myndast stórgóð
stemning og líklega hefur bjórhátíðin aldrei verið eins vel sótt og
um helgina. Annar eigandi staðarins er Tryggvi Már
Sæmundsson og er hann Eyjamaður vikunnar að
þessu sinni.
Fullt nafn? Tryggvi Már Sæmundsson
Fæðingardagur og ár? 26. apríl 1976
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar
Fjölskylda? Ógiftur og barnlaus
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég
ætlaði í lögguna
Hvernig bíl vildir þú helst eiga? BMW eða Benz
Hver er þinn helsti kostur? Þetta læt ég aðra
dæma um
Hvaða eiginieika vildir þú helst vera án? Á það til
að vera óþolinmóður
Uppáhaldsmatur? Hamborgarahryggur og
nautasteik
Versti matur? Saltkjöt og baunir
Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi?
Vinunum upp í bústað
Aðaláhugamál? íþróttir
Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? Hvergi,
mér líður best í Eyjum.
Uppáhalds íþróttamaður eða íþróttafélag? ÍBV og Arsenal
Stundar þú einhverja íþrótt? Já, glasalyftingar
Ertu hjátrúarfullur: Nei
Uppáhalds sjónvarpsefni? íþróttirnar eru númereitt
Besta bíómynd sem þú hefur séð? Arsenal myndin Fever pitch
Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Glaðværð og góður
húmor
Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Húmorsleysi og
óheiðarleiki
Hvernig tókst bjórhátíðin um helgina? Hún tókst mjög vel, góð
mæting og mikið stuð
Hvaðan komu búningarnir ? Hugmyndin kom frá Ásdísi hans
Fúsa, um að við myndum klæðast týrolabúningum. Selma
Ragnars sá svo um að sauma þá.
Fleiri uppákomur væntanlegar á Mánabar? Nei, ekki í bráð að
minnsta kosti enda gefum við okkur út fyrir að vera eini spjallfæri
barinn á eyjunni.
Eitthvað að lokum? Ég þakka eyjamönnum fyrir góða
bjórhátíðarhelgi.
Tryggvi Már Sæmundsson er
Eyjamaður vikunnar
Matgæðinaur vikunnar er Bragi I. Ólafsson
Piparostapottréttur
Þuð kom mér í opna skjöldu að vem tilnejhdur matgœðingur vikunnar. Ekki stqfur um þaö í Fréttum
þann 25. okt sl. Hartmann er sagður hafa minnst á mig, en blaðamaðurinn gleymt að koma því til skila.
Ég er ekki liðtœkur við matargerð en góður við uppvaskið.
Hér kemur góður pottréttur:
Piparostapottréttur
500 gr. nautakjöt
2 stk. paprikur
300 gr sveppir
l stk. piparostur
I peli rjómi
Skerið grænmetið í bita og steikið á pönnu, skerið
kjötið í mjög smáa bita og steikið á pönnu. Bræðið
piparostinn í potti og bætið rjómanum smám saman út
í og búið til sósu. Setjið kjötið og grænmetið út í
sósuna og látið malla í 15 mín. Berið f'ram með
hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
í eftiirétt væri ekki úr vegi að bjóða uppá Emmess ís
Hér kemur uppskrift að íssósu:
Unaðsleg íssósa
4 stk. mars súkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði
3 dl. rjóma
Setjið allt í pott og hitið við vægan hita í um 30
mínútur. Hrærið með þeytara eins og þörf krefur.
Verði ykkur að góðu
Þar sem gæsaveiðitímabilið er nú á enda væri ekki
úr vegi að fá góða skyttu til að mæta til næsta leiks.
Ég tiinefni Jóhann Heiðmundsson. Hann liefur
verið iðinn við yfirsetu á gæsaslóðum og ætti því að
hafa góða uppskrift fyrir villibráð.
Á döfinni 4*
Nóvember
I. Félagsfundur Verðanda í Básum kl. 20.00. Grétar Mar mætir á fundinn.
I. Bíáið kl. 21.00 A Knight's tale
3. Papar 15 ára, stórdansleikur í Höllinni
7. Opinn fundur Hafrannsáknarstofnunar um hafrannsáknir og fiskveiðiráðgjöf í
Höllinni kl. 20.00
9. ÍBV-Pár Ak. I. deild korla kl. 20.00
10. ÍBV-Stjarnan I. deild kvenna kl. 16.00
10. Konukvöld á vegum kvennahandboltans í Alþýðuhúsinu
10. HerrakvöldGV
13. Fundur um samgöngumál í Höllinni kl. 16.30
14. IBV-Valur í SS -bikarkeppni kvenna
17. Minningartónleikar um Oddgeir Kristjánsson í Höllinni kl. 16.00
23. ÍBV-Grátta/KR I. deild karla kl. 20.00
28. Líknarkaffið í Höllinni frá kl. 15.00
30. ÍBV-Valurl.deildkarlakl. 20.00
Desember
!. Hátíðardagskrá í Höllinni vegna 100 ára afmælis ísfélagsins
7. ÍBV-Valur 1. deild kvenna kl. 20.00
Fréttaliós
Föstudagskvöld kl. 21.00 Endursýnt sunnudag kl. 18.00
.. .fetiframar
FJ Ö LSÝN
Efni þáttarins:
Ungt fólk í spjalli við Ómar
Garðarson um helstu
málefni október mánaðar