Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 11
Fréttir
11
Fimmtudagur 1. nóvember 2001
ekki aðgang að sömu lyfjum og
sjúklingar á Vesturlöndum en það eitt
að fá að borða styrkir ónæmiskerfið
auk þess sem verið er að gera tilraunir
með ýmis vrtamín,“ segir hún einnig.
Margt kom á óvart í Afríku
Bergrún og Vigdís og fimm önnur
héldu til Zimbabwe þann 17. apríl og
var lagt upp frá Billund í Danmörku
þaðan sem fiogið var til Amsterdam.
Næsti viðkomustaður var Nairóbf í
Kenía en það lá leiðin til Harare.
„Þjóðhátíðardagur landsins er 18. apríl
en þann dag fyrir 21 ári fékk Ródesía,
sem í dag nefnist Zimbabwe, sjálf-
stæði frá Bretunr. Það var búist við
miklum óeirðum þennan dag og því
var stór hópur frá samtökunum sem
tók á móti okkur," segir Vigdís.
En hvað var það sem kom þeim
mest á óvart þegar þau komu til
landsins? Bergrún var fljót til svars.
„Það var hvað fiottur fiugvöllurinn er.
Það kom okkur mikið á óvart því við
áttum ekki von á nýtískulegum flug-
velli eins flugvöllurinn í Harare er.
Það kom líka í Ijós að hann hafði verið
vígður þann 12. apríl, viku áður en við
komum.“
„Það kom okkur líka á óvart hvað
Harare er stór, falleg og nútímaleg. Þar
em stræti og torg, háhýsi, stórar bygg-
ingar og litlar og mikil umferð og
fiottir bílar. Það var ekkert sem minnti
okkur á að við værum í Afríku nema
að við sátum aftan á pallbíl sem var í
sjálfu sér mjög spennandi,“ sagði
Vigdís.
En umhverfið var fljótt að breytast
þegar komið var út fyrir borgina. „Þá
var ekki um að viliast. Við vorum
konrin til Afríku. Fyrst fórum við í
einn af skólunum sem samtökin reka
þarna og þá sáunr við hina raun-
vemlegu Afríku. Strákofar um allt og
konur og böm með byrðar á höfði
sprangandi á milli þeirra,“ segir
Bergrún.
Deildu kjörurn með þeim
verst settu
Fyrstu nóttina sváfu þau í Frontline
Institute, sem er skóli þar sem nem-
endur frá allri Afríku koma og sækja
stjómunamámskeið. „Daginn eftir
fómm við til þorpsins Nyava sem er
einskonar úthverfi frá bænum Bind-
úra. I Nyava, þar sem við bjuggum
fyrstu vikumar, var ekki rafmagn eða
rennandi vatn og klósettið var hola úti
í garði,“ segir Vigdís. „Það var lika
eldað yfir opnum eldi,“ bætir Bergrún
við.
Þær komu til Nyava að kvöldi til
þannig að þær höfðu aðstöðu til að
koma sér almennilega fyrir. Moskító-
net er algjört skilyrði því í gegn um
það kemst ekkert kvikindi. „Við höfð-
unt enga möguleika á að hengja netin
upp og lögðum þau yfir okkur sem var
ekki mjög þægilegt en þama var allt
fullt af kóngulóm og fleiri kvikindum.
Dýralífinu má lýsa þannig að fiug-
urnar séu eins og fuglar, kóngulær
eins og rottur og rottumar eins og
kettir," segir Bergrún. „Þama urðum
við fyrst fyrir alvarlegu menningar-
sjokki. Þetta voru verri aðstæður en
nokkurt okkar hefði getað órað fyrir.
Við bjuggum við nákvæmlega sömu
skilyrði og innfæddir og ég get svarið
að dýravemdarsamtök á Islandi og
Danmörku hefðu ekki tekið í mál að
dýr yrðu látin lifa við þessar aðstæð-
ur,“ segir Vigdís.
„Eina nóttina var ég á leið á kló-
settið, eða réttara sagt holuna, nteð
kerti sem var eina ljósið sem þama var
að hafa. Þegar ég sá tólf kóngulær
koma skríðandi upp úr henni féllust
mér hendur og ég sneri við,“ segir
Bergrún.
Fáfræði og fátækt
Fyrstu vikurnar fóm í að kynnast að-
stæðum, fólkinu og að venjast breyt-
ingum sem vom eins miklar og hægt
er að hugsa sér, að koma úr vemduðu
samfélagi Norðurlandanna til Afríku
þar sem kjömm var deilt með þeim
sem verst vom settir. „Þessa fyrstu
daga komu yfirmenn okkar og lýstu
fyrir okkur verkefnunum sem við
áttum að taka að okkur. Eg og strákur
frá Tékklandi sem heitir Franta
fengum það verkefni að koma upp
veitingastöðum þar sem átti að selja
rétti úr soja," segir Vigdís og heldur
fræðin sé líka mikil. Sumir halda að
alnæmi smitist ef fólk borðar af sama
diski eða að fólk sýkist vegna þess að
það eigi það skilið. Það hafi gert
eitthvað rangt.
Þær vöndust smárn saman aðstæð-
um og hættu að kippa sér upp við
stórar fiugur og kóngulær. í apríl var
vetur að ganga í garð þannig að hitinn
varð aldrei óbærilegur og stundum var
tókst okkur að koma upp fjómm veit-
ingastöðum. I eldhúsinu var maturinn
eldaður á hlóðum og í veitingasalnum
vom bekkir þar sem fólk borðaði
matinn af diskum en án allra áhalda.
Það var boðið upp á einn rétt á dag en
það kostar mikla vinnu að elda soja
því það er alveg bragðlaust. Því þarf
að krydda það mikið og breyta til á
hverjum degi. Hugmyndin á bak við
þessi veitingahús er að byggja fólkið
upp með mat sem kostar ekki meira en
sá matur sem það er að elda sjálft,“
segir Vigdís.
Hún og Franta þurftu líka að fara
unt og kenna fólkinu að elda soja og
gekk það ágætlega.
Verkefni Bergrúnar
Verkefnið sem Bergrún vann að er
kallað HOPE Humana. Tilgangurinn
er að stöðva útbreiðslu á HIV og
alnæmi. „Það er ótrúlega mikið sem
HOPE nær að koma til leiðar. Það er
reynt að ná til unga fólksins og þess
vegna er farið í skólana og talað við
nemendur. Líka er farið í ung-
mennaklúbba og málin rædd þar.
Einnig reyndum við að fræða fólk sem
er þegar komið með alnæmi. Líka er í
boði eins konar heimhjúkrun fyrir
alnæmissjúklinga sem ekki hafa efni á
að fara á sjúkrahús og því sinna inn-
fæddir sjálfboðaliðar," segir Bergrún.
Hún segir að alnæmið skilji eftir sig
fjölda munaðarleysingja, bæði í sveit-
um, bæjum og í höfuðborginni Harare.
„Hope starfar þar sem fátæktin er mest
og mitt verkefni var að koma upp
félagsmiðstöð og vinna með munaðar-
leysingjum. Þama vann ég með
Beauty, sem er stelpa frá Zimbabwe
og við kynntumst í skólanum í
Danmörku.
Við urðunt að finna hús og útvega
peninga og fékkst styrkur til eins árs
frá CIDA, Canadian Intematinoal
Development Agent," segir Bergrún.
Hún segir að allt taki miklu lengri
tíma en þær eigi að venjast, bæði á
Islandi og Danmörku. „Við byrjuðum
á að kynna okkur fyrir bæjarstjóranum
í Nyava og skólastjórunum í bænum.
KONUR í Zimbabwe bera hitann og þungann af daglegu anistri á
meðan karlarnir sitja á bjórholununi.
Woæ
Yíi ii
ÞORPIÐ Nyava, þar sem Bergrún og Vigdís bjuggu fyrst eftir að þær komu til Zimbabvve.
áfram. „Daginn eftir að við komum til
Nyava kont einn af leiðtogunum.
Tonderai heitir hann. Hann sótti mig
og fór með mig í langa göngu. Við
löbbuðum og löbbuðum í hitanum þar
til við komum á hans svæði. Þar heim-
sóttum við fólk og hann talaði um
hættuna á alnæmi við það. Það var
áhugavert að sjá hvemig fólk tók
þessu en það er mjög fátækt og illa
sett. A þessu svæði heitir tungumálið
Shona þannig að ég skildi ekki neitt en
Tonderai þýddi fyrir mig það sem
jDeim fórá milli. Surnir tóku okkur illa
en aðrir vom velviljaðri og vildu fræð-
ast um alnæmið. Málið var líka að fá
fólk til að fara í skoðun en það gekk
frekar illa.“
Bergrún og Vigdís segja að fá-
allt að því kalt á nóttunni. Sumrin geta
orðið erfiðari því þá er bæði heitt og
í-akt og regntíminn stendur yfir hásum-
arið. Þá er mikil hætta á malaríu sem
þær sluppu alveg við. Þær veiktust
heldur ekki þrátt fyrir nokkur skor-
dýrabit.
Verkefni Vigdísar
Vigdís og Franta vissu lítið hvað þau
voru að fara út í þegar þeim var falið
að koma upp sojaveitingastöðum.
„Það þýddi ekkert að gefast upp og
byrjuðum við á að finna hús sem gætu
hentað undir starfsemina. Þegar við
höfðum valið hús varð að taka saman
hvað vantaði og fá sjálfboðaliða til að
vinna. Með góðri hjálp leiðtoganna
Einnig hittum við mann frá CIDA sem
reyndist okkur mjög vel. Við byrjuð-
urn á að laga húsið sem var alveg í
rúst. Það þurfti að kaupa efni, leggja
rafmagn og vatn. Unga fólkið var
mjög áhugasamt og hjálpaði okkur
mikið enda hlakkaði það til að fá eigin
félagsmiðstöð. Til að gera langa sögu
stutta þá er félagsmiðstöðin komin
upp með rafmagni, vatni, húsgögnum,
bókasafni, sjónvarpi og myndbands-
tæki. Líka er þar aðstaða til náms.
Félagsmiðstöðin er mikill áfangi því
hún er sú fyrsta í Zintbabwe sem
komið er á laggimar í fátækrahverfi
eins og Nyava er.“
Bergrún segir að margt sé við að
eiga í löndurn eins og Zimbabwe og er
atvinnuleysi þar ofarlega á baugi. Hún
segir að hópar á vegunt stjórnmála-
flokkanna gangi um og reyni að lokka
til sín ungt fólk, einkum drengi. Þessir
hópar ráðast síðan á meinta andstæð-
inga sína í pólitíkinni. Spilling er líka
mikil í stjórnmálum og þar ber hæst
Mugabe forseta sem ætlar sér að vinna
næstu kosningar með góðu eða illu þó
að hann sé orðinn 83 ára. Spillingin er
líka í lögreglunni og hemum.
, J>að em samt munaðarleysingjamir
sem erfiðast var að skilja við. Við
reyndum að létta þeim lífið eins og
hægt var. Fara með þá í sund og leiki
og áður en við Vigdís fórum buðum
við tveimur Iitlum bræðrum út að
borða. Þeir vom mjög þakklátir fyrir
hamborgarana sem við gáfum þeim en
hvað verður um þá? Það veit maður
ekki.
I grunnskólanum í Nyava eru um
50 munaðarleysingjar. Við vomm líka
að leita eftir styrkjum fyrir þá og því
höldum við áfram hér í Danmörku,"
sagði Bergrún.
Hjálplegt í allri sinni eymd
Þegar Vigdís er spurð að því hvað hafi
komið henni mest á óvart eftir sex
mánaða dvöl í landinu segir strax að
tíminn hafi verið alltof stuttur. „Það
tók nokkrar vikur að átta sig á hlut-
unum en maður vandist því aldrei
hvað allt gengur hægt þama suður frá.
Maður reyndi að vinna á þeim hraða
sem maður er vanur en það þýddi
ekkert. Það kemur líka á óvart hvað
fólkið er vinalegt og hjálplegt í allri
sinni fátækt og eymd. Það var alltaf
tilbúið að bjóða manni heim og hjálpa
til eins og hægt var. Það er mikill
mismunun milli hvítra og svartra og
svartra karla og kvenna. Þeir hanga á
bjórholunum, en svo kallast bjór-
krámar, á meðan konur og börn vinna
baki brotnu og bera t.d. allt vatn í hús.
Efnahagurinn er í rúst og atvinnuleysi
er geigvænlegt," sagði Vigdís.
Mikið ævintýri
Það leynir sér ekki að Bergrún og
Vigdís hafa upplifað mikið ævintýri.
Þjóðhátíðinni eyddu þær við Viktoríu-
fossana sem em eitt af náttúmundmm
veraldar. Á leiðinni þangað voru þær
rændar og til að komast til baka urðu
þær að selja föt sem þær höfðu með í
ferðalagið. Þær lentu í lögreglunni í
verslun þar sem allir urðu að kasta sér
niður að skipun lögreglumannanna
sem voru vel vopnaðir. Þá hélt
Bergrún að sinn tími væri kominn.
Þær hafa hrifist af afrískri tónlist en
íslensk tónlist hefur ratað til
Zimbabwe. Þannig heyrðu þær lag
með Mezzoforte vikuna sem þær
komu. Vigdís fékk sendan þjóð-
hátíðardiskinn og sló hann í gegn hjá
innfæddum. Vinsælust voru, Lífið er
yndislegt, Meikaðu það Gústi og Úti í
Eyjum með Stuðmönnum.
Þær stöllur stóðu ásamt öðmm hjá
samtökunum að tónleikum til styrktar
munaðarlausum en reyndar varð
gróðinn enginn. Hljómsveitin heitir
Potato and The Band og er sú
vinsælasta í landinu. „En þeir sem
mættu vom ánægðir. Og ekki gekk
þetta þrautalaust fyrir sig því við
urðum að ná í sjálfan Potato á pöbb í
Harare. Annars hefði allt orðið
vitlaust," sagði Vigdís.
I Bindura bjuggu þær með rottum
sem voru á stærð við ketti og höfðu
þær til siðs að banka í vegginn áður en
komið var inn í eldhúsið til að gefa
rottunum tíma til að forða sér. En þrátt
fyrir þetta allt saman sakna þær
fólksins, landsins og hafa jafnvel hug
á að fara aftur til Zimbabwe þegar þær
em búnar að vinna fyrir skuldunum
sem þær sitja uppi með. „Þegar við
fómm frá Zimbabwe fannst okkur við
loks vera tilbúnar til að takast á við
vandamálin sem þar er við að eiga.
Við mundunt því gera ntiklu meira
gagn ef við fæmm aftur," sögðu
Bergrún og Vigdís Lára að lokum.