Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn I. nóvember 2001 Alvarleg líkamsárás: Höfuðkúpubraut mann með byssuskefti -og skaut þremur skotum úr haglabyssu inni í húsi sínu Brennuvargar á ferð Þrisvar var lilkynnt um bruna í vikunni og virðist sem brennu- vargur eða vargar séu á ferð í bænum og er almenningur hvattur til að hafa augun hjá sér varðandi hugsanlega brennuvarga. Lögreglan hefur upplýsingar um að þarna séu ákveðnir einstaklingar á ferð og mun verða fylgst sérstak- lega með ferðum þeirra. Að kvöldi 27. október var tilkynnt um eld í nisli við Græðisbraut 2 og var hurð sem ruslið lá við nokkuð skemmd. Náðu lögreglumenn að slökkva eld- inn og þurfti ekki að kalla út slökkvilið. Um kl. 16:15 þann 30. okt. var kveikt í ónýtri bifreið sem er á plani vestan við Áhaldaleiguna og tókst lögreglu að slökkva þann cld líka. Um kl. 18:40 var aftur kveikl í bifreiðinni og var eldur það mikill í bifreiðinni að kalla þurfti út slökkvilið. Tekist á Týsheimilið Á fundi félagsmálaráðs gerðu formaður félagsmálaráðs og félags- málastjóri grein fyrir niðurstöðum viðræðna við fulltnía ÍBV og fulltrúa Iþróttaráðs um framtíðar- notkun Týsheimilisins. Era uppi hugmyndir hjá bænum að nýta lnisið undir starfsemi tengda félags- og tómstundastarfi barna og unglinga. Fulltrúar íþróttahreyfing- arinnar telja Týsheimilið ekki rúma aðra starfsemi en hennar. Áfram reynslusveitarfélag? Reynslusveitarfélagasamningur Vestmannaeyjabæjar og Félags- málaráðuneytisins rennur út um næstu áramót. Félagsmálastjóri gerði félagsmálaráði grein fyrir hugmyndum Félagsmálaráðuneyt- isins um gerð fimm ára þjón- ustusamnings frá og með næstu áramótum. Félagsmálaráð fól Hönnu Björnsdóltur að taka saman upplýsingar um málafiokkinn og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Vímulaust kaffihús Lögð var fram í félagsmálaráði útskrift úr fundargerð bæjarráðs frá 24. september sl. um vímuefnalaust kaffihús í Vestmannaeyjum. Tómstunda- og forvarnaifulltrúa er falið að afla upplýsinga um starf- semi og reynslu annarra af slíkri starfsemi. Tölvunám fyrir fimm ára I skólamálráði gerði leikskóla- fulltrúi grein fyrir hugmyndum um tölvunám fimm ára bama og hafði hann haft samband við Tölvun. Það kemur fram að Tölvun er tilbúin lil að veita þessa kennslu fyrir 2.CKK),- kr. á mánuði fyrir hvert bam. Leikskólafulltrúa var falið að kanna áhuga foreldra bamanna fýrir málinu og ef af verður, þá verður málið tekið upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Rétt fyrir klukkan sjö á sunnu- dagsmorgun var lögreglan kölluð að einbýlishúsi hér í bæ vegna átaka þar innandyra. Einnig hafði heyrst skothríð innan úr húsinu. Þegar lögreglan kom á vettvang handtóku þeir húsráðandann sem hafði skotið þrisvar úr haglabyssu á veggi hússins, ásamt því að ráðast að gesli og slá hann í höfuðið með Um þessar mundir eru 11-11 verslanirnar 10 ára og verða því í afmælisskapi allan nóvember. Þetta kemur fram í frétt frá félaginu og að því tilefni verða glæsileg tilboð í gangi og kynningar, ásamt ýmislegu sem verður í boði 11-11. Síðast en ekki síst malarkörfur sem verða gefnar í samvinnu við Bylgjuna þar sem Bylgjubíllinn mun heimsækja eina 11- 11 verslun á hverjum virkum degi frá 1.-16. nóvember og afhenda heppnum Harpa VE, Gullberg VE og Guðniundur VE lönduðu um sjö hundruð tonnum af síld hjá ísféiaginu sl. þriðjudag. Unnið er á tólf tíma vöktum í báðum húsum félagsins. Um tuttugu manns vinna við pökk- un og frystingu í „gamla“ Isfélaginu og ellefu manns vinna á síldarvélum í húsi félagsins að Standvegi 102 en þangað mun öll vinnslan flytjast fljótlega þegar ný og fullkomin vinnslulína kemst í gagnið. byssuskeftinu. Maðurinn slasaðist töluvert og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur með alvarlega höfuðáverka. Er hann ekki talinn í lífshættu. Tveir aðrir voru staddir í húsinu er árásin var gerð en sakaði ekki. Að sögn Tryggva Olafssonar rannsóknarlögreglumanns er mál þetta litið mjög alvarlegum augum. „Árás viðskiptavini matarkörfu að upphæð 11.000 eða 111.000 kr. Verslanir 11-11 hafa vaxið og dafnað vel síðustu ár og eru 20 talsins en 13 af þeim eru á höfuborgar- svæðinu. Tvær er á Austurlandi og fimm á Suðurlandi, þar með talin ein í Vestmannaeyjum Verslanir 11-11 er alltaf með heitt á könnunni og býður alla velkomna að líta inn, hafa gaman og gera góð kaup. Sigurður Teitsson, framkvæmda- Kristín Valtýsdóttir og Þórlaug Steingrímsdóttir eru báðar búnar að standa margar sfldarvertíðir. Stína kynntist söltun hér á árum áður og er á því að það hafi verið skemmtilegra í þá gömlu góðu. Nú er síldin fryst, ýmist heil eða í flökun. Þær Stína og Tóta eru sammála um að sfldarvertíðinni fylgi alltaf ákveðin stemmning og oft komi galsi í liðið. Þessi tími brjóti upp hefðbundna vinnu og sfldinni fylgi meiri mannleg samskipti en venjulega. sem þessi fellur undir 218. grein hegningarlaganna sem meiriháttar líkamsárás og er hámarksrefsing 16 ára fangelsi," sagði Tryggvi. Maðurinn sem handlekinn var hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember en var látinn laus í gær. Auk þessarar kæru má búast við að maðurinn verði einnig ákærður fyrir ólöglega notkun skotvopna. stjóri 11-11 búðanna, segisl mjög ánægður með viðtökurnar í Vestmannaeyjum. „Eg vil nota þetta tækifæri til að koma á þakklæti lil Vestmannaeyinga fyrir frábærar við- tökur,“ sagði Sigurður. „Þær hafa verið hreint frábærar á þessu tæpa ári síðan við opnuðum verslunina. Hefur það átt sinn þátt í því hvað 11-11 keðjan hefur náð að vaxa og dafna." Unnið er á tólf tíma vöktum en um níu konur unnu við pökkun en um tfu manns em í tækjunum. Vilborg Þorsteinsdóttir var ein með strákunum þar og sagði að það væri alltaf mjög gaman að vinna í sfldinni. Hún sagði að strákamir hefðu ekkert í sig í tækjunum og var hin hressasta. Hún sagði tólf tíma vaktir svolítið langar en þær væm betri en átta tíma til þess að sinna heimilinu. ÍBV búningum stolið Eitt innbrot var tilkynnt til lögreglu en brotist var inn í Týsheimilið og stolið þaðan búningum. Ekki er vitað hvenær innbrotið átti sér stað en það var einhvemtímann um helgina. Átta nýjum Puma IBV- búningum var stolið og voru fjórir af þeim merktir með auglýsingunni. Móar fuglabú. Það verður að telja líklegt að þarna hafi verið um ung- menni að ræða og því vill lögreglan beina því til foreldra að fylgjast með því hvort böm þeirra hafi samskonar búninga og um ræðir undir höndum sem þau geta ekki skýrt út hvaðan þeir em komnir. Ekið á grindverk og rúður brotnar Tvö skemmdarverk voru tilkynnt lögreglu. Annað átti sér stað fyrir utan Hásteinsveg 48 þar sem bifreið var ekið á grindverk. Þá voru brotnar þrjár rúður í bflskúr að Hásteinsvegi 56a, sem er við göngustíg á milli Hásteinsvegar og Faxastígs. Bæði þessi skemmdar- verk áttu sér stað aðfaranótt 27. okt. og er ekki vitað hverjir voru að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um mannaferðir um þessi svæði aðfaranótt 27. okt. Fjórar líkamsárásir Fjórar líkamsárásir vom tilkynntar og kærðar til lögreglu eftir helgina. Ein átti sér staði í Höllinni, ein á Lundanum og ein fyrir utan heirna- hús. Litlir áverkar urðu á fólki í þessum áverkum og eru málin í rannsókn. Lögreglumaður sem rætt var við var helst á því að fulll tungl hafi verið um helgina og skýri það að einhverju leyti líkamsárásimar. Frá þeirri fjórðu og alvarlegustu er sagt frá efst á blaðsíðunni. Rólegt í umferðinni Einungis átta kæmr lágu fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir sl. viku. Er það lægri kantinum miðað við vikumar á undan og er vonandi vísir að því að ökumenn séu að sjá að sér og fari í aukunum mæli eftir umferðareglum. Einn ökumaður var kærður vegna hraðaksturs, fímm vom kærðir vegna ólöglegrar lagningar og haft var afskipti af tveimur ungmönnum sem vom hjálmlausir við akstur reiðhjóls. Herjólfsbæjarfundur á laugardaginn Á fundi áhugamanna um byggingu Herjólfsbæjar, sem haldinn verður klukkan 12 á hádegi á laugardaginn í Þórsheimilinu, verður fjallað um verkefnið í heild og mörkuð næstu skref. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um verkefnið. Fréttatilkynning. STÍNA segir að sérstök stemmning fylgi alltaf sfldinni. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjutn. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og i Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR i Tíu ára afmæli 11-11 verslananna: Viðskiptavinir fá glaðning -Framkvæmdastjórinn mjög ánægð með viðtökur Eyjamanna Gott síldarskot hjá ísfélaginu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.