Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Blaðsíða 13
Fréttir
13
Fimmtudagur 1. nóvember 2001
Gera ráð fyrir
mönnum til að
Nýtt fiskvinnslufyrirtæki:
15 starfs-
byrja með
JÓN Ólafur Svansson, franileiðslustjóri hins nýja fiskvinnslufyrirtækis.
Nýtt fiskvinnslufyrirtæki, sem þeir
Jón Ólafur Svansson, Sigurjón
Óskarsson, I)aði Pálsson, Björn
Þorgrímsson, og Einar Bjarnason
hafa stofnsett, mun liefja fram-
leiðslu um mánaðamótin janúar og
febrúar.
Jón Ólafur framkvæmdastjóri nýja
fyrirtækisins var tilbúinn í spjall um
það sem stendur fyrir dyrum hjá
fyrirtækinu á næstu nránuðum.
„Allur undirbúningur hefur tekið
lengri tíma en við áttum von á. Stofn-
un fyrirtækis fylgir mikil pappírsvinna
og öll fyrirgreiðsla tekur langan tíma.
Við leituðum fyrst til Islandsbanka og
fengum synjun en þá leituðum við til
Sparisjóðsins sem vann nrjög mark-
visst úr okkar málum og kunnum við
þeirn bestu þakkir fyrir. Aðkoma
Vestmannaeyjabæjar hefur verið mjög
jákvæð og það sem við höfum farið
fram á hafa þeir leyst fljótt og vel."
Um húsnæðið segir Jón Ólafur að
þeir séu búnir að kaupa sig inn í Nöf
ehf. „Fyrirtækið verður staðsett að
Garðavegi 14. Húsnæðið er 1350
fermetrar en þar var áður saltfisk-
vinnsla og saltgeymsla. Jarðhæðin er
um 1000 fermetrar og þar komum við
til með að vera með vinnsluna en
starfsmannaaðstaðan verður uppi,"
segir Jón.
Húsnæðið hefur verið í leigu og það
hefur tekið tíma að rýma það. „Við
höfum notað tímann vel varðandi
skipulag á húsinu og leitað hagstæðra
tilboða í efni, innréttingar, vinnslutæki
og vélar og erum byrjaðir að kaupa
þær. Nú er verið að hreinsa út og
þrífa. Síðan hefst uppbygging á
húsnæðinu þ.e. milliveggir settir upp
og einangraðir. Upp úr áramótum
verða tækin sett upp."
Starfsemin er byggð upp með það í
huga að vinna þorsk og ýsu í fersk
flök til útflutnings og í frystingu. „En
við erum opnir fyrir að vinna aðrar
tegundir ef við sjáum okkur hag í því.
Við áætlum að byrja með fimmtán
starfsmenn þegar við byrjum um
mánaðamótin janúar og febrúar. Við
getum hins vegar bætt við mannskap
síðar en vinnslusalir, tæki og starfs-
mannaaðstaða miðast við þrjátíu til
þrjátíu og fimm manns."
Um öflun hráefnis segir Jón Ólafur
að þeir félagar séu vissir um að það
muni ganga upp. „Við ætlum kaupa
hráefni á fiskmörkuðum, vinna
verktakavinnslu fyrir útgerðir og vera
í beinunr kaupurn á hráefni af útgerð á
föstum verðum."
Um verkaskiptingu milli þeirra
félaga segir Jón Ölafur að hann ásamt
Daða og Birni muni vinna við
fyrirtækið. „Við komum til með að
vinna eins mikið í vinnslunni sjálfir
eins og við getum."
Er ekki spennandi að takast á við
stofnun nýs fyrirtækis? „Eg var átta ár
verkstjóri og framleiðslustjóri hjá
Fiskiðjunni og fór í Fiskvinnslu-
skólann 1974 til 1977 og útskrifaðist
sem fisktæknir. Eg hóf störf hjá
Hraðfrystistöðinni 1982, sem síðar
varð Isfélagið. Samhliða vinnu þar
tók ég eitt og hálft ár í sjávarútvegs-
fræðum við Háskóla Islands árin 1993
og 1994. Það nám var sniðið að fólki
í sambærilegum störfum og ég var í.
Ég get ekki neitað því að það hefur
oft blundað í mér að breyta til og ég
var á tímabili að hugsa um að söðla
uni fara og vinna í tengslum við
sjávarútveg erlendis. En mér líður best
hér í Eyjum og hér vil ég vera. Það er
spennandi að takast á við ný verkefni
og vonandi nýtist reynsla mín og
menntun í fyrirtækinu. Við sem
stöndum að þessu nýja fyrirtæju emm
tilbúnir til þess að leggja okkur alla í
þetta," sagði Jón Ólafur að lokum.
Jóhanna María Einarsdóttir Kaupþingi skrifar:
Lífleg velta á skuldabréfamarkaði
Aukning hefur verið á útlánum vegna íbúðakaupa til
byggingaraðila sem mun líklega leiða til aukins
framboðs á húsnæði en Þjóðhagsstofnun spáir nærri
óbreyttum kaupmætti almennings á næsta ári sem
ætti að letja menn til fasteignakaupa, en almennur
samdráttur í hagkerfinu ætti einnig að hafa letjandi
áhrif á fasteignamai'kaðinn.
Velta á
skuldabréfa-
mai'kaði
hefur verið
lífleg það
sem af er ári
en ávöxt-
unarkrafa lór
lækkandi
framan af
enda vænt-
ingar um
vaxtalækkun.
I kjölfar tilkynningar um aðgerðir
ríkisstjómarinnar í skattamálum mátti
hins vegar greina nokkra varkárni
meðal fjárfesta og hefur ávöxtun-
arkrafa helstu flokka gengið að
einhverju leyti til baka.
Almennt er þó gert ráð fyrir að
ávöxtunarkrafa flestra skuldabréfa-
flokka lækki á næstu mánuðum og
síðari hluti ársins ætti að geta orðið
góður á skuldabréfamarkaði, sér í lagi
hvað húsbréf varðar. Ef kólnun hag-
kerfisins verður hröð má ætla að til
vaxtalækkunar geti komið á næstu
mánuðum.
Ástand á vinnumarkaði hefur þó
mikið að segja og framvinda næstu
mánaða skiptir sköpum hvað varðar
endurskoðun kjarasamninga í febrúar.
Hins vegar á útgáfa spaiiskírteina eftir
að aukast sem gerir það að verkunr að
þau em ekki lengur jafn fýsilegur
kostur og þau vom í vor. Þessa væntu
aukningu má skýra með því að
lánsijáijöfnuður ríkisins var nei-
kvæður um 8,2 milljarða króna og er
hann 17,2 milljörðum lakari en í fyrra.
Þessar tölur eru enn ein vísbendingin
um að verulega sé tekið að hægja á
hagkerfinu. Minnkandi eftirspurn
mun óhjákvæmilega koma fram í
lakari afkomu ríkissjóðs með minnk-
andi tekjum.
Samdráttur í útgáfu húsbréfa hefur
verið minni en vonast var til í byrjun
árs, þar sem útgáfan jókst yfir sumar-
mánuðina frá sama tíma og í fyrra og
hækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa í
kjölfarið. Gert er ráð yfir að útgáfan
eigi eftir að vera mikil í september
vegna kerfisbreytinga á fasteigna-
markaði en samt sem áður er gert ráð
fyrir að draga muni úr útgáfunni seinni
hluta árs og að sú þróun eigi eftir að
halda áfram fram á næsta ár. Aukning
hefur verið á útlánum vegna íbúða-
kaupa til byggingaraðila sem mun
líklega leiða til aukins framboðs á
húsnæði en Þjóðhagsstofnun spáir
nærri óbreyttum kaupmætti almenn-
ings á næsta ári sem ætti að letja menn
til fasteignakaupa, en almennur sam-
dráttur í hagkerfinu ætti einnig að hafa
letjandi áhrif á fasteignamarkaðinn.
Almennt ætti seinni hluti ársins að
verða skuldabréfum hagstæður,
sérstaklega hvað húsbréf varðat' og
mælir Greiningadeild Kaupþings hf.
með BH37. Fyrir þá sem vilja taka
áhættu og vilja hagnast á skamm-
tímasveiflum má benda á að mjög góð
kaup geta verið í ríkisbréfaflokkunum.
Jóhanna María.
Spurt er.........
Hvenær
flaugst þú
síðast milli
lands og
Eyja?
Fiutningar hafa aukist með
Herjólfi en að sama skapi hefur
flugfarþegum fækkað.
Sigurfinnur Sigurfinnsson
teiknikennari
-Eg fiaug síðast um
nriðjan ágúst með
Flugfélagi Islands.
Kagnar Baldvinsson verkstjóri í
Áhaldahúsinu
-Það er orðið Ijandi
langt síðan, ætli það
séu ekki um þrjú ár.
Eiríkur Sæland kaupmaður
-Það var einhvern
tíma í fyrra.
Stefán Jónasson verkstjóri hjá
Bæjarveitum Vm.
-Það eru einhver ár
síðan. Nota lítið
flug, tek yfirleitt
bílinn með mér
suður.
Viðar Einarsson niálari 1
-Það eru tvær vikur
síðan en þá fiaug ég
með Islandsflugi.
Tómas Pálsson íslandsbanka
-Það er bara svo
langt síðan að ég
man það ekki.
Guðmundur Pálsson bifvélavirki
-Flaug á Bakka á
september en hef
ekki fiogið til
Reykjavíkur í lang-
an tíma.