Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Qupperneq 9
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Fréttir
9
^ ^ ^ I HERJOLFI
Laugardaginn l.febrúar
Skipið opnar kl. 19.00 og hefst skemmtun 19.30
Vínkynning og ýmis skemmtiatriði s.s.
íris Guðmunds og Sigmundur Einars
Heiðursgestur er sr. Hjálmar Jónsson
Dómskirkjuprestur, hagyrðingur og
fyrrverandi Alþingismaður
Matseðill: Steikar og sjávarréttarhlaðborð
ístertuhlaðborð í desert
Miðaverð aðeins kr. 3.300,-
Miðapantanir og sala hjá Magga Braga og Viktori Rakara
Bæjarstjórnarfundur
Almennur fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja
kl. 18.00 í dag í Listaskólanum við Vesturveg.
Bæjarstjóri
„Fegrun bæjarins“
Vestmannaeyjabær hefur farið af stað með sérsakt verkefni
sem nefnist „Fegrun bæjarins.“ Óskað er eftir ábendingum um
svæði þar sem taka þarf til hendinni og einnig er óskað eftir
hugmyndum sem geta komið að framkvæmd verkefnisins.
Fyrirtæki og verslanir eru hvött til samstarfs með kynningum,
afsláttarkjörum o.fl.
Hugmyndum skal skila sem fyrst á garðyrkjudeild
Vestmannaeyja, Áhaldahúsinu (gardyrkja@vestmannaeyjar.is)^
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Páll Ásmun
starfsmaður garðyrkjudeildar gsm. 698-9002.
Tveir sóttu um starf
á Sjúkrahúsinu
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
auglýsti eftir starfskrafti í býtibúr
og ræstingu á sjúkrasviði í síðustu
viku. Tveir höfðu sótt um starfið í
gær að sögn Önnu Ólafsdóttur
ræstingarstjóra. Vekur það óneit-
anlega athvgli þar sem um hundrað
og fimmtíu manns eru á atvinnu-
leysisskrá.
Þess ber að geta að um tímabundið
starf er að ræða eða frá 1. febrúar til 1.
maí. Vilborg Þorsteinsdóttir, sem
hefur verið ráðin til að vinna að úr-
ræðum gegn atvinnuleysi, var mjög
undrandi þegar hún heyrði að um-
sækjendur væru einungis tveir. Hún
telur helstu skýringuna vera þá að fólk
reikni með svo mörgum umsækj-
endum að það þýði ekki að sækja um.
„Ég vil hvetja alla sem vantar vinnu
Þorsteinn Ingi Sigfússon og Páll Marvin Jónsson:
Hvetja menn til
að slíðra sverðin
í þeirri pólitísku baráttu sem er að verða að
lamandi eitri í þjóðlífi Eyjanna
Þeir Þorsteinn Ingi Sigfússon,
prófessor og formaður stjórnar
Samstarfsnefndar Háskóla Islands
og Vestmannaeyja og Páll Marvin
Jónsson, forstöðumaður Rann-
sóknasetursins sendu bæjarráði
bréf í síðustu viku þar sem varað er
við því að gengið verði á Samstarfs-
nefndina, vegna skulda Þróunar-
félagsins, sem einn af eigendum
félagsins.
Rakið er samstarf þessara aðila og
kemur þar fram að aldrei hefur verið
um fjárhagsbindingu að ræða, heldur
var samstarfið fólgið í greiningarvinnu
og að Þróunarfélagið hefði aðgang að
þekkingu innan Háskólans endur-
gjaldslaust. Þeir bentu á að 1998,
þegar þegar Þróunarfélagið skilaði
rekstrarhagnaði, hafi aldrei komið til
tals hjá Samstarfsnefndinni að gera
tilkall til hlutar í þeim hagnaði. I loka-
orðum bréfsins segir svo:
„Ef bæjaryfirvöldum dettur til hugar
að gera fjárhagslegar kröfur til stjómar
Samstarfsnefndarinnar er verið að
kippa rekstrargrundvelli undan Há-
skólasetrinu í Eyjum sem getur haft
mjög alvarlegar afleiðingar sem við
treystum okkur ekki til þess að starfa
við. Munum við væntanlega heQa
ítarlega greiningu á því með hvaða
hætti framlag Rannsóknasetursins
verður metið til fjár með það í huga að
gera gagnkröfu. Við hvetjum til þess
að menn slíðri sverðin f þeirri póli-
tísku baráttu sem einkennir starf í
Vestmannaeyjum og er að verða að
lamandi eitri í þjóðlífi þessa einstaka
staðará íslandi...“
Bæjarráð staðfesti við afgreiðslu
málsins á þriðjudag að ekki verða
gerðar fjárhagslegar kröfur á sam-
starfsnefnd Háskóla Islands og
Vestmannaeyjabæjar. Guðrún Er-
lingsdóttir tekur afstöðu til málsins á
næsta bæjarstjómarfundi sem er í dag
klukkan sex. Hún óskaði eftir að bóka:
„Hlutverk kjörins fulltrúa í bæjar-
stjóm er að tryggja að vel sé farið með
það fé sem rennur í sameiginlega sjóði
bæjarfélagsins. Vegna fyrirliggjandi
bréfs er rétt að taka fram að fulltrúar
minnihlutans hafa ekki aðrar upp-
lýsingar um samstarf eigenda Þró-
unarfélags Vestmannaeyja en fram
kemur í stofnsamningi félagsins sem
finna má á heimasíðu þess. Ef aðrir
samningar eða annað samkomulag
liggur fyrir er nauðsynlegt og mjög
mikilvægt að það verði skýrt frekar og
lagt fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
Það vekur sérstaka eftirtekt að
bréfritarar skuli lýsa því yfir að kröfur
minnihlutans um vandaða meðferð
almannafjár skuli verða að „lamandi
eitri í þjóðlífinu" eins og það er orðað
í erindinu. Minnihlutinn mun áfram
sem hingað til reyna að tryggja að vel
verði farið með almannafé. Abyrgð
bæjarfélagsins vegna skuldbindinga
félagsins verður að vera skýr.“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamól:
Vegagerðinni ber að
afhenda samning
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
kvað upp sinn úrskurð í máli
Vestmannaeyjabæjar gegn Sam-
skipum og Vegagerðinni um ný-
gerðan samning þeirra á milli um
rekstur Herjólfs. Vegagerðin
neitaði að veita bæjarstjórn aðgang
að viðaukasamningnum sem gerður
var 4. október sl. á þeim forsendum
að um verksamning við fyrirtæki í
einkarekstri væri um að ræða og
því taldi stofnunin sig hvorki hafa
heimild né vera það skylt að af-
henda samninginn þriðja aðila.
I úrskurðarorðum nefndarinnar er
vísað í þriðju grein upplýsingalaga en
þar segir: „Stjómvöldum er skylt, sé
þess óskað, að veita almenningi að-
gang að gögnum sem varða tiltekið
mál með þeim takmörkunum sem
greinir í 4. til 6. grein.“
Vegagerðin vildi meina að með þvf
að opinbera samninginn væri verið að
skaða stöðu Samskipa enda mörg
ákvæði samningsins viðskiptalegs
eðlis, m.a. er rætt um einingarverð
fyrir hverja ferð og gefnar upp ein-
greiðslur begna breyttra forsendna frá
upphaflegum verksamningi. Þessar
upplýsingar taldi Vegagerðin óheimilt
að veita og vísaði í 5. grein upplýs-
ingalaga.
I þeirri grein segir: „Oheimilt er að
veita almenningi aðgang að gögnum
er varða mikilvæga tjárhags- og við-
skiptahagsmuni fyrirtækja og annarra
lögaðila_“ Úrskurðamefndin segir
að vissulega megi búast við að almenn
vitneskja um umsamið endurgjald
fyrir jjjónustu geti skaðað sam-
keppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem
taka að sér slík verkefni fyrir ríkið, og
kunni jafnvel að skaða sam-
keppnisstöðu ríkisins sjálfs. Það
sjónarmið verður þó að jafnaði að
víkja fyrir almennum fyrirmælum
upplýsingalaga um upplýsingarétt
almennings. Því verður ekki talið að
Vegagerðin hafi sýnt fram á að halda
beri þeim upplýsingum leyndum fyrir
almenningi sem fram koma í við-
aukasamningnum. Þó undanskilur
úrskurðamefndin þær upplýsingar
sem fram koma í ákvæði til bráða-
birgða við samninginn.
V-listinn ólyktar um Þróunarfélagið:
Fagna rannsókn
félagsmálaráðuneytisins
Vestmannaeyjalistinn ályktaði unt
málefni Þróunarfélags Vestmanna-
eyja á mánudaginn. Þar er sú
staða, sem málefni félagsins eru
komin í, undir forystu Guðjóns
Hjörleifssonar, hörmuð.
Þeirri ákvörðun félagsmálaráðu-
neytisins, um að taka málefni fé-
lagsins og reikninga þess til sérstakrar
rannsóknar, fagnað. Einnig fagna þeir
því að ráðuneytið ætlar að skoða
nýlega ákvörðun meirihluta bæjar-
stjómar um að gera bæjarsjóð ábyrgan
fyrir tugmilljóna lántökum félagsins,
auk annarra ábyrgða sem bæjarsjóður
hefur áður tekist á herðar vegna
félagsins.
í ályktuninni kemur fram að afar
brýnt sé, að tilurð reikninga félagsins
fyrir árið 2001 verði skýrð til hlítar í
ljósi þess að bókhald félagsins var
ekki til staðar. Þá verði að skýra
sérstaklega hvað varð um þær kr.
6.000.000,- sem afhentar voru
Skúlason ehf. án þess að nokkur
sjáanleg verðmæti kæmu í staðinn.
Með hliðsjón af því alvarlega
atvinnuástandi sem hér ríkir, telur
fundur Vestmannaeyjalistans afar
mikilvægt að málefni félagsins komist
á hreint hið fyrsta.
Einnig kemur fram að Vestmanna-
eyjalistinn telur ljóst af bréfum
ráðuneytsins til stjórnar Þróunar-
félagsins, bæjarstjórnar o.fl. að
ráðuneytið hefur ákveðið að taka enn
fleiri atriði til rannsóknar en áður hafði
verið bent á í opinberri umfjöllun um
málefni félagsins. Því telur fundur
Vestmannaeyjalistans rétt að fresta að
sinni beiðni um opinbera rannsókn.