Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 30. janúar 2003 Könnun á vímuefnaneyslu ungs fólks - Hvað segja krakkarnir sjálfir: Auðvelt að redda víni og síg REGLUSAMAR stúlkur: Kolbrún Birna, Margrét Rut og Sólveig Rut eru nemendur í níunda bekk Barnaskólans. Þær drekka hvorki né reykja og segja það vera sammerkt með þeirra vinahóp. Nýverið voru birtar niðurstöður könnunar um vímuefnanotkun ungs fólks í Vestmannaeyjum. Það var Rannsókn og greining ehf. sem gerði rannsóknina fyrir bæjaryfirvöld. Skýrslan greinirfrá niðurstöðum rannsókna í áttunda til tíunda bekk árin 1997 - 2002. Hér er greint frá helstu niðurstöðum og það sem vekur mesta athygli er hve algengt er að krakkar á grunnskólaaldri noti áfengi og hvar þau segjast drekka. 21% aðspurðra sögðust drekka á veitingastöðum í bænum í fyrra og 33% árið áður. Þetta er talsvert yfir landsmeðaltali og er eitt af þeim málum sem Hjálm- fríður Sveinsdóttir skólastjóri Barnaskólans kemur inn á í viðtali hértil hliðar. Hún gerir einnig athugasemd við íþróttahreyfinguna og telur hana ekki standa sig nógu vel í sínum málum. Einnig er komið inn á fíkniefnaneyslu en samkvæmt könnuninni hefur dregið jafnt og þétt úr neyslu ólöglegra efna í grunnskólunum undanfarin ár og talsvert meira en gengur og gerist annars staðar. Jón Pétursson sálfræðingur segir þó að ýmis teikn séu á lofti í dag um að þessi þróun sé á leið til verri vegar. Hann segist hafa miklar áhyggjur af æskulýðsmálum hér og vill að umræðan snúist upp í hvernig hægt sé að auka forvarnir, en ekki hverjum sé um að kenna. Einnig er rætt við þrjár stúlkur úr níunda bekk sem hafa sínar skoðanir á vímuefnum og tóbaki. Þær Sólveig Rut Magnúsdóttir, Margrét Rut Halldórsdóttir og Kolbrún Birna Ebenezardóttir eru nemendur í níunda bekk Barna- skólans. Þær drekka hvorki né reykja og segja það vera samnierkt með þeirra vinahóp. Þær sögðu svolítið um drykkju krukka á þeirra aldri en þó ekki í þeirra bekk. Þau eru þrettán ára og aðeins einn af þeim drekkur áfengi. Þau segja langalgengast að drykkjan sé í heima- húsum og á 16 ára böllum. „Það er rosalega auðvelt að redda sér víni, eldri vinir redda krökkunum sem og eldri systkini." Þær sögðust ekki halda að það væri mikið um að foreldrar kaupi fyrir krakkana. „Þetta er ömgglega oft mik- ill hópþrýstingur, bæði með drykkju og reykingar," sögðu þær og voru sammála um að vinahópurinn skipti miklu varðandi hvert leið krakkanna liggur. „Það er samt ekki mikið um reyk- ingar. Það var t.d. alltaf skúr fyrir utan Bamaskólann þar sem krakkamir gátu reykt en nú er búið að loka honurn. Hann var reyndar eyðilagður, ég held að það hafi verið kveikt í sófasetti inni í honum, maður sér ekki mikið af krökkum að reykja í eða við skólann,“ sagði Sólveig Rul. Gular tennur ekki spennandi Nýverið var lögum um tóbak breytt þannig að aldurstakmarkið er átján ár og eins er bannað að hafa tóbak sýni- legt til sölu. Þær segja þetta engu breyta varðandi aðgang að tóbaki fyrir krakkana. „Þetta er alveg eins og með vínið, ef þau vilja reykja þá redda þau sér." Margrét Rut bætti við að henni fyndist að það ætti að banna reykingar á veitingastöðum og í sjoppum. „Þær eru krabbameinsvaldandi og það á bara að selja tóbak hjá ÁTVR," bætti Kolbrún Bima við og vom þær á einu máli um það. Þær sögðu það al- gengara að stelpur reyktu og líklega Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri: Slær mig mest hvar krakkarnir eru að drekka -ÞETTA er lítið samfélag og árgangarnir ekki mannmargir þannig að einn vinahópur í óreglu eykur hlutfallið mikið og þetta hefur nú verið svoleiðis undanfarin ár að mikil breyting er á milli árganga, sagði Hjálmfríður Hjáhnfríður Sveinsdóttir skólast jóri Barnaskólans, var ómyrk í máli þegar rætt var um skýrslu Rann- sóknar og greiningar ehf. um vímuefnanotkun ungs fólks sem félagsmálaráð bæjarins lét gera. „Það sem slær mig mesl er hvar krakkamir virðast drekka," sagði Hjálmfríður og vísaði þar til þess að 21% krakka á aldrinum 14-16 ára virðast komast inn á vínveitingastaði. „Við eigum að geta tekið á þessu máli og ég sé á niðurstöðunum að önnur sveitarfélög hafa verið að taka á því.“ Eins sagði hún það athyglisvert hversu hátt hlutfall segist drekka heima hjá vinum. „Þau virðast ekki drekka mikið heima hjá sér en það læðist að manni sá grunur að það séu einhver ákveðin hús sem þau geta drukkið í.“ Hjálmfríður var einnig óánægð með þá staðreynd að stór hluti unglinga skuli drekka á framhaldsskólaböllum. „Þetta er gjörsamlega óþolandi og eitthvað sem við verðum að taka á. 1 Reykjavík er búið að taka á þessu, þar em framhaldsskólaböllin aldrei um helgar, heldur í miðri viku. Krökk- unum finnst spennandi að komast þama inn og þeir sem halda böllin vilja fá aðgangseyrinn frá þessum krökkum." Hún segir þetta fara mikið eftir árgöngum. „Þetta er lítið samfélag og árgangarnir ekki mannmargir þannig að einn vinahópur í óreglu eykur hlutfallið mikið og þetta hefur nú verið svoleiðis undanfarin ár að mikil breyting er á milli árganga," sagði Hjálmfríður og bætti við að aðrar kannanir hafi sýnt að foreldrar séu frekar linir og séu jafnvel að kaupa fyrir krakkana áfengi. íþróttahreyfingin hluti af vandanum Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu há við emm miðað við landsmeðaltal. „Það er alveg ljóst að við verðum að fara að bretta upp erm- amar og taka á þessum málum. Önnur bæjarfélög hafa verið að gera það með góðum árangri, ég nefni sem dæmi Vestfirðina þar sem íbúamir tóku þessi mál í gegn hjá sér fyrir nokkmm árum, kontu upp vímulausu menn- ingarhúsi fyrir ungt fólk, Apótekinu, og hefur mórallinn hjá ungu fólki þar stórbatnað, óregla hefur minnkað, eins hefur meðaleinkunn á samræmdum prófum hækkað,“ sagði Hjálmfríður og bætti við að íþróttahreyfingin sé einn hluti af vandamálinu. „Þeir þurfa að standa sig betur í þessum málum. t.d. varðandi þjóðhá- tíð, Jónsmessugleði og Skvísusund. Svo er annað í skýrslunni sem ég vil flokka sem íþróttavandamál, það er munntóbaksnotkunin, það virðist bundið við íþróttakrakka og virðist liðið,“ sagði Hjálmfríður og benti á leikmenn og þjálfara í því sambandi sem væru sífellt með í vörinni. „Iþróttahreyfingin verður að marka stefnu í þessunt málunt þannig að það verði ekki liðið, hvorki af leik- mönnum né þjálfurum að nota tóbak eða vímuefni í sambandi við íþróttir, þetta er alveg óþolandi. bæjaryfirvöld eru með þetta í hendi sér, þau eru að leggja mikla peninga í íþróttahreyf- inguna og eiga að geta gert kröfur í þessu sambandi." Varðandi tölur um fíkniefnanotkun, sem er mun minni hér en annars stað- ar, sagði hún það vissulega ánægju- legar fréttir en þó bendi ýmislegt til að þessir hlutir séu hugsanlega í verri far- vegi í dag en fyrir tveimur árum. Hjálmfiíður sagði forvamastarf í skól- anum vera talsvert og þá aðallega í kringum lífsleikni. „Vímuefnanotkun tengist mjög oft lágu sjálfsmati ein- staklingsins og oft er þrýstingur félaganna mikill. Rannsóknir hafa sýnt að krakkamir vita alveg um hættuna sem felst í vímuefnanotkun en engu að síður vilja þau pmfa. Stelpurnar eru í meiri hættu enda em þær að um- gangast oft eldri krakka." Hún sagði að eftir að ný og hert lög um tóbaksvamir hafi tekið gildi hafi skólayfirvöld tekið mun harðar á notkun tóbaks en áður. „Nú getum við verið harðari við krakkana og foreldr- ana í þessum efnum og það er alveg ólíðandi af okkar hálfu að krakkkamir séu með tóbak í skólanum," sagði Hjálmfríður og bætti við að nú þyrftu bæjarbúar að sameinast gegn þessari þróun. „Við emm að boða að það sé svo gott að búa héma og gott að ala upp böm en það gengur nú lítið þegar unglingamenningin er á þessum nót- um,“ sagði Hjálmfríður að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.