Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Side 17
Fimmtudagur 30. janúar 2003 Fréttir 17 BOÐSVEIT Óðins í 4x100 m hlaupi gerði sér lítið fyrir og sló 27 ára gamalt íslandsmet á árinu. Sveitina skipa Berglind Björg, Eyrún Eva, Helga og Kristín Sólveig. GOLFKONUR gerðu það gott í sumar. þurfti Sigurlína að breyta út af venju- legum undirbúningi fyrir mót og m.a. æfa upp dansatriði. Sigurlína endaði í fimmtánda sæti sem hlýtur að teljast ágætis árangur í fyrstu tilraun. Frjálsar Árið 2002 var mjög viðburðaríkt hjá frjálsíþróttafólki Eyjanna og eru nokkrir einstaklingar í þeirra röðum augljóslega komnir í fremstu röð frjálsíþróttamanna landsins í sínum aldursflokkum. Félagið hélt á nokkur mót með sitt fólk auk þess að halda tvö slík hér á malan'ellinum. Á Meistaramóti íslands 15 til 22 ára náði Tryggvi Hjaltason sér í silfur- verðlaun í hástökki en í móti sem ber sama nafn en var haldið síðar náði Birgit R. Becker bronsi í langstökki án atrennu. Tryggvi hélt svo áfram að gera góða hluti og á boðsmóti IR nældi hann sér í gullverðlaun í hástökki í flokki 15-16 ára. Sumarvertíðin hófst svo af krafti í byrjun júní en þá fóru níu keppendur frá Óðni á Bama- og unglingamót fslands en í Óðinn varð stigahæsta fél- agið að móti loknu. Sjö keppendur frá Óðni tóku svo þátt í Gogga galvaska mótinu sem er eins konar íslandsmót krakka 14 ára og yngri. Boðsveit Óðins í 4x100 m hlaupi gerði sér lítið fyrir og sló 27 ára gamalt íslandsmet en tími þeirra var jafnframt sá næstbesti í þeim aldurs- flokki á Norðurlöndunum. Sveitina skipuðu þær Kristín Sólveig Kor- máksdótúr, Helga S. Hartmannsdóttir, Eyrún Eva Eyþórsdóttir og Berglind B. Þorvaldsdóttir. Berglind og Helga lentu svo í íyrsta og öðm sæti í 600 m hlaupi. Ámý Heiðarsdóttir sló ekkert af á síðasta ári og varð hún m.a. íjórfaldur fslandsmeistari á Meistaramóti öld- unga. Árný var svo valin Frjáls- íþróttakona íslands í flokki öldunga á uppskemhátíð FRI. Þau mót sem Óðinn hélt vom Vöruvalsvinamótið þar sem Selfyss- ingar komu í heimsókn og tókst mótið einstaklega vel í ár enda lék veðrið við þátttakendur. Kappamót öldunga var einnig haldið í byrjun júní en þá var veðrið hins vegar mjög slæmt sem setti sinn svip á mótið. Á meistaramóti Vestmannaeyja setti Ámý tvö Vestmannaeyja- og Islandsmet og Bergvin Oddsson lék það einnig eftir í langstökki og 100 m hlaupi. Golf Golfklúbbur Vestmannaeyja komst vel frá nýliðnu ári enda náðist bæði góður árangur á sjálfum vellinum og í rekstri golfklúbbsins. í skýrslu stjóm- ar kom fram að skuldir félagsins hafi lækkað um níu milljónir á árinu sem hljóta að teljast góðar fréttir. Reyndar vom framkvæmdir í lágmarki á síð- asta ári en árið þar á undan voru þær allmiklar enda var húsnæðið þá stækkað. Vandamálin vom mörg sem þurfti að hyggja að, t.d. kom völlurinn ein- staklega illa undan vetri og vom flatimar sérstaklega slakar. Þrátt fyrir það var vallarmetið slegið á fyrsta móti í Golfkortsmótaröðinni sem fram fór á vellinum en þá lék Helgi Dan Steinsson hringinn á 63 höggum sem í ljósi ástands vallarins var einstakt afrek. En þegar á leið sumars tóku flatirnar við sér og var völlurinn eins og hann á að sér að vera mestan hluta sumars. Fjölmörg mót vom haldin á vegum GV, þeirra stærst vom að sjálfsögðu fyrmefnt Golfkortsmót og svo var sveitakeppni karla í 1. deild haldin í Eyjum. Sveit GV hafði unnið sér sæti í 1. deild árið áður og var sveitin sterk en Björgvin Þorsteinsson, lands- þekktur golfari gekk í raðir GV og spilaði með sveitinni. Mótið gekk vel fýrir sig ef frá er talinn síðasti keppnis- dagur þegar blása þurfti keppnina af vegna veðurs en GV endaði í fimmta sæti. Öldungasveitin náði samt sem áður bestum árangri af þeim sveitum klúbbsins sem tóku þátt í sveita- keppnum sumarsins en sveit GV varð íslandsmeistari og unglingasveitin náði einnig góðum árangri eða bronsverðlaunum. Af einstaklingunum bar árangur Júlíusar Hallgrímssonar hæst en hann náði þeim frábæra árangri að enda í öðm sæti á Islandsmeistaramóti í höggleik. Júlíus var í harðri baráttu allt fram á síðustu holu en endaði fjómm höggum á eftir Sigurpáli Geir Sveinssyni en þeir tveir léku á jafnmörgum höggum síðasta daginn. Þá varð Erla Adolfsdóttir íslands- meistari í öldungaflokki kvenna og Karl Haraldsson varð í öðm sæti í íslandsmóti unglinga. Karl var einnig í landsliði Islands í sínum aldursflokki og Sigmar Pálmason sömuleiðis í landsliði öldunga. Á aðalfundi félagsins vom útnefnd- ir efnilegasti og besti golfari ársins en efnilegastur var Örlygur Helgi Gríms- son og sá besti var að sjálfsögðu valinn Júlíus Hallgrímsson. Á næsta ári verður íslandsmeist- aramót í höggleik en það mun fara fram í enda júlí og verður fróðlegt að fylgjast með hvort Júlíus nær jafn- góðum árangri og árið áður. Gera má ráð fyrir að sjónvarpið muni sýna beint frá mótinu einhvern hluta þess, eins og var gert í fyrra og er því mótið líka góð auglýsing fyrir klúbbinn. Körfubolti Körfuboltinn hefur tekið nokkrum breytingum frá því á síðasta tímabili. Þá var liðið gert út frá Reykjavík og spilaði liðið þar af leiðandi enga leiki hér í Eyjum þar sem flestir leikmanna liðsins voru búsettir á svæðinu. Liðið náði hins vegar góðum árangri í 2. deild, komst alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði reyndar fyrir Fjölni 86 - 84 en vann sér engu að síður sæti í 1. deild. IV ákvað hins vegar að fara ekki upp um deild og var ákveðið að gera liðið út að nýju frá Eyjum og byggja liðið á þeim sem þar eru. Það hefur gefist ágætlega í vetur, liðið er í toppbarátunni í sínum riðli í 2. deild og á ágæta möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Yngri flokka starílð hefur blómstr- að með tilkomu nýja íþróttahússins og er boðið upp á þrjá flokka hjá félaginu. Iðkendur eru um 50 og eru tveir flokkar skráðir í Islandsmótið þar sem strákamir hafa tekið miklum framfömm. Motocross Motocross-menn héldu áfram sínu uppbyggingarstarfi frá því að klúbb- urinn var reistur úr öskustónni fyrir tveimur ámm. Eins og alltaf er keppt í tveimur flokkum í íslandsmótinu, A- og B-flokki og áttu Eyjamenn fulltrúa í báðum flokkum. Sigurður B. Richardsson skipti um lið fyrir tímabilið og gekk í raðir KTM-liðsins sem gerði sér lítið fyrir og varð Islandsmeistari í liðakeppni. Eyja- liðið, team Bragginn endaði hins vegar í sjöunda sæti sem er prýðis góður árangur. Eyjamenn halda árlega fyrsta mótið á keppnistímabilinu en það telur til stiga í íslandsmótinu. Þetta mót nýtur mikilla vinsælda hjá vélhjólaknöpum enda aðstæður hér í Eyjum engu líkar. Þá hafa menn líka verið að sækja til Eyja til æfinga yfir vetrarmánuðina en brautin í Eyjum er ein af fáum brautum á landinu sem er nothæf yfir veturinn vegna hitans í hrauninu. Sund Sundiðkenndur á síðasta ári voru svipað margir og árið á undan. Á milli 40 til 50 sundmenn æfa með félaginu í 5 hópum. Nýr þjálfari korn lil liðs við félagið og sér um þjálfun ynstu krakkanna - Díana Jónasdóttir. Fyrir hjá félaginu eru Iouri Zinovev sem sér um þjálfun bama frá 10 ára aldri og svo er Halla Ólafsdóttir sem er með böm 6 til 9 ára. Félagið tók þátt í fjölmörgum mót- um eins og áður. Þar stendur hæst IMÍ, AMÍ, Sprettsundmót ÍBV og Bikarkeppni Sundsambandsins (SSÍ). Á IMI voru 2 keppendur frá IBV og var árangur þeirra góður en þar féllu tvö yestmannaeyjamet. í sumar, á AMI voru líu keppendur búnir að ná lágmörkum og skunduðu á Laugar- vatn. Þar var att kappi við jafnaldra og stóðu stelpumar sig mjög vel, náðu að halda sinni stöðu frá í fympog var æsispennandi keppni á milli IBV og Selfoss þegar að stigatölum kom. Stelpumar bættu líka mörg persónu- leg met. Fyrsta mót sundvertíðarinnar er alltaf Sprettsundmótið í Eyjum og var þátttakan framar öllum vonum. Frá félögum ofan af landi voru um 200 sundmenn því var um mjög stórt mót að ræða. Á mótinu voru sett mörg lágmörk fyrir mót erlendis í velur, tvö íslandsmet voru sett og svo tvö heimsmet. Mótið gekk í alla staði vel og ljóst er að mótið er búið að skipa sér sess meðal vinsælustu móta vertíðarinnar hjá sundfólkinu. Það voru því ánægðir þátttakendur sem fóru heim að móti loknu. Bikarkeppni SSÍ var svo haldin nú í nóvember sl. og var árangurinn ágæt- ur. Félagið náði að halda sinni stöðu í deildinni. Á árinu voru sett 10 ný Vestmannaeyjamet. ÞESSIR ungu fimleikamenn vöktu athygli þegar nýja íþróttahúsið var vígt. MILLI40 og 50 æfa sund.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.