Harmoníkan - 01.02.1988, Side 5

Harmoníkan - 01.02.1988, Side 5
Hluti hljómsveitar F.H.U.R., í stiga stærstu verslunarmiðstöðvar í Bergen, þar sem leikin voru nokkur lög eftir matarboð ræðismanns Islands, Þorvald- ur Björnsson stjórnandi með sprotann í hendi fyrir miðri mynd, kunnugleg andlit sja'st bakatil. 360 daga á ári. Að vísu rignir mikið þarna um slóðir, á þessum fáu dögum sá maður að regnhlífaeign er mjög al- menn. Þennan dag var farið með okkur í mjög áhugaverða skoðunar- ferð um borgina, m.a. að heimili Edvard Grieg, skoðuðum sædýra- safnið sem er mjög fullkomið, þá komum við í stærstu verslunarmið- stöð í borginni þar sem ræðismaður íslands í Bergen tók á móti okkur, hann bauð öllum í mat og hljómsveit F.H.U.R., launaði boðið með því að Bragi Hlíðberg lék Torna a Sorriento (eigin úts.), Vals scherzo, B. Hlíðberg og Mimieri et scherzo eftir P. Deiro. (Mynd Ingrid Hlíðberg). leika nokkur lög. Auk þessa kom maður frá svæðisútvarpinu til viðtals við John M. og fararstjóra sem út- varpa átti fyrir tónleikana. Laugardagur 31. október Dagur tilhlökkunar, vonar og spennu. Fyrir hádegi ók John M. for- manni F.H.U.R., Jóni Inga Júlíus- syni og fararstjóra niður í Grieghöll, en þar er aðsetur rikisútvarpsins, rás- ar eitt. Stutt viðtal við okkur alla um væntanlega tónleika og harmoníkulíf á íslandi, bein útsending. Um miðjan dag var hljóðprófað, þá sá maður þetta mikla tónleikahús að innan, mjög glæsilegt, en að mín- um dómi nokkuð hrátt sem hugsan- lega má um kenna að allir steinfletir eru ómálaðir. Húsið tekur 1560 manns í sæti, áhorfendabekkir eru í miklum halla svo enginn skyggi á hvern annan, að sögn heimamanna er allur tæknibúnaður mjög vandaður. Tónleikarnir hófust upp úr kl. 18, eftir ávarp John M. sem bauð alla vel- komna. Þá kom borgarstjórinn í Bergen og afhenti hann fulltrúum þeirra landa er komu fram minjagrip (einkennisfána Bergen), þeir voru, f.h. Svía Sixten Wallin, Finnlands Aulis Jauhola, íslands form. F.H.U. R., Jón Ingi Júlíusson og fararstjóra Hilmari Hjartarsyni. Að fjölyrða um tónleikana frá einu atriði til annars yrði of langt mál, en ég hygg að allflestir geti verið á einu máli um að þeir hafi tekist afbragðs vel, og ekki síst hvað varðaði framlag þeirra er komu fram fyrir íslands hönd. Mér varð á að hugsa eftir á, að ef einhver áheyrenda skyldi nú hafa Jakob Yngvason 16 a'ra hélt ró sinni og fimi þrdtt fyrir að900 andlit störðu d hann í einleik í fyrsta sinni d erlendri grund. Hann lék Accordionette eftir Frank Caviani og St. Louis Blues eftir W. C. Handy. (Mynd Ingrid Hlíðberg). efast um hæfni islenskra harmoníku- leikara, þá held ég að eftir þessa tón- leika hljóti sá efi að vera kveðinn í kútinn. Tónleikarnir stóðu klukkutíma lengur en áætlað var, þar af léku ís- lendingar í um45 mínútur. Áhorfend- ur voru um 900 manns, það kom á Stuðlatónar auglýsa Nýkomnar plötur og snældur meö Toralf Tollefsen. Væntanlegar snældur með Kanadíska harmonikuleikaranum LEO AQUINO sem spilar 46 lög á þremur snældum. Útvegum flestarfáanlegar harmonikuplöturfrá Norðurlöndunum, einnig video myndbönd frá Noregi og Svíþjóð m.a. Titanofe- stivalen. Bjóðum WEM harmonikumagnara og Midi búnaö. BORSINI harmonikur þ.á m. nýja gerð af NOSTRALGI byggðri á hönnunsnillingsinsLarsEk. Núlækkarverðið enn. Þáervæntan- leg á markað ROLSTON harmonikan smíðuð af ítölskum snilling- um á skosku verðil!!! STUÐLATÓNAR pósthólf 9009, sími 91-72478 5

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.