Harmoníkan - 01.02.1988, Side 10

Harmoníkan - 01.02.1988, Side 10
Ævintýraleg ferð harmónikkufélags Hveragerðis 2. nóv., 1985 Laugardaginn 2. nóv., 1985 hafði Harmónikkufélag Hveragerðis auglýst dansleik að Kirkjubæjar- klaustri. Mætt var við Tónlistarskól- ann kl. 13 en í þann mund var að falla fyrsti snjór vetrarins, svo að ekki var útlitið glæsilegt en af stað var haldið í rútu með 26 félaga og velunnara inn- anborðs. Eins og við var að búast í slíkum hópi var nikkan í fyrirrúmi. Fljótlega fór nikkan að hljóma og skálað til fararheilla, og ekið í austur- átt með söng og guðaveigum. Fyrsta stopp var á Hvolsvelli. Þar fóru fram hinar hefðbundnu athafnir svo sem að Pzzz, kaupa bland og að ógleymd- um pillanum hans Tedda. Áfram var haldið og áfram snjóaði, og færð þyngdist eftir því sem austar dró en til Víkur komumst við um kl. 16.30, og stoppað í Skálanum i Vík til sömu at- hafna og áður á Hvolsvelli. Nú fór að kárna gamanið, því snjór var enn að þyngjast, þó var lagt af stað og stefnt austur Mýrdalssand. Frekar fórum við þó áfram en afturá- bak, og yfir Sandinn komumst við og í Skaftártungur en þá var pillinn hans Tedda og annað fljótandi farið að síga niður hjá undirrituðum, sem á orðið erfitt með að halda til lengdar gegn straumnum. Varð því að stoppa bílinn í stórhríðinni og hleypa út en þá komst bílstjórinn að því, að bíllinn var mjög vanhæfur til vetraraksturs, sem sé á sléttum dekkjum, og önnur keðjan of stutt, var þá gripið til þess ráðs í stórhríðinni og myrkrinu, að klippa virspotta úr fjárgirðingu, til að binda saman keðjuna, vonandi verð- ur þetta myrkraverk fyrirgefið, þar sem þetta var neyðarúrræði. Til Klausturs komumst við um átta leytið, tók þrjá tíma að aka 80 km. Kvöldverður beið okkar þarna, og lá við að við færum ekki úr bílnum vegna veðurofsa. Það hafðist þó, og matinn fengum við, og höfðum lyst á. Svo fórum við í nýja svefnskála, sem eru mjög góðir allt tveggja manna herbergi með W.C. og baði, þykkum loðnum teppum og fallegum hús- gögnum. Þar næst var haldið í Samkomu- hússins, og ekki lagaðist útlitið, því að kvöldið áður var haldið Slátur- húsaball, og núna stórhríð og rok enda urðu bændur fyrir miklum fjár- skaða, og voru þeir með tiltækum mannskap, að reyna að bjarga fénu eftir bestu getu. Ballið var samt haldið, og komu 60—70 manns auk okkar 26 úr Hvera- gerði, varð þetta hinn besti dansleik- ur, og skemmtu sér allir vel, sem þátt tóku í þessari skemmtun. Daginn eftir var morgunverður framreiddur kl. 11.30, ekki komu þó allir til morgun- verðar, þeirra á meðal minn herberg- isfélagi en ég tók með mér samloku og pilsner handa honum, og þegar hann vaknaði og tók við veitingunum sagði hann með hálflokuð augun „þetta kallar maður nú sörvis“. Það var að vísu hætt að snjóa en áttin orðin norðlæg með kulda og nepju og skafrenningi, kl. 13 var lagt af stað, og gekk nú ferðin vel, þar til kom í brekkurnar á Hrifunesheiði þar voru skaflar, bíllinn komst ekki í gegnum þá, það þurfti að setja keðjur á en bílstjórinn hafði lagfært þær á Klaustri. Þegar komið var vestur á Mýrdals- sand var blinda skafrenningur, ferðin sóttist mjög seint, skyndilega vorum við komnir í heila trossu af bílum, þeir voru fimm með okkur, tvo fólks- bíla varð að skilja eftir en með okkur komu tvær stúlkur úr Hveragerði, með sitt barnið hvor. En var þæft áfram í sama veðri en hægt sóttist ferðin, að lokum komum við i Víkur- skálann eftir 3ja tíma ferð eins og daginn áður. Ekki var björninn unn- inn, því að skarðið fyrir ofan Vík var kolófært, og vegagerðin sem hefur aðsetur í Vík neitaði að ýta, vegna þess að þeim er það bannað á helgi- dögum og í næturvinnu. Það sjá allir hve vitlaust þetta er, og að ekki sé nú talað um, að þetta var fyrsti snjór vetrarins (og sennilega sá síðasti, því að veturinn var mjög snjóléttur). Það skal tekið fram, að þeir ýttu kl. 6 morguninn eftir, og voru búnir kl. 8 eða áður en dagvinna hófst. Þegar við vorum komnir í Skálann leið ekki á löngu, þar til Skálinn fyllt- ist af fólki, þar á meðal full rúta frá Austurleið, sem kom frá Hornafirði. Þar sem fyrirsjáanlegt var, að löng bið væri framundan, þá voru teknar upp nikkurnar, og farið að spila. Ein- hverjum hafði tekist, að styrkja pill- ann, sem var á boðstólum, og kætti það sálir manna. Konsertinn stóð næstum sex klukkustundir en alls varð biðin 7 tímar í Vík. Skömmu áður en biðinni lauk kom fjallarúta, og tók farþega Austurleið- ar, og svo kom önnur fjallarúta að sækja okkur, einnig með drifi á öllum hjólum og keðjur á öllum hjólum, svo var lagt í skarðið upp frá Vík. Svo mikill var snjórinn, að bíllinn varð að aka utan við vegastikurnar, þar sem brekkan var hæst og bröttust, og það verður engu logið, þótt sagt verði að bíllinn hafi farið tommu fyrir tommu, því að vart hreyfðist bíllinn áfram. Að lokum tókst þetta, þegar upp var komið var hægt að taka keðjurnar af, og var þá greiðfær leið heim. Ennþá var spilað og sungið, og mun þessi ferð verða lengi í minnum höfð, og eftir á vildi enginn hafa misst af henni. Gísli H. Brynjólfsson, Hveragerði. 10

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.