Harmoníkan - 01.02.1988, Page 12

Harmoníkan - 01.02.1988, Page 12
Þeim var líka komið fyrir á pallinum en til að verja hljóðfærin, var heyi troðið með þeim og síðan ekið til Reykjavíkur. í Hellubíói er Valdimar hagvanur, því hann lék fyrir dansi þar á gamlárskvöldi samfellt í 20 ár auk þess að spila þar við önnur tækifæri. Eftir að Gunnarshólmi var vígður, þá stærsta félagsheimili á landinu, lék Valdimar þar með hljómsveitinni Blá- stakkar en það var föst hljómsveit hússins. Voru böllin svo vinsæl að fólk gerði sér ferð á þau, allstaðar af landinu, en það hafa verið allmikil ferðalög á þjóðvegum landsins fyrir rúmum 30 árum. Hér hefur verið stiklað á stóru og margt ótalið sem Valdimar hafði frá að segja í stuttu rabbi, en með góðum tíma og í góðu næði hefði efnið getað fyllt heila bók. Valdimar og kona hans, Þuríður Valdimar ,,aðlaður“ í HoUandi. Nikkararnir Valdimar og Garðar Jóhann- esson. Jónatan Ólafsson við píanóið. Fra ferð til Eyja. Ingjaldsdóttir fóru til Hollands í júní s.l. ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Auðvitað tók har- moníkuunnnandinn Valdimar nikk- una með, og má nærri geta að fjörið hafi verið mikið í þeirri ferð. í kastala einum þar sem ferðamenn sátu að borðhaldi, var Valdimar sleginn til ,,riddara“ fyrir spilamennskuna. Strax á eftir léku þeir feðgar, Valdi- mar og Auðunn á harmoníkur, Töfr- andi Tóna við ljóð Kristjönu Valdi- marsdóttur og söng öll fjölskylda með við dynjandi lófaklapp við- staddra. Á eftir léku þeir svo Hol- lenska valsinn góðkunna „Tulips from Amsterdam“ og sungu þá hol- lendingarnir með. Þeir feðgar hafa oft spilað saman því að Auðunn var líka 14 ára þegar hann fór með pabba til að spila á sínum fyrstu böllum, en hann leikur nú með eigin hljómsveit. Þó að Valdimar væri með allri fjöl- skyldunni í Hollandi, þá var það landsmót SÍHU sem dró hann heim til íslands, heilli viku á undan hinum. Þetta má kalla sanna harmoníkuunn- endur. Þökk fyrir lag og ljóð. Frá vinstri — Þuríður Auðunsdóttir, Valdimar Auðunsson og Valdimar Auð- unsson frá Dalseli. 12

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.