Harmoníkan - 01.02.1988, Page 16
Framhald. úr síðasta blaði.
Ransáter
Þarna var líka yngra fólk sem e.t.v.
á eftir að geta sér frægðar, eins og
Henrik Josefsson, 9 ára sem bæði
söng og lék á harmoníku. Að ganga
um svæðið á milli húsvagnana er
ævintýri líkast.
Þar hljómar tónlistin úr öllum átt-
um af ýmsum gerðum, jafnvel heilu
hljómsveitirnar á gangi sem voru oft
2—3 harmoníkur, gítar og gítarbassi
þar sem bassaleikarinn var með pínu-
lítinn bassamagnara sem gengur fyrir
rafhlöðum, hangandi á öxlinni. Þá
mátti heyra í fiðlu á stöku stað, í
nickelhörpu sem er sænskt strengja-
hljóðfæri sem leikið er á með boga,
og meira að segja heyrðist í vibrafón
á einum stað. Snemma á föstudags-
kvöldið var farið í gönguferð um
svæðið og kynntumst við Áke Glim-
hester, en hann er heilinn á bak við
nýju harmoníkuverksmiðjuna í
Munkfors. Hann var reyndar ekki í
sínum húsvagni þegar við hittum
hann, heldur gengum við óvænt fram
á hann á öðrum stað þar sem hann var
að gera við gamla harmoníku. Á leið-
inni til baka rákumst við á aldraðann
mann með kunnuglegt andlit og pínu-
litlar harmoníkur. Þarna var á ferð-
inni hinn 91 árs gamli Ottar E. Akre
og þar hittust í fyrsta sinn hann og
Lars Ek. En það voru fleiri þekkt
nöfn á svæðinu eins og ungu stúlk-
urnar Cecilia Wester, Inger Nord-
ström og Sigrid Ojfjeldt. Þá voru
þarna vinir okkar Arnstein Fjerdring-
en og Sigmund Dehli og með þeim Jan
Henrik Rud, Torader-Haugen og fl.
og fl. Annars vakti það athygli okkar
hvað margir voru með gamlar upp-
gerðar harmoníkur, en þær ku vera
mjög dýrar í rekstri því að það eru
alltaf að koma fram bilanir i þeim,
einusinni til tvisvar á ári. Þar sem dag-
skráin á mótinu stóð frá morgni til
kvölds, var ansi erfitt að velja úr og
hafna því að ekki var hægt að vera
allsstaðar.
Aðfaranótt laugardagsins höfðu
komið hópferðabílar fullir af fólki
enda laugardagurinn hápunkturinn á
Henry Jönsson.
Ottar E. Akre úsamt Teresa Glimhester.
Henrik Josejsson 9 ara var að kynna eigin
hljómsnældu sem var til sölu.
Dönsku brúðhjónin.
Svíþjóð
Ransáter og var þá á dagskránni
brúðkaup, en það er ekiý'itað til þess
að slík athöfn hafi fariS fram áður á
harmoníkumóti. Brúðhjónin voru frá
Danmörku en höfðu kynnst áður á
harmoníkumóti í Ransáter. Prestur-
inn sem vígði hjónin var sænskur, en
hljóðfæraleikararnir norskir. Allt var
þetta mjög hátiðlegt og í lokin léku
brúðhjónin á harmoníkur.
Þá var einnig mjög gaman að sjá og
heyra stóran hóp fólks með gamal-
dags harmoníkur af ýmsum gerðum
(sumar þó nýjar) koma saman og
leika eitt lag.
Eftir að hafa rölt á milli staða fram
að miðnætti var farið ,,heim“ í hús til
að fá sér hressingu, en eftir það var
sest á bekki fyrir utan húsið og farið
að spila. Safnaðist fólk þarna að úr
öllum áttum og eftir smástund kemur
þarna ungur maður og hneigir sig um
leið og hann segir — Lars, viltu spila
með mér? Hefurðu eitthvað til að
spila á? spyr Lars — Jú Ulv Adolfs-
son var með harmoníku, og saman
léku þeir hvert lagið á eftir öðru, flest
eftir Frosini. Ulv hefur leikið á har-
moníku í 8 ár eða frá 5 ára aldri. Hann
lék alveg ljómandi vel og eftir hvert
lag stóð hann upp og hneigði sig fyrir
fólkinu sem stóð í kring sem klappaði
honum lof í lófa.
Frá Ransáter var haldið til Stock-
holms og á meðan að við dvöldum þar
átti Lars 40 ára afmæli. Við vorum
svo lánsöm að geta heimsótt hann
þennan dag. Hjá Lars hittum við Ulla
og Henry Jönsson, bóndahjón frá
mið-Svíþjóð, afskaplega geðugt fólk.
Við áttum eftir að heyra mikið í
Henry, því þau hjónin bjuggu á sama
hóteli og við, bara á næstu hæð fyrir
neðan en Henry sem er sleipur nikkari
spilaði oft við opinn gluggann á hótel-
inu þannig að það heyrðist inn um
gluggana hjá okkur. Ennþá óma tón-
arnir í eyrum okkar eftir stórkostlega
ferð.
Lars Ek og fjölskylda — takk fyrir
frábærar móttökur. |
16