Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 4

Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 4
Litið á hluta S.A.M. harmoníkunnar frá öllum hliðum. Norræn SAM vinna S.A.M. er skammstöfun á Scandi- navian Accordions Munkfors, það er heiti á hinni nýju harmoníkuverk- smiðju sem sænskt hlutafélag er eig- andi að í Munkfors. Nafnið er skammstafað SAM, og er vel til fallið að notast fyrir orðið samvinna, þó það standi ekki beinlínis fyrir þvi. Á flestum norðurlandatungunum hefst orðið á þessum upphafsstöfum. Samningur um sölu og dreifingu á hljóðfærum frá verksmiðjunni hér á landi var gerður um miðjan mars 1988, við okkur útgefendur blaðsins „Harmoníkan“. Af þessu tilefni og að beiðni Lars Ek sölustjóra verksmiðj- unnar fórum við til Svíþjóðar að kynna okkur það helsta sem máli skiptir í framleiðslu og hönnun. Eins og um var rætt tók Lars Ek á móti okkur á járnbrautarstöðini í Karlstad, eftir að við höfðum skrölt í 3 tíma í lest frá Osló. Kveðjur voru hlýjar, en skornar niður við trog á tíma, eftir 5 mín. átti fréttatíminn að hefjast í sænska sjónvarpinu, (kl. 7), þá væri von á fréttamynd úr harmoníkuverk- smiðjunni. Áður en varði vorum við komnir að hótel Vinn þar sem allt gengið átti að búa, Lars, kona hans, Þorsteinn og undirritaður. Við glápt- um eftirvæntingarfullir á skjáinn, en ekki kom fréttin, í staðinn fengum við að heyra hve sænska sjónvarpið er vafasöm stofnun, öðruvísi færi ís- lenska sjónvarpið að, um árið þegar viðtalið var tekið við mig í isl. óper- unni þá sögðu sjónvarpsmenn að Verið að festa tónana í tónastokkana (vaxað) fréttin kæmi um kvöldið, og hún kom, þvílíkur áreiðanleiki, sagði sá sænski. Ekki kom fréttin heldur næsta kvöld, þá fór fréttatíminn að mestu í ómeltanlega tuggu um skóla- mál svía. Við þetta áfall var sjónvarp- ið sneitt öllum stjörnum, hafi þá ein- hverjar verið fyrir. Munkfors þar sem verksmiðjan er til húsa í skólahús- næði, nokkuð við aldur, er í Várm- landshéraði, nálægt Ransáter. Á þeim stað er stærsta harmoníkumót heims haldið árlega, er því tilvalið að kíkja við í verksmiðju S.A.M., ef fólk kæmi á mótsstaðinn. Hlutafélag S.A.M. fær góðan stuðning Vármlandshéraðs. Mikið uppbyggingarstarf þurfti að vinna til að koma verksmiðjunni á fót, siðar meir er ætlunin að fram- leiða allar gerðir harmoníka, og þjóna ýmsum sérkröfum neytenda. Núver- andi húsnæði er aðeins upphafið, því ætlunin er að byggja við síðar. Fram- leiðendur gera sér fyllilega ljóst, til að komast með nýa gerð af hljóðfæri inn á markaðinn sem er ærinn fyrir, þarf að vanda mjög til verka, ekki síður vegna þess að um ýmsar nýungar er að ræða í uppbyggingunni. Ég nefni hér nokkrar. 1. Harmoníkan er gerð úr stöðluð- um einingum. 2. Ytrabyrði úr áli. 3. Fjölbreyttir litir. 4. Hægteraðskiptaumlitáhljóð- færinu. 5. Val á fjölda skiftinga, frá 0—11. 6. Létt og ódýr miðað við gæði. 7. Kaupandi getur sjálfur valið tónasamsetningu. 8. Handunnir tónar, öll samsetn- ing handunnin. 9. Vandaðar ólar og taska, er fóðr- uð úr hörðu efni. 10. Upplýsingabæklingur á ís- lensku. Svíar eru ekki nýgræðingar í harmoníkuframleiðslu, öðru nær, þar voru fyrrum nokkrar verksmiðjur, eins og t.d. „Hagström“ sem mest er þekkt og lifði lengst. I þessu gamla skólahúsi er verksmiðja S.A.M. til húsa, virðulegt hús með sáL Við erum bundnir þeim kvöðum að selja hljóðfærin á svo til sama verði og í öðrum löndum. Verðið hér kemur til með að vera lægra en annarsstaðar, þó ekki muni miklu, því fengum við leyfi til lækkunar. Það mun ekki standa á okkur að gefa upplýsingar. Ýmsar tafir hafa hrjáð framleiðendur, en vonast er til að þröskuldar og ljón sem verið hafa í veginum séu á braut. Hilmar Hjartarson MOLAR Harmoníkuleikarinn Guðjón Matt- híasson hefur nýlokið upptöku á nýrri plötu. Hvenær platan kemur út er ekki vitað sem stendur, en trúlega verður það á þessu ári. Eftir því sem við höfum frétt, þá mun harmoníkuleikarinn Grétar Geirsson vera með Guðjóni á þessari plötu, auk annarra. 4

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.