Harmoníkan - 01.05.1988, Qupperneq 7
ur til að forvitnast um áhuga 12 ára
gamallar stúlku á harmoníkunni
Leist nokkuð vel á þverflautuna, en ...
Drífa er fædd 7unda desember
1975, og hóf tónlistarnám í forskóla
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þegar
verið var að kynna öll möguleg hljóð-
færi á hljóðfærakynningu í tónskól-
anum, þar á meðal harmoníku leist
mér nokkuð vel á þverflautuna en
endanlegt val varð harmoníkan, segir
Drífa. Svo sleppti ég einu ári úr segir
hún ennfremur, en brá mér þegar tón-
skólinn byrjaði um haustið ’85 til
Guðna Þ. Guðmundssonar kennara
og sagðist vilja læra á harmoníku, þar
hef ég verið siðan.
Drífa hefur komið nokkrum sinn-
um fram með kennara sinum og fleir-
um, á jólaböllum, fyrir gamla fólkið
og bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar
kveikt var á jólatrénu fyrir jólin ’86.
Aðallega leikur Drífa íslensk dægur-
lög, hún hugsar sér að halda áfram
námi.
Foreldrar hennar eru Þórarinn
Guðlaugsson frá Hafnarfirði og Inga
Ingimundardóttir, ættuð úr Kjós.
Drífa stundar fleiri áhugamál m.a.
skák, er skólameistari Víðistaðaskóla
12 ára og yngri, er í badminton og hef-
ur unnið til verðlauna í ritgerðar-
samkeppni.
Anna K. Vilhjálmsdóttir
Anna K. Vilhjálmsdóttir er frá
Húsavík, þar náði ég tali af henni í lok
stórhátíðar H.F.Þ., 16. apríl í Félags-
heimilinu. Ég sagðist vera að safna
efni í blaðið „Harmoníkan“ og hefði
það markmið í þessari ferð m.a. að ná
til ungs fólks sem léki á harmoníku.
Eftir að Anna hafði setið fyrir, beindi
ég fyrstu spumingunni inná tónlistar-
A nna K. Vilhja'lmsdóttir.
brautina. — Ég byrjaði að læra á
píanó í barnaskóla, alls þrjá vetur.
Einn af kennurum mínum þar var
Reynir Jónasson, orgel- og harmon-
íkuleikari. Þar var svo ekki fyrr en
1986 að ég tók til við nikkuna, og um
síðastliðin áramót gekk ég í H.F.Þ.,
eftir að hafa verið einn vetur í Tón-
listarskóla Húsavíkur. Reyndar hafði
ég áður verið að æfa með fimm
manna hóp, og er svo enn.
Anna gerði mig aldeilis undrandi
þegar ég spurði hvort hún ætti fleiri
áhugamál. — Hef endalaus áhugamál
var svarið. Ég er íþrótta- og almennur
kennari og starfa við hvorutveggja,
hef þjálfað íþróttafélag fatlaðra í
Reykjavik frá ’82—86, farið oft með
fötluðum á mót erlendis. Svo þjálfa ég
ýmsa hópa, er t.d. með kvennaleik-
fimi og þolfimi, einnig stunda ég þrek
og blak. Af öllu þessu hef ég mikla
ánægju segir Anna að lokum.
Hún er fædd 1959, foreldrar Védis
Bjarnadóttir og Vilhjálmur Pálsson.
Já margt er á áhugamálalistanum, og
greinilega ekki setið auðum höndum,
og óskum við Önnu áframhaldandi
velgengni á þessari braut. H.H.
Gamlar myndir úr Eyjum
Drífa Þórarinsdóttir.
Þessar gömlu myndir fengum við
að láni hjá Gísla Eyjólfssyni frá Vest-
mannaeyjum, en hann er nú búsettur
í Kópavogi. Verið getur, að einhverjir
kannist við þessa menn sem á mynd-
unum eru og hafi gaman af. Því miður
höfum við ekki náð sambandi við
neinn harmoníkuunnenda í Eyjum
ennþá, en verið getur að myndirnar
fiski upp harmoníku-eyja-peyja. Við
þökkum Gísla fyrir lánið á myndun-
um.
Frá vinstrL A rni Finnbogason frá Norð-
urgarði, BjörgvinPálsson fráBrekkuhúsi,
Haraldur Eiríksson og Kristmundur
Sæmundsson frá Draumbæ (myndin er
fráu.þ.b 1930).
Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum,
bróðir Haralds
(mvnd frá u.þ.b. 1920).
7