Harmoníkan - 01.05.1988, Side 10
MOLAR
„Skarfurinn" dansar með tilþrifum við Önnu KristinsdóttirformannsfrúH.U.V., á tíu
ám afmœli H.F.Þ.
Jósteinn Finnbogason
Hann er öllum kunnur á Húsavík
og þótt víðar væri leitað, sem
trillukarl, harmoníkuleikari, dansari
og hvaðeina. í heiminn var hann bor-
inn árið 1909, og byrjaði að spila á
nikku 16 ára. Veturinn 1934 eyðilagð-
ist hún, fraus í hel er ég fór með hana
fram í Laug, var fallegt tæki m. norsk-
um gripum, 4. kóra, hét H.B. Gera.
Var lögð skelplötum, hún kostaði átta
hundruð kr., sem ætlaði mann alveg
að drepa þá segir Jósteinn. Svo setti ég
hana við heitan ofn til hún þiðnaði,
allar fjaðrir brustu og ég varð að fara
heim með ruslið í töskunni, lék ekkert
næstu 25 árin. Sjómenn á Húsavík
gáfu mér nikku þegar ég varð fimm-
tugur, Veltmister, m. sænskum grip-
um, aftur er ég varð sextugur,
Skandali og á sjötíu ára afmælinu
Hafblik —
í tilefni 10 ára afmælisins sendir
okkar aldni og siungi vinur „Skarfur-
inn“ félaginu svohljóðandi bréf:
Harmoníkufélag Þingeyinga,
kæru félagar tóna og gleði!
Senn líður að því að ég lækki flugið,
fjöðrum og vængjum fækkar, hugur
þyngist og heilabúið tekur ekki lengur
við nýjum tónum (þó heilabúið sé
ekki stærra en kríuegg).
Mín heitasta von er sú; að eiga enn-
þá eftir að líta miðsumarssólina með
sínu yndislega, fagurskrýdda haf-
Pigini, hana útvegaði Reynir Jónas-
son.
Eftir 50 ára afmælið breyttist
fingraferðin, Haraldur Björnsson
hjálpaði mér á nýja kerfið. Ég hef
stundað sjómennsku í 65 ár, er latur í
landi. Sjórinn heillar mig, uni mér þar
svo vel að ég syng hástöfum. Þegar við
Haraldur lékum saman kölluðum við
okkur Laskabúta, síðar vorum við 4
saman þá hét hljómsveitin Úrelding.
Jósteinssaga Finnbogasonar er auð-
vitað miklu lengri, vonandi fæ ég
tækifæri síðar í þá átt að totta meir
upp úr hetjunni. í lokin læt ég fylgja
bréf sem Jósteinn skrifaði til félags
síns, það sýnir hvaða hug hann ber til
þess. (Áður birt í 10 ára afmælisblaði
H.F.Þ. 1988).
Tónaflóð
bliki.
Þar er næg fyrirmynd, sem þyrfti
að breyta í tónaflóð sem breiddist yfir
allt tónasullið sem nú flæðir yfir og
eitrar fagra hljóma.
Góðu vinir, sem ég geri ekki upp á
milli. Meðal ykkar hefi ég notið þess
sem ég virði mest, — gleðinnar. Gang-
ið áfram sömu heilaslóð og þið hafið
gengið síðastliðin tíu ár og teygið tón-
ana nógu lengi og langt.
Heill fylgi hópnum mínum kæra.
Jósteinn Finnbogason.
í bandaríska harmoníkufréttabréf-
inu The Bellow er greint frá því að
daninn Mogens Ellegaard hafi verið í
tónleikaferð, og m.a. spilað í Noregi
og á stað sem heitir Vitasaari sem er í
Finnlandi. Með í ferðinni var eigin-
kona Mogens sem heitir Marta sem
einnig er harmoníkuleikari. Var það
sérstaklega tekið fram að þau hafi
leikið nýtt verk eftir íslenska tón-
skáldið Þorkel Sigurbjörnsson sem
nefnist „Amiable Conversation“, sem
er verk fyrir tvær harmonikur og slag-
verk.
•
í desember s.l. var haldinn hinn ár-
legi dagur tangósins í Argentínu. Það
er stórhátið, og mikið um að vera, sér-
staklega í stórborgum eins og Buenos
Aires og Rosario. Tangóinn er upp-
runninn í Suður-Ameríku, og hefur
verið leikinn mikið á bandoneon og
einnig á gítar. Hin síðari árin hafa
fleiri hljóðfæri verið tekin með í
flutninginn, og eins hefur hann fengið
á sig „jasskenndan“ stíl.
Fyrir þá sem ætla að ferðast til
Frakklands og hafa gaman af tangó-
tónlist, skal bent á, að franska sjón-
varpið, TV Antannae 2, er með þessa
tónlist á dagskrá, milli kl. 16:35 og
17:15, á hverjum sunnudegi.
Sænski harmoníkuleikarinn Ro-
land Cedermark, varð 50 ára í apríl s.l.
Roland er sennilega tekjuhæsti har-
moníkuleikari á Norðurlöndum í dag.
Hann hefur leikið inn á 13 LP plötur
frá því á árinu 1976, og hafa plötur
hans selst í yfir 600.000 eintökum.
Þær eru þegar fluttar til Bandaríkj-
anna, og er þar að verki bandaríski
harmoníkuleikarinn Dick Contino,
og eins hefur bretinn Malcolm N. Gee
verið að athuga um að selja plötur
hans. Þó að menn séu mishrifnir af
Roland Cedermark, þá verður þó að
viðurkenna þá staðreynd, að fáir har-
moníkuleikarar vekja jafnmikinn
áhuga á harmoníkunni hjá fólki sem
hefur sýnt henni áhugaleysi áður. Stíll
hans hefur vakið athygli og hafa
plötur með leik hans verið mikið spil-
aðar í útvarpsstöðvum um öll Norður-
löndin og víðar.
H.H.
10