Harmoníkan - 01.05.1988, Side 11

Harmoníkan - 01.05.1988, Side 11
Frd verðlaunaafhendingu a' Hótel Borg. Frd vinstri erJón Sigurðsson, Kristjana Valdi- marsdóttir og Valdimar Auðunsson Danslagakeppni Hótel Borgar 1988 Apálmasunnudag, 27. mars s.l. lauk annarri danslagakeppni Hótel Borgar. Fyrsta keppnin var haldin árið 1986 og bárust þá nálega 120 lög. í þetta sinn voru lögin sem bárust heldur færri, en að gæðum ekki síðri. Eingöngu var um lög við hefðbundna gamla dansa að ræða. Hótel Borg gaf vegleg peningaverð- laun, fyrstu verðlaun voru kr. 60.000,- önnur kr. 25.000.- og þriðju kr. 15.000.-. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ann- aðist flutning keppnislaganna, söngv- arar voru Hjördís Geirs og Trausti Jónsson. Keppninni var þannig hagað að tuttugu og fimm lög voru leikin, fimm á kvöldi og af þeim komust tíu í und- anúrslit og að lokum sex lög, sem kepptu til úrslita. Einn af okkar elstu harmonikuleik- urum og lagasmiðum Valdimar J. Auðunsson frá Dalseli kom, sá og sigraði, því hann vann bæði fyrstu og önnur verðlaun fyrir lögin Kveðju- stund og Nótt á fjöllum, textana gerði dóttir hans, Kristjana Unnur. Þriðju verðlaun hlaut Hörður Hákonarson fyrir lagið Sjómannapolka, texta gerði Jón Sigurðsson. Um Valdimar er það að segja að hann er ekki óvanur að taka við verð- launum fyrir lagasmíðar, því tvö af lögum hans, Stjarna lífs míns og Ást- artöfrar, hlutu fyrstu verðlaun í keppnum S.K.T., auk þess sem hann hefur um árabil verið einn vinsælasti harmonikuleikari austanfjalls, en hann býr á Grenstanga í Austur-Land- eyjum. Áður en hann fluttist þangað stundaði hann akstur í Reykjavík en hljóðfæraleik um helgar og eiga margir góðar minningar frá þeim tíma. Frá Herði hafa áður komið ágæt lög og auðséð er að þar er vaxandi höfundur, sem góðs má vænta af í framtíðinni. Ég hef verið spurður að því hvort mér finnist slík keppni, sem þessi eiga rétt á sér. Því er til að svara að mér finnst þessi keppni vera meiri menn- ingarviðburður en Evrovisionkeppn- in, þó minna sé blásið í lúðra vegna hennar. í danslagakeppni Hótel Borg- ar er ekki farið eftir ákveðnu formi, sem þjónar þeim eina tilgangi að falla í þann einhæfa farveg, sem Evrovisionkeppnin óneitanlega er fallin í og flestum finnst eftir því öm- urlegri sem meira heyrist af þeirri verksmiðjuframleiðslu. í þeim lögum, sem bárust í Hótel Borgarkeppnina, var sönggleðin og löngunin til að gefa eitthvað frá sjálf- um sér yfirleitt í fyrirrúmi. Annað atriði, sem vert er að benda á er það að höfundar laga við gömlu dansana hafa yfirleitt enga möguleika á að koma þeim á framfæri, en þarna fá þeir vettvang sem þeir geta notað sér því hugmyndin er að bestu lögin komi út á plötu áður en langt um líð- ur. Það er alvarlegt íhugunarefni fyrir þá sem hafa gaman af þeirri tónlist, sem byggð er upp á harmoniku hversu útvarpsstöðvarnar útiloka hana að mestu og þess vegna er erfitt að kynna plötur, sem út eru gefnar, með þess konar lögum. Má í því sambandi nefna að plata sú, sem gefin var út eftir keppnina 1986, útsett af Ólafi Gauk og sungin af átta úrvalssöngv- urum hefur varla heyrst, nema á Stjörnunni og eitt og eitt lag í Ríkisút- varpinu. Mér finnst sérstök ástæða til að þakka Ólafi Laufdal og stjórnend- um Hótel borgar fyrir þeirra frum- kvæði að þessari keppni, hún var algjörlega kostuð af þeim og þeirra hugmynd. Vafalaust má margt að fram- kvæmdinni finna því margar og mis- jafnar skoðanir hef ég heyrt um fyrir- komulag keppninnar, en ef okkur gefst tækifæri til að halda þessum keppnum áfram, tel ég að við höfum lært af mistökunum og séð hvað má betur fara í framtíðinni. Að lokum vil ég segja þetta við höf- unda laga og texta: Haldið þið fram, þó þið fáið ekki verðlaun í eitt skipti, getið þið hitt á perlu sem lifir, í næsta sinn. Öllum þeim sem komu á Hótel Borg, meðan keppnin stóð, sendi ég kæra kveðju með þakklæti fyrir komuna. Jón Sigurðsson HITTUMST í GALTALÆK 1. 2. OG 3. JÚLÍ 11

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.