Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 18

Harmoníkan - 01.05.1988, Síða 18
Einar Kristjánsson: Æskuminningar um harmonikuleik og annað tónlistarlíf Niðurlag Arið 1947 flutti ég til Akureyrar og hefi búið þar síðan. Fyrstu árin átti ég ekkert hljóðfæri, en eignaðist síðan gott píanó til að glamra á eftir eyranu eða fá góða gesti til að gripa í það á góðum stundum. Það má kallast furðulegt að stundum kom það fyrir að gömlu danslögin frá bernskuárunum tóku stundum að hljóma í hausnum á mér, og ég fór þá að hugleiða, að innan skamms yrði ég eini maðurinn, sem kynni þessi lög og mér fannst eftirsjón að því að þau færu með mér í gröfina. Það var nokkru eftir árið 1970 að ég komst í samband við Emil Adolfs- son, sem þá stundaði tónlistarkennslu og hljóðfæraverslun við Nýlendugötu í Reykjavík. Tal okkar barst að tvö- földu harmonikunum, sem tilheyrðu fornöldinni, og hafði verið bernsku- leikfang mitt. Hann var til með að út- vega mér eina slíka og ég varð því feg- inn, því að nú hafði mér aukist svo veraldarviska, að ég var alveg viss um að ég gæti komist yfir harmoniku, sem kostaði meira en sex krónur og fimmtíu. Og einn góðan veðurdag árla vors barst mér hljóðfærið. Það var af gömlu stærðargráðunni, en fallegra í útliti og hafði áletrað hið virðulega nafn, Hohner. Tóngæði þess voru miklu ríkulegri en í samskonar hljóð- færum fortíðarinnar. En nú fannst mér ólíklegt að ég næði lagi á svona hljóðfæri, eftir að hafa verið að fikta við harmonikur, sem voru króman- tiskar hnappaharmonikur, þrefaldar eða fimmfaldar, ýmist með sænskum eða norskum gripum, auk þess raf- magnsorgel og píanó. Og ég var raunar undrandi þegar ég fann að eftir liðlega 40 ára algeran skilnað við svona harmoniku, hafði ég varðveitt þá sérstæðu tækni, sem hún útheimtir og gat sest niður og leikið Norska bóndabrúðkaupið nokkurnveginn sómasamlega. Og það kom fljótt í ljós að öll gömlu danslögin voru varðveitt í einhverju elimenti í hausnum á mér og þurfti ekki lengi áð leita eftir þeim. Þessi frumstæða tónmenning varð ótrúlega vinsæl í heimahúsum og oft gripið til hennar á góðri stund og jafnvel stigið dansspor. Árið 1976 var ég fenginn til að kynna hljóðfærið í útvarpsþætti. Þá var oft gripið til okkar á ýmsum skemmtunum, og ég nýtti það í þágu ,,Flokksins“ og lék á sumarhátíðum og kvöldskemmtunum. Einnig tók ég hana stöku sinnum í ferðalög og lék undir söng og man ég að einu sinni lék ég alla Vaðlaheiðina, Tjörnesið og Sléttuna og í annað skipti leiðina frá Ólafsfirði til Akur- eyrar. Á sumarhátíðum kynntist ég jafn- aldra mínum Garðari Jakobssyni, sem býr í Lautum í Reykjadal. Hann er sjálfmenntaður fiðluleikari, og við tókum að stilla saman þau lög, sem báðir kunnu og varð það vinsælt. Ég fór að leika lög inn á segulband og fór að hugleiða að verð væri að koma þessari dansmúsík fortiðarinn- ar í varanlegri varðveislu. Ég varð þess var snemma árs 1979 að staddur var í bænum Svafar Gests, tónlistarmaður, sem gefið hafði út margar hljómplötur með allskonar músík. Ég gekk á fund hans, með harmon- ikuna undir hendinni, þar sem hann bjó á hóteli. Ég baðst leyfist að leika fyrir hann eitt lag. Að því loknu spurði ég hann hvort ekki væri hugsanlegt að hann vildi gefa út plötu með svona 19. aldar danslögum. Og nú gerðist svipað og stundum hefur gerst í sögu kvik- myndaiðnaðarins, þegar minni háttar skemmtikrafti tekst að pota sér inn á einhvern framleiðandann og er ráð- inn á stundinni og um leið orðinn kvikmyndagedda eða hængur. Það varð samstundis samkomulag með okkur að koma út plötu með danslög- um, sem ég léki á þetta hljóðfæri og blanda syrpuna að einhverju leyti með fiðluleik, sem tilheyrði svipuðum aldursflokki dansmenningar. Okkur kom saman um að Garðar Jakobsson félli best inn í það hlutverk. Þetta gekk síðan vandræðalaust samkvæmt áætlun. Pálmi Stefánsson sá um upptökuna hér á Akureyri um haustið og platan kom úr fyrir jólin 1979. Mér þótti fjarskalega vænt um að hafa komið lögunum til varðveislu og einnig 14

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.