Harmoníkan - 01.05.1988, Side 24

Harmoníkan - 01.05.1988, Side 24
Fra vinstrL' Hrólfur Vagnsson, Christa Eschmann, Elsbeth Moser og séra Gunnar Björnsson. Tónleikar í Fríkirkjunni riðjudaginn 22. mars sl. voru haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrir tónleikunum stóðu Elsabeth Moser og Hrólfur Vagnsson em léku á harmoníkur og Christa Eschmann sem lék á flautur. Hrólfur Vagnsson er frá Bolungarvík og hefur verið getið í blaðinu eftir að hann hélt tónleika í Langholtskirkju þann 8. október 1986, ásamt Ursula Schmid frá Þýskalandi. Christa Eschmann flautuleikari hefur lokið námi frá tónlistarháskól- anum í Hannover og komið víða fram. Elsabeth Moser er svissnesk að upp- runa og hefur gegnt prófessorsstöðu við tónlistarháskólann í Hannover síðustu 5 árin, og verið kennari Hrólfs undanfarin ár. Málfarið á efnis- skránni virðist hafa verið gert með þjóðverja í huga, fremur en íslend- inga, því allt þar var ritað á þýsku nema fyrsta orðið „Efnisskrá“ og síð- asta orðið — þverflauta, og hléið sem gert var á tónleikunum var „Pausa“. Að síðustu var svo nafnið „Akkord- eon“ notað í stað harmoníka — já, fínt skal það vera. Tónleikarnir höfðu verið vel kynnt- ir í blöðum, í harmoníkuþætti Högna Jónssonar (sem fékk Ríkisútvarpið til að hljóðrita tónleikana), og eins stutta stund á Rás 2 þar sem fluttur var smáskammtur af tónleikaskránni. Þessi kynning hefur vonandi haft ein- hver jákvæð áhrif, þó er mér ekki grunlaust um hið gagnstæða, þvi ekki var hægt að kvarta undan þrengslum á tónleikunum. Á efnisskránni voru verk eftir bæði eldri og yngri höfunda og hefðu mörg þeirra farið jafnvel betur með því að nota kirkjuorgelið, þ.e.a.s. verk eldri höfundanna. Tónverk yngri höfund- anna eru sum nokkuð framúrstefnu- leg, sennilega vel samin samkvæmt „teoríunni“ en hvort þau láta jafnvel í eyrum er svo önnur saga. Ef við tök- um sem dæmi — Aufshcwung“ eftir finnann Jukka Tiensuu. Þegar að komið var fram í mitt (tón)verkið, mátti sjá samúðarbros á áheyrendum. í slíkum verkum vaknar sú spurning hvort höfundurinn er að gera grín að hljóðfæraleikaranum, eða hljóðfæraleikarinn að áheyrend- Eftir siðustu tónleikaferð Hrólfs hér á landi, hefði mátt ætla að hann hefði létt verulega á efnisskránni fyrir næstu ferð, en svo varð því miður ekki. Nú vaknar sú spurning hvort hægt er að halda svona tónleikaferð- um uppi og þá fyrir hverja. Hinir almennu harmoníkuunn- endur virðast ekki kunna að meta þessa tónlist, en það er staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá. Hvað viðvíkur áhangendum hinnar svoköll- uðu „æðri“ tónlistar, þá virðast þeir sniðganga alla tónlist ef hún flutt á harmoníku, sem sést líka best á lista- síðum dagblaðanna, þar sem tónleik- arnir fengu nánast enga umfjöllun. En svona er þetta víðar. Danska Har- moníkusambandið hélt nýlega upp á 10 ára afmæli sitt og tjaldaði því sem til var, en þó var Mogens Ellegaard ekki nefndur þar á nafn. Þá var sænska Harmoníkusambandið ný- lega 20 ára og enn hefur ekki sést neitt um að leikið hafi verið verk eftir Torbjörn Lundquist. Er ekki hæt að blanda efnisskrána eitthvað, þannig að þó að farið sé inn á svo til ótroðnar slóðir í tónlist, sem er i sjálfu sér rétt, að matreiða það með öðru léttara til að gera fleirum til hæfis. Annaðhvort verður mat áheyr- enda að breytast eða hljóðfæraleik- arans, því annars er hætt við því að fólk einangrist í list sinni. I lok tónleik- anna léku þau öll saman, ásamt séra Gunnari Björnssyni tónverk eftir Bach og er óhætt að segja að þessi hljóðfæraskipan hafi gefið verkinu sérstakan blæ. Barmmerki Höfum látið útbúa þessi barmmerki fyrir íslenska harmoníkuunnendur — ATH að fánalitirnir í merkinu eru í LIT. Verð aðeins kr. 150.- Hringið eða skrifið HARMONÍKAN tímarit harmoníkuunnendans um. HITTUMST í GALTALÆK 20

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.