Harmoníkan - 01.05.1988, Side 25
Á allra
síðustu stundu
að er vanalegt að fólk verði að
taka smá sprett eftir strætó, en
öllu óvenjulegra er að reynt sé að
hlaupa uppi flugvélar.
Ingimar Einarsson formaður
H.U.V., og Anna Kristinsdóttir fengu
að reyna sig á þennan hátt um daginn.
Þau ætluðu að koma í flugvélina á
Reykjavíkurflugvelli, þeirra erinda að
vera með norður til Húsavíkur á af-
mælishátíð H.EÞ., en einhverra hluta
vegna voru þau ekki mætt er kallið
kom um að ganga um borð. Flugleiða-
vélin Náttfari beið á vellinum, dyrum
var lokað og vélar ræstar, við vorum
nær því hætt að heyra tístið i hænu-
ungum sem voru í miklu magni fram-
antil i vélinni, jafnvel orðin efins um
hvort flýildið væri jarðfast eður ei, því
komið var langt fram yfir tilkynntan
brottfarartíma.
Þá gerðist það, maður hrökk í hnút,
hurð var rifin upp framan við vinstri
hreyfilinn, svo að vélarhljóðið yfir-
gnæfði hænuungatístið algerlega.
Hurðinni var lokað aftur, þess í stað
var afturhurðin opnuð og flugþjónn
kiptti Ingimar og Önnu upp í vélina
móðum og másandi, með eplakinnar.
Manni fannst þau vera að koma í vél-
ina á flugi, jafnvel yfir Hvanneyri.
Til sölu
Excelcior, Genavox harmoníka,
allskonar skipti möguleg.
Árni, sími (91) 75527
Svo kom hið rétta í ljós, þau höfðu
fengið kolrangan brottfarartíma upp-
gefinn eftir að hringlað var með tím-
ann vegna frestunar.
Þarna skall hurð nærri hælum, svo
sannarlega sluppu þau um borð á allra
síðustu stundu.
H.H.
—\
Hljómborð.
Hljómborðs
undirbúnaður
Lokur.
Hljómbotn-
Tónastokkar,
Tónaplötur
(m. tungum)
Þversnið
harmoniku
Nótur (hvítar og svartar)
Hljómskiptingar
Hlíf
Skiptingasleðar
Hægri
r hlið
Hús
x Gripplata
4 bassa
raðir
• Belgur
. Vinstri
hlið
Bassahlíf
Bassabúnaóur
Lofttakki
(vindbassi)
21