Harmoníkan - 28.02.1992, Síða 5

Harmoníkan - 28.02.1992, Síða 5
Félagið Nikkólína f í Dalasýslu 10 ára " Nikkólína er eitt af minnstu fé- lögum landsins, félagafjöldi er 27 manns, flest allt bændur. Félags- menn sýndu mikinn dugnað og myndarskap að stofna til þessarar glæsilegu hátíðar. Öllum formönn- um harmoníkufélaga í landinu voru sendir boðsmiðar ásamt okkur út- gefendum Harmonrkunnar, það sama átti við um maka. Mæting var mjög góð af hálfu boðsgesta og settu menn ekki vega- lengdir fyrir sig þrátt fyrir að í nóv- ember geti allra veðra verið von, enda skall hurð nærri hælum. Við sem ókum Bröttubrekku á laugar- deginum lentum í hálku, en enn var snjólaust á láglendi og besta veður. Um 13.30 tók að hvessa og ganga á með éljum. Rúta sem fór með fólk af Reykjavíkursvæðinu vestur tafðist þar mikið vegna hálku og fannkomu. Varð að setja á keðjur og aka Heidal. A sunnudag var kominn þæfingur en á mánudag skall á kolvitlaust veður um norðan og vestanvert landið með tilheyrandi staurabrotum og alls ekki hundi út sigandi, hvað þá heldur harmoníkuunnendum. Núverandi formaður Nikkólínu er Ríkharður Jóhannsson bóndi í Gröf. í upphafi veislunnar bauð hann gesti velkomna og sagðist vonast til að viðstaddir mundu eiga ánægjulega samverustund í vændum, að svo mæltu sagði hann 10 ára afmælishá- tíð Nikkólínu setta. Ríkharður kynnti því næst veislu- stjórann Guðbjart Björgvinsson bónda á Kvennahóli. í kynningu um stofnun félagsins Nikkólínu sagði Guðbjartur að þá- verandi tónlistakennari í Búðardal Kristján Ólafsson hafi verið áhuga- samur um stofnun slíks félags og er mönnum fannst tími til kominn brá hann sér til Hvanneyrar að kynna sér starf Harmoníkuunnenda Vestur- lands. Upp úr því var félagið stofnað og fyrsd formaður þess einmitt Kristján Ólafsson, stofnfélagar voru alls 10 manns. Fyrsta árshátíðin fór fram fyrsta maí 5 í byrjun vetrar bættist harmoníku- félagið Nikkólína í hóp þeirra félaga sem orðin eru 10 ára. Stofndagur félagsins er 7. nóvem- ber 1981. Haldið var veglega uppá afmælið laugardaginn 9. nóvember í hinu myndarlega samkomuhúsi Dalbúð, í Búðardal. Formaður Nikkólínu t/v, og veislustjórinn Guðbjartur Björgvinsson Stjórn og skemmtinefnd ásamt mökum. Frá vinstri: Sigurður Pétur Guðjónsson, Jóhann Elísson, Erna Einarsdóttir, Guðbjartur Björgvinsson, Ríkharður Jó- hannsson form. Nikkólínu, Jarþrúður Kristjánsdóttir, Jóhann Sæmundsson og Baldur Friðfinnsson. Lárus Jóhannesson vantar á myndina.

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.