Harmoníkan - 28.02.1992, Page 12
I Galtalækjarskógi næsta sumar
Eins og undanfarin ár þá stefnum
við harmoníkuunnendum í Galta-
lækjarskóg næsta sumar. Á síðasta
sumri sló fjöldi gesta fyrri met, eins
og áður hefur verið greint frá og varð
því svæðið sem okkur var ætlað
þéttsetið. Höfum við því ákveðið að
færa okkur um set á stærri og
rúmbetri stað þar sem hópurinn
verður meira sem ein heild.
Vegna fjöldans á síðasta sumri
varð hópurinn nokkuð dreifður þar
sem þannig háttaði til á staðnum og
fyrir bragðið var fólk ekki eins sam-
taka og verið hefur undanfarin ár.
Lagið sem við birtum nóturnar af
„Jói litli“ er eftir Jóhannes G. Jó-
hannesson sem lést fyrir nokkrum
árum. Jóhannes samdi töluvert af
lögum sem hafa náð vinsældum en
að auki var hann einn þekktasti
harmoníkuleikari á landinu. Jóhann-
es las ekki eða skrifaði nótur en
þegar hann lést átti hann í fórum
sínum nokkur lög sem búið var að
setja á blað en hafa þó ekki komið
12
Höfum við því ákveðið að tímasetja
atriði sem hafa verið fastir liðir eins
og t.d. gönguferð og sameiginlegt
borðhald. Þá er aldrei að vita hvað
við gerum í tilefni fimmta ársins sem
við höldum mótið í Galtalækjar-
skógi. Hvort það verður endurtekin
„flugeldasýningin fræga“ eða eitt-
hvað annað er óráðið.
Önnur ástæða þess að við færum
okkur úr stað, er sú staðreynd að
nokkrir aðrir gestir skógarins sem
voru að skemmta sér, sóttu inn á
okkar svæði án þess að halda uppi
þeim umgengnisvenjum og virðingu
fyrir margra augu. Jói litli - er eitt
þeirra laga en Garðar sonur hans var
svo vinsamlegur að gefa okkur leyfi
til að birta hvaða lag sem við vildum.
Því getur vel farið svo að við birtum
fleiri lög eftir Jóhannes sem ekki
hafa sést áður. Grétar Sívertsen setti
nóturnar í tölvu og fær hann þakkir
fyrir aðstoðina.
Þ.Þ.
fyrir mótinu sem langflestir harm-
oníkuunnendur hafa tamið sér á
undanfömum árum.
í næsta blaði munum við greina
frá því hvað við ætlum að gera og
einnig hvaða daga mótið verður
haldið. Stöndum saman um að halda
virðingu harmoníkunar á lofti og
gleymum því ekki þegar við komum
saman til að skemmta okkur.
Þ.Þ.
Jóhannes G. Jóhannesson
JÓI LITLI