Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG
HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U.
OG ANNARRA AHUGAMANNA
STOFNAÐ I4.APRIL 1986
Ábyrgð:
Hilmar Hjartarson,
Ásbúð 17,
210 Garðabæ,
símar 565 6385 & 896 5440
netfang: harmonikan@simnet.is
Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson
Prentvinnsla: Prenttækni hf.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, febrúar og maí.
Gíróreikningur nr. 61090-9.
Meðal innihalds blaðsins:
Viðtalið: Benedikt G. Bened....4
Kynning: Ómar Hauksson.........6
Sigríður Norðquist kynning.....8
íslensk dans- og dægurl.höf....9
Nótusíðan Jónsmessunótt......10
Úr einu í annað...............12
Hæfileikakeppni F.H.U.R......14
Ýmislegt......................16
HvaðerSÍHU ...................18
Handrit fyrir næsta blað þurfa
að berast fyrir
1. október 1999.
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 12.500
1/2 síða kr. 6.250
Innsíður 1/1 síða kr. 10.500
1/2 síða kr. 6.800
-“- 1/4 síða kr. 3.800
-“- 1/8 síða kr. 2.800
Smáauglýsing kr. 1.500
AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI
ódýrasta auglýsingaverðið
Tímamóta viðburður
Með því að koma á hæfileika-
keppni í harmonikuleik hefur Félag
Harmonikuunnenda í Reykjavík
brotið blað í íslenskri harmoniku-
sögu, svo um munar. Að mínu
hyggjuviti er um að ræða tíma-
mótaatburð sem minnast ber og
þakka af heilum hug. Félagið sýndi
mikla dirfsku að gefa nemendum í
harmonikuleik af öllu landinu kost
til þátttöku, enda létu viðbrögðin
ekki á sér standa. Segja má, að þeg-
ar mér bárust fréttir um að þetta
stæði til hjá félaginu, vöktu fyrstu
viðbrögð nokkurn fögnuð. Þó svo
að oft áður hafi félagið sannað að
það vill standa í fararbroddi, hefði
manni þótt sennilegra að landsam-
tök harmonikuunnenda myndu
sína foi'dæmi og taka af skarið,
enda keppni í harmonikuleik getið í
reglugerð við lög samtakanna.
Einna mikilvægast er þó, að hjólin
eru farin að rúlla í takti þróunar
sem vonandi verður framhald á.
Keppni í harmonikuleik er æskileg
uppbygging og fyrir góðan harmon-
ikuleikara til að verða betri.
Ljóst var að einhverntíma kæmi
að þessu, en hver tæki af skarið lá
ekki í loftinu. Ekki get ég látið hjá
líða að benda á að blaðið hefur ekki
staðið utan við að klifa á nauðsyn
þess að koma á keppni í harmon-
ikuleik og það margsinnis, enda
reynt að fylgjast með hver fram-
vindan er í nágrannalöndunum.
Það skiptir kannski ekki öllu máli,
heldur ber að virða þessa framtaks-
semi stjórnar F.H.U.R. Með hæfi-
leikakeppninni er hleypt af stokk-
unum vonum til
framtíðar, vonum til
markmiða og hug-
sjóna, þar sem
metnaður fyrir góð-
um harmonikuleik
er keppikeflið. Er
þá ekki íslands-
meistarakeppni
næsta skref?
Til upprifjunar
má geta þess að eina keppni í
harmonikuleik sem haldinn hafði
verið á íslandi var háð fyrir réttum
60 árum. Sú keppni nefndist „Harm-
oniku-samkeppni“ og dagsetningin
var 12. mars 1939. Hún fór fram í
Timburverslun Árna Jónssonar
með alls 6 keppendum. Þeir voru
Bragi Hlíðberg, Stefán Lyngdal,
Halldór Einarsson, Jóhannes Jó-
hannesson, Hafsteinn Ólafsson og
Ólafur Pétursson. Fyrstu verðlaun
hlaut Bragi Hlíðberg, önnur verð-
laun Halldór Einarsson og þriðju
verðlaun komu í hlut Stefáns Lyng-
dal. Dómarar voru Fr. Weisschapp-
el, Bjarni Böðvarsson og Karl Ó.
Runólfsson.
Nánari heimildir um keppni
þessa má finna í 3.tbl. Harmon-
ikunnar 1989-1990.
Með hækkandi sól horfum við
fram á sumarið og látum okkur
hlakka til að hittast á mestu sam-
komu harmonikuunnenda, sjálfu
landsmóti S.Í.H.U. á Siglufirði í sum-
ar, síðasta landsmóti á þessari öld.
Hilmar Hjartarson
Forsíðumyndir:
Benedikt G. Benediktsson með nýju einföldu harmonikuna sem hann keypti sér, en þá uoru
liðin 50 ársíðan hann átti slíkt hljóðfœri.
Þátttakendur íyngsta flokki ( 10 ára ogyngri) í hœfileikakeppni F.H.U.R. Frá v. Hrafnhildur
Hekla Eiriksdóttir frá Reykjavík, 3 sœti. Guðný Björk Óðinsdóttir úr Mosfellsbœ og Jón Þor-
steinn Reynisson frá Mýrarkoti á Höfðaströnd skiptu með sér fyrsta sœti, þau voru jöfn að
stigum. Guðný Björk vareini keppandinn með hnappaharmoniku, aföllum þátttakendum.
3