Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 12
Ú R E I Það ætti að vera öllum harmon- ikuunnendum ánægjuefni, að áhugi unglinga fyrir harmonikunámi er nú meiri en nokkru sinni áður. Kennsla í harmonikuleik hefur víða verið tek- in upp í tónlistarskólum og á það án efa stóran þátt í þessari þróun. Nú eru í mótun harmonikuleikarar fram- tíðarinnar sem þannig alast upp við betri skilyrði en áður þekktust. Vafa- laust eiga þeir eftir að leggja sitt af mörkum til þess að hækka gengi harmonikunnar og veita landslýð ánægju með leik sínum. Okkur sem eldri erum, ætti þetta að vera hvatn- ing til þess að gera betur og meira en hingað til. Ég held að engum dylj- ist það að „standardinn“ hefur ekki verið mjög hár og að aukin gagnrýni á eigin spilamennsku, bættur smekk- ur og aukinn metnaður myndi duga langt til þess að lyfta hljóðfærinu og þarmeð hljóðfæraleikurunum úr þeirri lægð sem einkennt hefur stétt- ina til þessa. í þessu sambandi langar mig til að minnast á einn af þeim hnökrum sem áberandi eru hjá sumum, og ég segi bara sumum, en hann mætti kalla „sjöundarsýki". Þetta er sú árátta að nota sjöundarhljóm í bassa í staðinn fyrir dúr eða moll, eftir því sem við á. Þetta er því verra sem að þessum hljómi er gefin aukin áhersla, einmitt þar sem hún á ekki að vera, svo úr verður staglkenndur hrærigrautur, smekkleysa sem bæði fer á eyrun og taugarnar. Oft má heyra þokkalega gengið frá laginu í hægri hendi en hvað bassanum við- kemur þá er þessi hakkavél sett í gang, sjöundar- hljómar við öll tæki- færi, með tilheyrandi rykk í belginn, og það á öfugu slagi!— Þetta er held- ur ófögur lýsing en því miður alltof sönn, alltof oft. Ef greinarkorn þetta leiðir einhvern til betri vegar með hæfilegri sjálfs-gagnrýni, þá er vel farið. Ég geri ráð fyrir að allir heyri muninn á dúr og moll, þ. e. stórum og litlum þríhljómi. Lög eru annað- hvort í dúr eða moll, sennilega best að athuga lokahljóminn til að ganga úr skugga um það, en hvort sem um er að ræða, geta í laginu verið ýmsir aðrir hljómar, þar á meðal sjöundar- hljómar. Þó hljómaskipan geti verið á marga vegu, skal allt falla í eðlilegt samhengi, eins og hljómfræðin gerir NU í ANNAÐ ráð fyrir. Góð aðferð til að hljóma- setja lag „eftir eyranu“ er að kynna sér hljómaferli svipaðra laga á prenti, en þar er oftast hægt að treysta á smekkvísi og þekkingu þannig að ljóst sé hvar sjöundar- hljómar eiga að vera. Við þetta má bæta að í fjórskiptum takti, er áhersla lögð mest á fyrsta slag, minni á þriðja slag, en engin á ann- að eða fjórða slag. Þarna liggur hundur grafinn eins og áður segir. Sé takturinn þrískiptur er áherslan að sjálfsögðu einungis á fyrsta slagi. Hér er aðeins stiklað á stóru og verður ekki farið dýpra í tæknileg at- riði enda ástæðulaust á þessum stað. Skilaboðin eru því þessi: Fyrir alla muni notið ekki sjöund- arhljóma nema þar sem þið eruð vissir um að þeir eigi við. Ef þið erum í vafa hvenær það er, þá notið dúr í staðinn, þeir eru skaðlausir í svona tilfellum og geta gengið í stað sjöundarhljómanna. Hér er að sjálf- sögðu átt við dómínant sjöund, þ.e. hljóm í 3. hljómaröð harmoniku- bassans. Minnkaður sjöundarhljóm- ur (dim) er svo í 4. hljómaröð, eins og allir vita, en stundum ber á of- notkun þessa hljóms, en það er önn- ur saga. Gaman var að lesa greinina í síð- asta blaði, um nafnið á harmon- ikunni, þ.e. hvort harmonika með melódíubassa skuli kallast accor- deon eða bara harmonika. Fyrir mitt leyti tek ég undir með Jörgen Sundequist að harmonika skuli það vera, þó með melódíubassa sé. Ef þörf er á því að svona harmonikur heiti öðru nafni, þá finnst mér nafnið „accordeon“ vísbending um gjald- þrota ímyndunarafl og líklegast að maður þyrfti í taltíma til að bera rétt fram, svo ekki ruglaðist við enska heitið „accordion“. Eitt gleymdist þó í greininni. Hvað á að kalla þær harmonikur sem eru með „convert- er“ og geta því verið með bæði melódíu bassa og standard bassa. Klúðurslegt að kalla sama hljóðfærið tveimur nöfnum eftir því hvaða lag er leikið. Vonandi losnum við undan þeim vanda. Annars litlar áhyggjur af þessu, því í landinu eru ekki mörg, margir eða margar „accordeon“ (harmonikur)! Brýnna var að komast til botns í því hvernig rita skal „harmonika". Fargi sjálfsagt af mörgum létt, hvort rita skuli o eða ó, i eða í eða eitt k í stað tveggja. Átta möguleikar minnkaðir í einn. En það minnir á annað. Okkar ástkæra hljóðfæri hefur far- ið varhluta í nægtabrunni okkar ást- kæra ylhýra og á ég þar við að ein- stakir hlutar þess eru ennþá óskírð- ir. í fljótu bragði man ég ekki eftir nema tveimur heitum sem talist geta íslensk og skiljanleg, en þau eru belgur og ólar. Hvernig væri að taka til hendinni og finna nöfn á hlutina, þá ytri svona til að byrja með. Hvað gæti t.d. tréverkið heitið, sem hýsir „tónastokkana“ með „tónaplötun- um“? Einu sinni heyrði ég talað um blökk (ft. blakkir), þ.e. vinstri blökk og hægri blökk. Ekki svo vitlaust. Hvað getur „hljómborð“ heitið ann- að en hljómborð? Þar eru jú bara „hnappar11 á hnappaharmoniku, en hvað heita þessir „hnappar“ á píanó- harmoniku? Hvað er upp og hvað er niður á „hljómborðinu“? Svo er tal- að um „hljómbotn“. í píanói magnar hljómbotninn hljóminn, en í harm- oniku hefur hann ekkert með það að gera. Hann er bara skilrúm með göt- um sem hleypir lofti út eða inn. Svona mætti lengi telja. Fullvíst er að meðal harmoniku- unnenda leynast menn með áhuga á íslenskri tungu og hæfileika til þess að endurhæfa gömul heiti eða smíða ný. Harmonikublaðið veitir öllum góðum tillögum móttöku. Af nógu er að taka. En þessum vangaveltum er lokið í bili. Kœrar kveðjur, Bragi Hlíðberg ' mAiMMmmö*\ VERKSTÆÐI TIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONÍKUM AÐ KAMBASELI 6 RVK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 / 845 4234 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.