Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 17
ÍSLENSKT MÁL Blaðið Harmonikan hefur ekki al- veg verið laust við að íja nokkuð að íslenskri málvernd. Mig langar að ítreka áhyggjur mínar vegna ís- lensku kveðjunnar sem virðist komin út í eitt alsherjar (hæ og bæ) í öllum aldurshópum. Nú þykir sjálfsagt að kveðjast og heilsast á þennan ömurlega hátt. Þjónustu- stofnanir, hin og þessi fyrirtæki og hinn almenni borgari nota tæpast annað í kveðjuskyni. Ég vil alls ekki trúa að hægt sé að flokka þetta undir eðlilega málþróun, ef aðeins þetta eina tilfelli er tekið fyrir. Að heilsast og kveðjast er notað allan liðlangan daginn, málvillan verður því mjög áberandi. Þessu og fleira þarf að hefja máls á opinberlega fyrr en seinna. Er stolt almennings á íslenskri tungu ekki meira í raun, eða hvað er að? Leggjumst á eitt með að fegra mál okkar, og hreinsa þessi og önnur óhreinindi burt úr tungumálinu. H.H. RÖNG TILNEFNING Rangfærslur geta verið mjög kvimleiðar eins og fram kom í fréttatilkynningu Harmonikufélags Reykjavíkur í Morgunblaðinu fyrir Hátíð harmonikunnar fyrsta maí. Þar segir t.a.m. Matthías Kormáks- son nýbakaður íslandsmeistari í harmonikuleik kemur fram. Þarna er greinilegta átt við verðlaunahafa efsta flokks í nýafstaðinni hæfi- leikakeppni F.H.U.R, þó ekki sé þar minnst á það einu orði. Félagið stóð fyrir hæfileikakeppni, ekki ís- landmeistarakeppni eins og vand- lega var tíundað. Sem kunnugt er, var enginn kosinn þar íslands- meistari í harmonikuleik. H.H. NÆSTA HAUST- RÁÐSTEFNA S.Í.H.U. Haustráðstefna sambandsins eða aðalfundur ef sú breyting verð- ur á orðin eftir Landsmótið á Siglu- firði að ráðstefnunni verði breytt í aðalfund, fer fram á vegum Harm- onikufélags Skagafjarðar og Húna- vatnssýslna að Varmahlíð í Skaga- firði 24.-26. september 1999. í tengslum við ráðstefnuna verður haldinn stórdansleikur í Miðgarði. Gisting og fleira því tengt er í Hótel Varmahlíð og að Löngumýri. Nánar tilkynnt síðar. G.Á. TIL FÆREYJA Harmonikufélag Reykjavíkur fór með Norrænu í heimsókn til Fær- eyja 19. maí síðastliðinn. Heim- sóknin stóð í eina viku. Ferðast var um eyjarnar meðai færeyskra harmonikufélaga, haldnir tónleikar og lífsins notið í góðra vina hópi. Um 30 harmonikuleikarar frá H.R. tóku þátt í ferðinni. H.H. SÉRHANNAÐ TÓNLISTARHÚS Fyrsta sérhannaða tónlistarhús- ið í landinu var formlega tekið í notkun annan janúar í vetur. Hér er átt við Tónlistarhús Kópavogs. Húsið tekur 300 manns í sæti. Menn eru á einu máli um að hljóm- burður sé eins og best verður á kosið, ásamt að bygging hússins marki tímamót í tónlistarlífi lands- ins. Hvenær skyldu fyrstu harmon- ikutónleikarnir fara þar fram? Hver upplifir þá sögufrægu stund að verða fyrstur í þeim efnum. Von- andi gerist það nú þegar í ár. H.H. TATU AF LANDI BROTT Einhver almesta lyftistöng fyrir íslenskt harmonikulíf undanfarin ár er án nokkurs vafa hingaðkoma finnska harmonikuleikarans Tatu Kantoma, án þess þó, að verið sé að gera lítið úr nokkrum öðrum. Ég segi að hann hafi lyft harmoniku- tónlist hér á hærra stig (en fyrir var) með sínum fágaða harmoniku- leik, þar sem hann hefur komið fram, sem einleikari eða með hljómsveitinni Rússíbönum og víð- ar. Hann hefur og kynnt harmonik- una í grunnskólum, leikið inn á geisladiska og síðast en ekki síst sinnt kennslu í harmonikuleik. Þá er ónefnt starf hans í íslensku menningar og tónlistarlífi á fjölum leikhúsa og við önnur tækifæri vítt um borg og bæ. Einnig er óhætt að segja að hann hafi opnað huga manna fyrir harmonikunni hérlend- is er ekki hafa unað við hennar tóna, né tæpast talið hana meðal hljóðfæra. Tónlistargagnrýnendur hafa lof- að þennan mann og eru á sam- mála, um að honum beri titillinn harmonikusnillingur. Tatu sem nú hverfur af landi brott í júní, tii dval- ar erlendis um óákveðinn tíma fer fyrst til Finnlands, verður m.a. gestur í sjötugs afmæli fyrrum kennara síns Veikko Ahvenainen. Svo fer hann til Þýskalands að taka inntökupróf í tónlistarháskóla og hyggur þar á frekara nám í harm- onikuleik. Mikil eftirsjá er af slíkum manni sem Tatu úr ísiensku harmoniku og tónlistarlífi, en við verðum að von- ast til að hann fái ólæknandi heim- þrá til íslands á ný. Nú þarf að bregðast við og taka á málinu, til bjargar þeim nemendum Tatu sem sitja eftir með sárt ennið. H.H. 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.