Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 18
Hvað er Samband íslenskra harmonikuunnenda Éghefverið undanfarið að velta fyrir mér starsemi S.I.H.U. en upp- lýsingar þar að lútandi liggja ekki á lausu og fáir vita um hljóðan þeirra laga sem S.Í.H.U. starfar eft- ir. Ef einhver Jón í einhverju harm- onikufélagi er spurður um hvað Samband íslenskra harmoniku- unnenda sé (hér eftir skammstafað S.Í.H.U.) er nœsta víst að svarið verði eitthvað á þessa leið: Sér það ekki um landsmótin er það ekki í tengslum við hliðstœð samtök í öðrum löndum? Vissu- lega hefur S.Í.H.U. hönd í bagga með landsmótum þó svo að mestur þungi undirbánings þeirra sé í höndum þess félags sem um það sér hverju sinni. Upplýsingar frá S.Í.H.U. til hins almenna félags- manns í félagi innan vébanda þess eru nœsta litlar og oftar en ekki alls engar ef ekki kœmi til nokkur orð öðru hverju í þessu blaði - Harmonikunni. Stjórn S.I.H.U. er œtlað að starfa eftir lögum sem samþykkt eru á aðalfundi og sam- kvœmt þeim, er ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku upplýsingaflœði. Að þessu tilefni skulum við líta á nágildandi lögS.Í.H.U.: Lög S.Í.H.U. (samþykkt á aðalfundi 20. júní 1996) 1. Sambandið heitir Samband ís- lenskra harmonikuunnenda skammstafað S.Í.H.U. stofnað 3. maí 1981. 2. Markmið sambandsins er að stuðla að og efla harmonikuleik á íslandi, kynna starf harmonikufé- laga, efna til tónleikahalds, stuðla að útgáfu íslenskrar harmoniku- tónlistar og efla harmoniku- kennslu. Halda skal landsmót á þriggja ára fresti. Ennfremur sjá reglugerð um markmið S.Í.H.U. vegna styrkja og verðlaunaveit- inga. 3. Öll starfandi íslensk harmonikufé- lög geta orðið aðilar að Sambandi íslenskra harmonikuunnenda ef þau hafa starfað í eitt ár eða leng- ur. 4. Stjórn sambandsins skipa fimm menn: formaður.varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi (kosnir á aðalfundi). Kjósa skal Þorsteinn R. Þorsteinsson tvo varamenn og tvo endurskoð- endur úr hópi fulltrúa. Formaður skal vera kosinn í sérstakri kosn- ingu en aðrir stjórnarmenn í einu lagi, það á einnig við um vara- menn, skulu þeir sem flest at- kvæði hljóta fara í aðalstjórn og framv. Að öðru leyti skiptir stjórn- in sjálf með sér verkefnum. 5. Aðalfundur skal haldinn í tengsl- um við landsmót þriðja hvert ár. Hann skulu sitja kjörnir fulltrúar, einn frá hverju félagi ásamt for- mönnum félaganna sem eru sjálf- kjörnir. Sama gildir um aðra boð- aða fundi sambandsins. Kjörnir fulltrúar skulu leggja fram gild kjörbréf. Hvert félag hefur tvö at- kvæði séu báðir fulltrúar mættir. 6. Ef stjórnarmenn S.Í.H.U. eru ekki formenn eða fulltrúar aðildarfé- laga skal sambandið greiða útlagð- an kostnað þeirra vegna stjórnar- funda. 7. Sambandsfélög sem falin er fram- kvæmd landsmóts verða gerð ábyrg fyrir framkvæmd þess og fjárskuldbindingum með þeirri undantekningu að verði halli, deilist hann á félögin í réttu hlut- falli við fjölda félagsmanna ef sjóð- ur S.Í.H.U. hrekkur ekki til, en verði tekjuafgangur af slíku móti renna 2/3 hlutar til S.Í.H.U. en 1/3 hluti til mótshaldara. 8. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn sambandsins eigi síðar en tveim mánuðum fyrir að- alfund. Stjórnin sendi tillögurnar til sambandsfélaganna ekki síðar en einum mánuði fyrir aðalfund. 9. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. 10. Lög þessi öðlast þegar gildi. í annarri grein laganna er vitnað í reglugerð um markmið S.Í.H.U. og er því vert að láta reglugerðina fylgja með hér. REGLUGERÐ UM MARKMIÐ S.Í.H.U. vegna styrkja og verðlaunaveitinga 1. Stjórn S.Í.H.U. skipi nefnd sem ákveði hvort og hverjum skuli veita viðurkenningu á landsmót- um. Einnig ef til verðlaunaveitinga kemur utan landsmóta á samkom- um er tengjast sambandinu. (Ein- leikarar, hljómsveitir t.d.) 2. Að S.Í.H.U. stuðli að því að harm- onikuleikurum verði gefinn kostur á einhvers konar keppni, þar sem verðlaun eru veitt, þeim til hvatn- ingar. Einnig má hugsa sér að verðlauna sérstakar framfarir í harmonikuleik. 3. Að heiðursgestir landsmótanna fái árituð skjöl í hendur til staðfest- ingar á þeirri viðurkenningu sem í því felst að vera heiðursgestur landsmóts 4. Samkvæmt skipulagi 5. landsmóts S.Í.H.U. (lagakeppni) fá tónskáld félaganna viðurkenningu fyrir tón- smíðar sínar. Æskilegt er að sam- bandið viðhaldi þessum sið á komandi landsmótum. Einnig að S.Í.H.U. gefi út nótur af þeim lög- um sem keppa í lagakeppninni (á landsmótum), sem viðurkenningu fyrir þátttöku. 5. Að S.Í.H.U. haldi nákvæma skrá yfir þá aðila er viðurkenningu hafa hlotið og fyrir hvað þeir fengu hana. 6. Að S.Í.H.U. styrki efnilega harmon- ikuleikara t.d. með greiðslu vegna skólagjalda, námskeiðhalds eða þátttöku í mótum hérlendis og er- lendis. 7. Auglýsa skal eftir umsóknum í Harmonikunni og fleiri blöðum telji stjórn S.Í.H.U. þess þörf. Um- sóknum skulu fylgja videoupptök- ur, með leik umsækjanda ásamt al- mennri kynningu. 8. Reglugerð þessari má breyta á haustfundi og aðalfundi. Lítum fyrst á aðra grein laganna þar sem vitnað er í reglugerð. í reglugerðinni um markmið S.Í.H.U. er talað um í fyrstu grein, nefnd sem á að fylgja henni eftir. Ekki er getið um hversu fjölmenn hún skuli vera né heldur hvað haft skuli til viðmiðunar varðandi verðlaunaveit- ingar. Geta einstaklingar, félög eða hópar sótt um styrk til nefndarinnar, eða er hægt að gefa ábendingar um hugsanlega styrkþega? Hvert ber þá að snúa sér? í 7. grein reglugerðarinn- ar segir - „Auglýsa skal eftir umsókn- um í Harmonikunni og fleiri blöðum telji stjórn S.Í.H.U. þess þörf.“ - Ekki kannast ég við að hafa séð að þessu hafi verið framfylgt og ef það reynist rétt, til hvers er verið að setja svona reglugerðir ef ekki ber að fara eftir þeim? Lítum þar næst á þriðju grein 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.