Harmoníkan - 01.05.1999, Síða 9

Harmoníkan - 01.05.1999, Síða 9
ÍSLENSKIR DANS- OG DÆGURLAGAHÖFUNDAR BRAGI HLÍÐBERG Á kyrmingu tónlistar Braga Hlíðberg 2 október 1994. Fra v. Reynir Jónasson, Bragi Hlíðberg og Grettir Björnsson. Harmonikuleikarinn og lagasmið- urinn Bragi Hlíðberg fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1923. Nánar tiltekið á Bragagötunni (hún er skýrð eftir öðrum Braga) og ólst upp á heimili, þar sem leikið var á harm- oniku, en faðir hans hafði leikið á dansleikjum „i den tid“.Um tíu ára aldur fór Bragi að reyna að ná lagi á hljóðfærið og fljótlega kom í ljós að tónlistargáfan var í góðu meðallagi og áhuginn ekki minni. Með því fyrsta sem hann kom fram opinber- lega, var að leika einleik á árshátíð harmonikuleikara og eftir þá tón- leika var ákveðið að styrkja hann til frekara tónlistarnáms enda flestum ljóst að þar fór snillingsefni. Fyrsti tónlistarkennari Braga var Sigurður Briem, fiðluleikari og í raun varð hann eini tónlistarkennarinn, sem Bragi hafði um dagana. Hjá Sig- urði lærði hann í tvo vetur og má segja að þar hafi hefðbundnu tón- listarnámi lokið. Það er annars merkilegt, að á þessum fyrstu árum tónlistarferils síns lék Bragi á þrjár gerðir af harmonikum. Fyrst á hnappaharmoniku með norskum gripum, því næst með sænskum gripum, en píanóharmonikuna fór hann ekki að leika á fyrr en á stríðs- árunum. Fjórtán ára tók hann Gamla bíó á leigu og hélt tónleika fyrir fullu húsi og fimmtán ára gamall vann hann fyrstu verðlaun í keppninni „Besti harmonikuleikari landsins“, en sú keppni fór fram í húsnæði Timbur- verslunar Árna Jónssonar, sem stóð við Hverfisgötuna í Reykjavík. Til gamans má geta þess að meðal laga sem Bragi lék við þessi tækifæri voru verk eins og Vieni Amore og Hot points eftir Pietro Frosini, Elvira eftir Pietro Deiro, en auk þessa voru verk eftir Chopin og Verdi á efnis- skránni. Á stríðsárunum lék Bragi vítt og breitt fyrir dansi, þó stundum væri meira slegist en dansað, en menn hafa jú löngum haft mismunandi að- ferðir við að tjá ást sína. Á Suður- nesjum þótti það t.d. trygging fyrir hressilegum slagsmálum, á þessum árum, ef Grindvíkingar og Hafnfirð- ingar hittust á dansleikjum. Eftir stríðið fór Bragi til frekara náms, en kom heim tæpu ári síðar, enda litlu við að bæta. Þegar heim kom tók við hljómsveitarstjórn á vegum S.K.T. og ótal margt fleira. Eitt árið var hann í kosningu á veg- um Ríkisútvarpsins valinn besti hljóðfæraleikari landsins og var þar fyrir ofan listamenn á borð við Þór- arinn Guðmundsson fiðluleikara og Pál ísólfsson dómorganista. Á árunum upp úr 1960 tók við býsna merkilegur tími í lífi Braga Hlíðberg. Hann einfaldlega lagði hljóðfærinu og má segja að hann hafi lítið sem ekkert leikið í tæpa tvo áratugi og það var ekki fyrr en í lok þessa tímabils að hann fór að semja lög og eins og fyrri daginn var ekki neinn byrjendabragur á því, sem þessi meistari sendi frá sér. Það kom sem sagt heil plata af stórkostlegu frumsömdu efni. Þar má finna marg- ar perlur, svo sem Jónsmessunótt, Vorgleði, Yfir stokka og steina að ógleymdum valsinum í Húsafells- skógi, sem gæti fengið Húsafellshell- una til að dansa. Öll tónlist Braga ber þess merki að þarna á í hlut óvenju fágaður tónlistarmaður, sem ekki þarf að berja neitt saman ríms- ins vegna. Að sjálfsögðu ber tónlist hæst í þessari samantekt um Braga Hlíð- berg. Það má þó ekki gleymast að í 54 ár vann hann hjá Sjóvátrygginga- félagi íslands fyrir sínu daglega brauði. Það eitt er reyndar mjög við- eigandi, því að fá Braga Hlíðberg til að spila, hefur alltaf verið trygging fyrir gæðum. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík var ekki orðið gamalt þeg- ar Bragi fór að gefa því auga og með árunum hefur hans nærvera og þátt- taka í starfinu gefið félaginu mjög mikið. Þau eru ófá skiptin sem hann með snilld sinni og hógværð hefur gefið því reisn og fágun. Það þurfti heldur ekki langar umræður, þegar ákveðið var að gera hann að heið- ursfélaga í tilefni sjötugsafmælis hans fyrir rúmum fimm árum. Það líður að lokum þessarar tölu, en henni verður ekki lokið án þess að minnast á Ingrið Hlíðberg, sem aldrei er langt frá heiðursmanninum sínum. Þau hjón sem eiga fjögur börn, hafa um árabil verið ómiss- andi hlekkur þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast og vonandi fáum við eiga þau að um mörg ókomin ár. Friðjón Hallgrímsson Harmonikuunnendur Vesturlands 20 ára Harmonikuunnendur Vesturlands héldu upp á 20.ára afmæli félagsins í Hótel Borgarnesi I7.maí síðastliðinn. Greint verður frá fagnaðinum í næsta blaði. 9

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.