Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 8
Frá harmoníum til Harmoniku Við sðlsetur á Canari, umhverfið pálmum prýtt í bakgrunninum. Sigríður Norðkvist í kynningu blaðsins. Sigríður Norðkvist er ein þeirra kvenna sem tengd er harmonikunni og samtökum hennar í frístundum sínum. Hún er fædd 7. júní 1935 á ísafirði, en ólst upp í Bolungarvík frá tveggja ára aldri. Foreldrar hennar skildu. Sigríður átti eina systur. Eins og alvanalegt var í slíkum tilvikum varð að skipta börnunum á heimili, og var Sigríður um tíma á Siglufirði með móður sinni. Þegar hún náði 10 ára aldrinum og aftur komin til Bolung- arvíkur skaust hún á ný til Siglu- fjarðar í hálfan mánuð, og kynntist þá örlítið fyrstu handbrögðunum við orgelleik í heimsókninni þangað. Hún fékk að elta hendur manns móður sinnar Lúðvíks Kristjánsson- ar á hljómborði orgels í sálminum Herra minn guð til þín. Það þróaðist einnig á þessum aldri að Sigríður hóf að læra á gítar, er leiddi til þess að hún fór að leika á hann í Hjálpræðis- hernum í Bolungarvík hjá Laufey Elí- asdóttur sem var í Hjálpræðishern- um á ísafirði. Seinna kenndi Sigríður sjálf á gítar. Fóstursystir Sigríðar hafði orgel í geymslu og komst hún eitt sinn í að prófa það og gekk furðu vel. Síðar beitti hún sér mun meir að orgelinu og þar kom, að hún var beðin um að spila við guðþjónustu í Bolungarvík, þá 16 ára gömul. Eftir það var hún hvött til að sækja orgelnám á ísafirði sem hún og gerði í einn og hálfan vetur. Sig- ríður Norðkvist ímyndaði sér ekki þá að hún væri orðin organisti í Bol- ungarvík til næstu 35 ára. í ein tvö ár á milli 17 og 19 ára aldurs tók hún þátt í að spila á böllum, þá var píanóið hennar hljóðfæri en Theo- dór Kristjánsson er nú býr í Hvera- gerði harmonikuleikarinn. Sigríður rifjar upp eitt sinn þegar hún var að spila á jólaballi, annan í jólum með Ólafi Daða Ólafssyni sem nú er lát- inn. Það var svarta bylur, þau urðu að kafa snjóinn upp í mitti og harm- onikuleikarinn bar hljóðfæri sitt á bakinu í léreftspoka. Engum lifandi manni kom til hugar að fresta ball- inu. Svona atvikaðist þetta stundum í þá daga. Sigríður flutti til Reykjavík- ur 1987 og skyldi eftir píanóið sem hún átti fyrir vestan yfir sumarið. Til að detta ekki alveg út úr músíkinni fór hún á tónleika hjá Karli Jónatans- syni og kaupir sér upp úr því harm- oniku og stundaði síðan nám hjá Karli næstu tvo vetur. Seinna lék hún með í hljómsveit hans. Jafn- framt hefur Sigríður leikið í tríói Ul- rik Falkners og verið þátttakandi í dansspilamennsku af og til auk þess að vera áfram með í tónlistarstarfi Karls. Hljómsveit Karls Jónatansson- ar hélt utan árið 1996 þegar Kaup- mannahöfn var menningarborg Evr- ópu, þar sem Sigríður kom fram með hljómsveitinni er þá taldi eina 40 spilara. Já harmonikan leiðir fólk víða, því fyrir einu ári síðan er ég átti þessi orð við Sigríði gerðist það á Kanaríeyjum, nikkan var með og hún tók í belginn á hinum þekkta Klörubar á ensku ströndinni þar sem Örvar Kristjánsson hefur leikið undanfarin ár. Sigríður starfar sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, hún var gift Hálf- dáni Ólafssyni sem nú er látinn og eignuðust þau þrjú börn. H.H. Áskrifendaverðlaun Harmonikunnar Síðasta haust fór blaðið af stað með átak til að afla fleiri áskrifenda, bæði með því að senda áskriftarumsóknir með blöðunum og hvetja þá sem voru áskrifendur fyrir að útvega blaðinu meiri fjölda áskrifenda. Verðlaunum var heitið þeim er flestra áskrifenda aflaði blaðinu. Þetta átak skilaði nokkrum árangri hjá mörgum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Sá sem óumdeilanlega útvegaði flesta áskrifendur er Gunnar Ágústsson formaður Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Hann fær sérstaka viðurkenningu frá blaðinu sem honum verða afhent í Húnaveri á fjölskylduhátíðinni helgina 11.-13. júní. Útgefandi 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.