Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 15
Björgvinsdóttir 14 ára frá Akranesi og vann sér inn kr. 35.000.- sem fyrstu verðlaun. í öðru sæti varð Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir 11 ára frá ísafirði en Guðbjörn Már Kristinsson 15 ára Reykvíkingur varð þriðji. í elsta flokknum sigraði 17 ára Kópavogsbúi Matthías Kormáksson og hlaut hann kr. 35.000,- í verðlaun. í öðru sæti varð Svanur Bjarki Úlf- arsson 19 ára frá Stóru Mörk Vestur Eyjafjöllum, en þriðja varð 16 ára Hnífsdælingur, Ester Rögnvaldsdótt- ir. Peningaverðlaun voru aðeins veitt fyrir efsta sætið í hverjum flokki. Aðrir keppendur voru: í flokki 11 til 15 ára, Sólberg Valdimarsson 13 ára frá Akranesi, Salvör Egilsdóttir 14 ára úr Kópavogi og Ingunn Erla Eiríksdóttir 15 ára úr Reykjavík. Auk sigurvegarans í elsta flokknum kepptu þau Sveinn Ingi Reynisson 16 ára frá Mýrarkoti á Höfðaströnd og Ása M. Eiríksdóttir 17 ára úr Reykja- vík. Dómarar í keppninni voru þeir Grettir Björnsson, Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson frá Reykjavík, Hafsteinn Sigurðsson úr Stykkis- hólmi og Einar Guðmundsson frá Akureyri. Aðal styrktaraðilar keppninnar voru Samband íslenskra harmoniku- unnenda, Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar í Reykjavík, Hljóðfæra- verslun Einars Guðmundssonar á Akureyri og blaðið Harmonikan, málgagn harmonikuunnenda. H.H. Hin árlega sumarútilega Félags Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Harmonikufélags Þingeyinga verður að Breiðamýri í Reykjadal dagana 23.-25. júlí 1999. Á síðasta sumri var met þátttaka. Glens og gaman, allir velkomnir. Gleymið ekki hljóðfærunum, dansskónum og söngröddinni. Upplýsingar hjá Jóhannesi, sími 4626432 og Sigurði sími 4641138 Til sölu Viðgerðarþjónusta Sé um uppsetningu og viðgerðir á Pick-up Zero-Sette B 30 meö sænskum Midi og magnarakerfum fyrir harmonikur. gripum, lítið notuö. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 587 1304. Sævar Ólafsson Æsufelli 4, sími 587 1304 Matthías Kormáksson 17 ára Kópavogs- búi sigurvegari efsta flokks hœfileika- keppninnar. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.