Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 4
VIÐTALIÐ Benedikt Guðjón Benediktsson Oftsinnis hefur í blaðinu borið á góma umfjöllun um díatónísku harmonikuna ásamt myndum af nokkrum harmonikuleikurum ís- lenskum er leika á tvö- og þre- falda harmoniku. Lítið sem ekk- ert kemur fnér í huga þar sem ein- föld harmonika slœðist í spilið. í fyrrasumar hitti ég mann er á árum áður hafði eignast einfalda og leikið á hana fyrir dansi í heimabyggð sinni. Svo liðu árin og sú einfalda er lögð til hliðar, þar til nú nýlega að hann keypti sér slíkan grip og hefur verið að rifja upp ýmislegt rykfallið úr for- tíðinni undanfarin misseri. Benedikt er fæddur 23. ágúst 1927 í Bolungarvík en fluttist á öðru ári með móður sinni vestur í Tálkna- fjörð að Krossadal. Síðan fluttust þau fljótlega að Vindheimum sem er bær innar í firðinum og þar ólst Benedikt upp fram að fermingu. Enn var flutt og nú norður í Ketildali að Fífusstöðum þar sem hann átti heimili í nokkur ár eða þar til flutt er til Bíldudals 1947 en þar hefur Benedikt átt heima síðan. Nú læt ég Benedikt um að segja frá og ég inni hann fyrst eftir hvað valdið hafi hinum tíðu búferlaflutningum? Málið er að móðir mín misti pabba líklega rúmri viku áður en ég fæddist, en hann dó af slysförum. Það sprakk byssa í höndum hans, fór aftur úr henni, botninn úr patrónunni lenti í höfði hans. Fóstri minn var Jón Ólafs- son. Móðir mín giftist honum. Frá því ég man eftir mér hef ég haft ánægju af tónlist, samt var engin músík á heim- ilinu né heldur hljóðfæri. Ég byrjaði á hárgreiðu með blaði yfir eins og tíðk- aðist, síðan á munnhörpu þangað til ég eignast einföldu harmonikuna. Það æxlast þannig að fóstri minn Jón kaupir fyrir mig harmoniku úti í Englandi, hann var þá á togaranum Verði frá Patreksfirði, og gaf mér hana. Ég varð að sækja hana og gisti í togar- anum yfir nóttina. Þessi nótt var sú fyrsta um borð í togara á æfi minni en ekki sú síðasta. Daginn eftir gekk ég sömu leið til baka en nú með harmon- iku að auki. Heim komst ég hundblaut- ur en harmonikuna tók ég með mér upp í rúm og hætti ekki fyrr en ég náði orðið hluta úr Gamla Nóa hálf böggl- uðum, en ánægður var ég. Leiðbein- ingar var engar að fá, þær fylgdu ekki með, en nokkrum sinnum hafði ég séð leikið á tvöfaldar, en aldrei snert. Æf- ingin skapar meistarann segir máltæk- ið. En hvað sem slíkum titli líður byrj- aði ég snemma að spila á þá einföldu fyrir dansi á stúkufundum í barna- stúkunni Geislinn nr. 104 á Tálknafirði. Alla tíð verið trúr bindindishreyfing- unni. Geislinn er ekki lengur til en skír- teinið á ég ennþá. Síðan eignaðist ég píanóharmoniku sem tók öll völd í áratugi. Svo er það í fyrrasumar að ég lendi í að spila á balli í Tálknafirði með Ásgeiri Sigurðs- syni og Pétri Bjarnasyni og fer að tala um hve gaman myndi vera að eiga eins nikku og þá fyrstu. Pétur kveikti á perunni því hann hefur gert nokkur innkaup á nikkum og pantaði einfalda harmoniku, þessa sem ég er með núna. Hann sendi mér hana til reynslu alveg kvaðalaust. Liðin voru 50 ár frá því ég átti síðast einföldu harmonik- una, en þegar kom að því að prófa sig áfram kom á óvart hvað allt rifjaðist undrafljótt upp. Ég hringdi til Péturs í snarheitum og sagði honum að út úr húsi færi hún ekki frá mér aftur, ég mundi kaupa hana. Til gamans get ég bætt því inn í að þegar ég var 14 ára byrjaði ég sem hjálparkokkur á togaranum Verði frá Patreksfirði, var þá nýbúinn að eignast píanóharmoniku, ég fór þá nokkur kvöld í tilsögn til Steingríms Sigfússon- ar tónskálds sem þá bjó á Patreksfirði. Þá kynntist ég nokkrum undirstöðuat- riðum er hjálpað hafa töluvert að mínu mati. Svo sýndi hann mér hvern- ig ætti að bera sig að við að spila eftir eyranu! Þú ert félagi í Harmonikufélagi Vestfjarða er ekki svo? Já og starfið innan félagsins er nauðsynlegt, fyrir mér er aðalatriðið að vera með, harmonikuleikurinn er kannski mest fyrir mann sjálfan, maður þarf aldrei að láta sér leiðast. Jú, félag- arnir og félagsskapurinn er mikils virði að sjálfsögðu. Kona Benedikts heitir Guðrún Kristjánsdóttir og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Guðrún er dóttir Kristjáns Reynaldssonar, Reynalds pósts. Benedikt sagði mér þá skemmtilegu sögu frá stráklingsár- unum að æðsti draumur sinn hafi þá verið að spila á sundprófi sem var aðal sumarskemmtunin á Tálknafirði í þá daga. Albert Guð- mundsson sundkennari í Tálkna- firði gerði sér sérstaka ferð á trillu út á miðin þar sem ég var á fiskiríi og er- indið var að biðja mig um að spila á næsta sundprófi sem stóð fyrir dyr- um. Þá fannst manni takmarkinu náð að vera kominn til þeirra metorða að spila á slíkum dansleik. Böllin stóðu ansi lengi áður fyrr, jafnvei til 7 á morgnana. Oft þurfti að endurtaka lög, maður hafði ekki lagavai til svo langs tíma. En ég er ekki frá því að skemmt- anirnar hafi verið innihaldsríkari og minna vín var notað í þá daga. Hilmar Hjartarson Söguleg harmonika sem Benedikt á Já hún er býsna merkileg harmon- ika (með bognu hljómborði) Ég kaupi þessa harmoniku sjálfur út í Grimsby þá 17 ára gamall. Hún er ítölsk af Si- vori gerð. Ég keypti hana á stríðsárun- um og velti því mjög fyrir mér hvernig hægt væri að koma henni til landsins, svo hún yrði ekki tekin af manni. Ég tók það ráð að taka hana upp úr kass- anum og láta hana liggja á rúminu mínu um borð til fóta. Allir sem einn um borð styrktu mig í þessu, og lof- uðu aðstoð ef til kastanna kæmi. Toll- verðir komu um borð og spurðu hver ætti hljóðfærið. I þá daga var aðaltoll- skoðunin í Englandi. Ég uppiýsti þá um það, en þeir vildu heyra mig spila lag, svo að ég lék Kátir voru karlar fyr- ir þá. „all right“, sögðu þeir og ég slapp þar með fyrir horn. Harmonikan var gerð upp hjá Guðna heitnum Guðnasyni nokkru áður en hann lést og er enn í góðu ásigkomulagi. 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.