Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 14
Hæfileikakeppni í harmonikuleik Til hæfileikakeppni Félags Harm- onikuunenda í Reykjavík var boðað síðastliðið haust, með því að senda tilkynningar til allra tónlistarskóla sem hafa harmonikukennslu á sinni stundaskrá. Umsóknarfrestur rann út 1. mars og höfðu þá 19 keppend- ur tilkynnt þátttöku. Fimm féllu úr áður en til keppninnar kom og kepptu þeir fjórtán sem eftir voru í þremur aldursflokkum. Þrír kepptu í flokki 10 ára og yngri, sex í flokki 11 til 15 ára en í elsta flokknum voru fimm keppendur á aldrinum sextán til 19 ára en aldurshámarkið miðað- ist við 25 ár. Hæfileikakeppnin var haldin í Loftkastalanum við Seljaveg laugardaginn 17 apríl, og hófst kl. 14. Eitt og annað hefði mátt betur fara viðvíkjandi keppnina, atriði sem virðast smávægileg en skipta samt verulegu máli. Það vakti t.a.m. furðu að nokkurs skipulagsleysis gætti á senu. Kynnirinn stóð út í öðru horni senunnar sem öll var kolsvört utan fána F.H.U.R. og nokkuð neikvæð að þeim sökum. Hana hefði mátt skreyta með blómum, harmoniku- uppstillingum eða öðru léttmeti. Keppendur sátu oft á skjön við upp- tökuhljóðnemana. Þessu var ekki fylgst með þrátt fyrir að allt væri tekið upp á myndband. Farssímar hringdu í nokkur skipti hjá áhorf- endum og eftir sjálfa keppnina, með- an beðið var úrslita, hefði mátt gera ráð fyrir skemmtiefni eða tónlistar- atriði, því þó nokkur tími leið með- an beðið var dómsniðurstöðu. Mik- ils er um vert að læra af reynslunni. Er mér þá efst í huga síðasta lands- mót, sem til mikils sóma var fyrir framkvæmdaaðila, hljóðmaður á sviði og öll smáatriði vöktuð sem á gjörgæslu sjúkrahúss. í keppni sem þessari geta smá yfirsjónir truflað keppendur. Draga má af þessu lær- dóm og gera betur næst. Úrslit urðu þau að í yngsta flokknum sigruðu þau Guðný Björk Óðinsdóttir úr Mosfellsbæ og Jón Þorsteinn Reyn- isson frá Mýrarkoti á Höfðaströnd, bæði 10 ára, jöfn að stigum og skiptu með sér verðlaunaupphæð- inni 35.000,- krónum á milli sín. í þriðja sæti varð svo Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir frá Reykjavík. í flokki 11 til 15 ára sigraði Oddný Hér eru keppendur í flokki 11-15 ára. Frá u. Erla Eiríksdóttir 15 ára Reykjauík, Guð- björn Már Kristinsson Reykjavík 15 ára íþriðja sœti, Oddný Björgvinsdóttir Akranesi 14 ára sigurvegari í þessum flokk, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir 11 ára frá ísafirði í öðru sæti, Salvör Egilsdóttir 14 ára úr Kópavogi ogSólberg Valdemarsson 13 ára frá Akranesi. Dómararnir voru fimm i keppninni. Frá u. Sigurður Alfonsson , Einar Guðmundsson, Reynir Jónasson, Grettir Björnsson og Hafsteinn Sigurðsson. Efsti flokurinn (16-25 ára) frá v. Svanur Bjarki Úlfarsson 19 ára frá Stóru Mörk í öðru sœti, Ása M. Eiríksdóttir 17 ára Reykjavík, Sveinn Ingi Reynisson 16 ára frá Mýrarkoti á Höfðaströnd, Ester Rögnvaldsdóttir 16 ára frá Hnífsdal íþriðja sœti og Matthías Kor- máksson 17 ára úr Kópauogi í fyrsta sœti. Kennarar nokkurra keppenda sem viðstaddir voru keppnina. Frá v. Karl Jónatansson, Grétar Geirsson, Guðmundur Samúelsson, Tatu Kantomaa og Messíana Marselíusar- dóttir 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.