Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 01.05.1999, Blaðsíða 11
Jónsmessunótt lag: Bragi Hlíðberg Jónsmessunótt Hver man ekki miðsumaryl, þessa nótt, björtu nótt þá töfranna gull verða til - yfir tindum er rótt, í dögginni glitrar og grær, allur gróður þá, því vornóttin bjarta býður mér allt, sem best er að njóta og fá, á Jónsmessunóttu ég óskastein á, sem uppfyllir heita þrá. Vorgolan strýkur vangana blítt og vermir um laut og gil en veistu hvað nóttin okkar á til. Komdu með mér, vorið vakir vefur okkur töfrabirtu og yl. Já glitrandi gimsteininn þann, er mér gaf þessi nótt í minningu mætur er hann, þegar myrkt er og hljótt þá orna ég mér við þann eld sem ég átti þá því vornóttin bjarta býður mér allt, sem best er að njóta og fá á Jónsmessunóttu ég óskastein á, sem uppfyllir heita þrá. Sigrún Halldórsdóttir Þegar ég var beðinn að lána lagið „Jónsmessunótt“ til birtingar í blað- inu, mundi ég eftir því að hún Sigrún Halldórsdóttir í Búðardal hafði ort svo fallegt ljóð við þetta lag og sent mér. Strax þá ætlaði ég mér að fá það birt í Harmonikublaðinu, henni til sæmdar og öðrum til ánægju, en það fór með það eins og stundum með góðan ásetning, að það dróst úr hömlu. Nú er úr því bætt og vil ég senda Sigrúnu þakkir mínar öðru sinni fyrir ljóðið en ég veit að harmonikuunn- endur kunna vel að meta. Bragi Hlíðberg ■ 'v i eg vaiai harmóniku ckrcv/s'/o/* -leikur í bínum höndum! hljóðfæraverslun_________ Leifs H. Magnússonar GULLTEIGI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8611 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.