Harmoníkan - 01.05.2000, Side 3

Harmoníkan - 01.05.2000, Side 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. OG ANNARRA AHUGAMANNA STOFNAÐ 14. APRIL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet.is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Til Danmerkur..............4 Viðtalið: Guðni Friðriksson......6 Rússneskir tvíburar........9 Nótusíðan.................10 Fréttatilkynningar........12 Landsmót framhald.........16 Kæri Harmonikuunnandi.. 13 Frosinikeppnin 2000 ..... 14 ÓlafurTh. grein ..........15 Ýmjslegt fleira efnií blaöinu. Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. október 2000. Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2síðakr. 6.250 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 -“- 1/2 síða kr. 6.800 -“- 1/4 síða kr. 3.800 -“- 1/8síðakr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI ódýrasta auglýsingaverðið fillt er fertugum fœrt Ég vil hefja mál mitt á að þakka öllum þeim, er sendu mér heillaóskir í tilefni af sextíu ára af- mæli mínu í apríl síð- astliðnum. A sama tíma varð blaðið Harmonik- an tjórtán ára og með þessu blaði lýkur því áskriftarári. Afram tifar tannhjól tímans. Manni verður á að rýna í gegnum móðu til framtíðarinnar, án þess að komast að neinni sérstakri niðurstöðu. Þó er maður bjartsýnn og vonar það besta. Framtíð án fortíðar væri fátækleg, því fortíðin skapar okkur grunn til að byggja á. Oneitanlega vakti athygli í Evróvisjónkeppninni í ár, að innan um allan fans ungra glæsimeyja og sveina, svifu hinir rosknu Olsen bræður ofar öllum í stigagjöf, með rödd sína og tvo gít- ara að vopni. Þeir flugu á vængjum ástarinn- ar á tindinn og lögðu Evrópu alla að fótum sér. „Allt er fertugum fært“, segir máltækið. í raun eru engin takmörk né tölfræðileg rök, sem segja til um hvað við getum eða hvað ekki, á hvaða aldri sem er. Ef grannt er skoðað, hvað varðar hamonikuleikara hér, eru margir af okkar þekktustu nikkurum enn að, þrátt fyrir drjúgan aldur og láta engan bilbug á sér finna. Það kom í ljós í skoðana- könnuninni um harmonikuleikara aldarinn- ar að fólk man langt aftur í tímann og hefur ekki glatað virðingunni fyrir góðum harm- onikuleikurum, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Heyrt hef ég frá áskrifendum, að þeir kunni að meta viðtöl í blaðinu. Þá hefi ég verið inntur eftir, hvort ég geti ekki tekið viðtal við þennan eða hinn og get ég oft svarað því játandi, en jafnframt vil ég geta þess, að mesta vinnan er við úrvinnslu við- tala. Ég hef fyrir löngu sett upp óskalista yfir menn og konur, sem mig langar að ná til, en það þarf talsverða bjartsýni til að trúa því, að mér takist ljúka því einhvern daginn. í viðtölum er oft sagt frá skemmtilegum at- burðum og tilvikum liðins tíma, auk þess sem lesendur kynnast persónum á bak við sögurnar. Allt frá því að „Harmonikan“ hóf göngu sína, hefur verið viðtal eða kynning í nánast hverju einasta blaði. Ég vil minna á, að blaðinu væri fengur í, að fá sendar gamlar myndir, til að birta ásamt einhverjum skýringum með, eða jafn- vel sögur af svaðilförum á leið af eða á dansleik nú eða fyrrum. Nú er framundan tími ferðalaga og harm- onikumóta hér og þar á landinu. Alltaf stækkar hópurinn, sem sækir slikar sam- komur og ættu nú allir að leggjast á eitt, við að láta boðskap um þessa menningu berast til sem flestra. Sá sem kemur einu sinni á harmonikumót kemur aftur. H.H. Forsíðumyndir: Efri mynd: Bragi Hlíðberg harmonikuleikari aldariimar hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með fáguðum harmonikuleik stœrstan hluta aldarinnar. Eg vonast til að geta skýrt nánar afrekaskrá Braga í blaðinu á nœsta áskriftarári. Neðri mynd: Harmonikuleikarar frá Akranesi til Danmerkur. Fremri röð f.v.: Rut Berg Guðmundsdóttir, Helga S. Jóhannesdóttir, Oddný Björgvinsdóttir, Lára Björgvinsdóttir, Brynja Valdimarsdóttir. Aftari röð f.v.: Fanney M. Karlsdóttir, Ástrós U. Jóhannesdóttir, Kristín Sigurjónsdóttii; Maren L. Másdóttir, Birna Björnsdóttii; Sólberg Valdimarsson. Sjá grein um ferðina á blaðsíðu 4. 3

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.