Harmoníkan - 01.05.2000, Qupperneq 16
Landsmótið - Landsfundcirinn 1999
Landssambandsfulltrúar á aðalfundinum í Siglufirði. Ég vil taka fram að Ijónið atama endur-
speglar ekki andrúmsloft fundarins nema að litlu leiti.
Framhald frá Z.tbl.
Ekki verður annað séð, þegar á heild-
ina er litið, en að metnaður hafi aukist
varðandi harmonikuleik. Það kom ber-
lega fram á landsmótinu, sem endur-
speglar væntanlega að það nái til alls
landsins. Dúettar voru fáir en góðir og ég
minnist þess ekki að nema einn einleik-
ari hafi komið fram í flokki eldri spilara
en það var Bragi Hlíðberg. Mótslag var
ekkert og vað því ekki af samspili allra
harmonikuleikara í lok mótsins eins og
verið hefur. Þrátt fyrir einhverja hnökra
eins og undirritaður hefur lýst og metið í
sínum greinaskrifum, verður að líta svo á
og vona að með aukinni reynslu fækki
mistökum. Frá þessu langar mig síðan að
snúa mér að upphafi mótsins, koma síðan
inn á aðalfund S.I.H.U. á Sigló og loks á
framhaldsaðalfundinn í Varmahlíð í
Skagafirði. Hvarvetna voru tjöld og fólk
á ferli um bæinn. Harmonikuhljómlist
bergmálaði frá næsta vegg, menn báru
harmonikur í handtöskum eða á bakinu
milli tjalda og fólk faðmaðist og kysstist í
einlægum vinskap.
Framundan var sjöunda landsmót
S.Í.H.U. og það hófst með aðalfundi
Sambandsins á fimmtudagskvöldið
kl.20.00. í Lionsheimilinu við Ráðhús-
torg. Fundarstjóri var formaður Félags
harmonikuunnenda á Siglufirði, Omar
Hauksson. Félagið á Siglufirði sá alfarið
um mótið og framkvæmd þess. Aðal-
fundurinn stóð ekki lengi og var mál-
efnaumræðan í samræmi við það. Sam-
þykkt var að gera haustfundina að aðal-
fundum og fundurinn í Varmahlíð yrði þá
framhaldsaðalfundur, en boð um að halda
haustfundinn þar hafði borist. Ekki gat ég
þó orða bundist þegar í ljós kom að ekki
heyrðist minnst á íslenskan heiðursgest á
mótinu, né heldur hvort veita ætti ein-
hverjum viðurkenningar fyrir störf sín.
Má í því sambandi nefna harmoniku-
kennara og jafnvel einhverja þá sem telj-
ast geta frumkvöðlar í harmonikustarfinu
í landinu, því þeir eru til. Ef landsmót er
ekki vettvangur til slíks þá veit ég ekki
hvar sá vettvangur er.
Eg tók saman til fróðleiks, yfirlit um
heiðursgesti og eða sérstaka gesti sem
boðaðir hafa verið á landsmót frá upphafi
Fyrsta landsmótið var haldið í Reykja-
vík 1982, á skemmtistaðnum Sigtúni við
Suðurlandsbraut, en einnig í Festi í
Grindavík. A því landsmóti var enginn
heiðursgestur. Annað landsmótið fór
fram á Varmalandi í Borgarfirði 1984.
Þar var heiðursgestur Eiríkur Þorsteins-
son frá Bakkakoti. Þriðja landsmótið var
svo á Laugalandi í Eyjafirði 1987 og
heiðursgestur þess Jóhann Jósepsson frá
Ormarslóni. Á Laugum í Reykjadal 1990
var heiðursgestur Friðrik Jónsson frá
Halldórsstöðum og Nils Flácke frá Sví-
þjóð. Á fimmta landsmótinu á Egilsstöð-
um 1993 voru sérstakir gestir Tatu
Kantomaa frá Finnlandi og Daniel
Isakson frá Svíþjóð. Á Laugalandi í Holt-
um 1996, lék Svanur Bjarki Úlfarsson
sem sérstakur gestur við opnun mótsins
og frá Tékklandi kom Vladimir Cuchran.
Sjöunda mótið var svo haldið á Siglu-
firði á síðasta ári. Þar voru sérstakir
landsmótsgestir tvíburabræðurnir Vadim
og Yuri Fjodorow frá Rússlandi.
Mér vitanlega hefur aðeins einn ofan-
greindra, verið sæmdur viðurkenningu,
eða verið afhent áritað skjal, sem stað-
festingu á því, að vera heiðurs- eða sér-
stakur gestur á fyrrnefndum landsmótum.
Það er Svanur Bjarki en hann fékk af-
hentan sérstakan minningarskjöld, sem
staðfestingu á því, að hafa komið fyrstur
fram á landsmótinu.
Á framhaldsaðalfundinum í Varmahlíð
25. september kom fram að framkvæmd
síðasta landsmóts hafi gengið vel. Rætt
var að of margar óskir hafi komið fram
um breytingar manna í hljómsveitum og
sumir hafi pantað seint. Varðandi mynd-
bandsgerð á vegum Stöðvar tvö fyrir
sambandið, kom fram, að mikil vinna
hafi farið í t.d. að klippa filmuna vegna
nótnastanda, sem skyggt hafi á og tónlist-
arfólkið hreinlega horfið á bak við þá.
Talsverðar umræður urðu á fundinum og
nokkrar uppástungur litu dagsins ljós,
m.a. um að stofna sérstaka fjáröflunar-
nefnd og einnig var viðruð sú hugmynd
að S.I.H.U. aflaði fjár með tónleikahaldi,
geisladiskaútgáfu og velti jafnframt fyrir
sér fleiri tekjuöflunarmöguleikum. Einn
stjórnarmanna lagði til að félögin í land-
inu sameinuðust um fjáröflun til styrk-
veitinga, og all nokkur umræða varð um
fyrirliggjandi óskir um þessar styrkveit-
ingar. Margt fleira bar á góma og eins og
Dúett, frá v. Guttormur Sigfússon og Hreinn Halldórsson H.F.H. léku listavel, „íBreiðfirð-
ingabúð", eftir OlafTh Olafsson og „Sandvikurminni", eftir Karl Adolfsson og að síðastu
„ Við fjörðinn “ eftir Bjarna H. Bjarnason (Halla Bjarna).
16