Harmoníkan - 01.05.2000, Qupperneq 19
fi hljómkikam hjó Thc Colin Whitfield ficcordion Orchostra,
Harry Hcissoy og filexander Korbakov í Westbary, Englandi
Haustið 1999 dvaldi ég í Southampton
í Englandi við enskunám. Þessi dvöl mín
í Englandi var ákaflega skemmtileg og
lærdómsrík. Og það var fleira en veðrið,
enskunámið og ferðalög á vegum skól-
ans, vítt og breytt um hið blómlega Suð-
ur-England, sem var áhugavert og vil ég í
því sambandi segja frá tvennum harmon-
ikutónleikum sem ég var viðstaddur. mér
til óblandinnar ánægju. Bresk vinkona
mín, Amanda Dunn, vann að því að ég
kæmist á þessa tónleika, sem ég beið eft-
ir af mikilli eftirvæntingu. Amanda Dunn
dvaldi hér á landi á árunum 1990 til 1994
og lék í stórsveit Harmonikufélags
Reykjavíkur, en býr nú ásamt eiginmanni
sínum Gunnari Hilmarssyni í Sout-
hampton. Amanda leikur sem stendur í
stórri harmonikusveit í Southampton,
The Colin Whitfield Accordion Orch-
estra. Fyrri tónleikarnir fóru fram í borg-
inni 6. október, í stórri og fallegri kirkju,
sem skilaði mjög góðum og voldugum
hljóm. Og ég varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Það eitt að vera áheyrandi á harmon-
ikutónleikum var stórmál fyrir mig.
Hljómsveitin lék listavel. Þetta voru
greinilega mjög færir hljóðfæraleikarar
og stjórnandinn Colin Whitfield kunni
svo sannarlega sitt fag, en hann er há-
menntaður í harmonikuleik og leikur
mjög vel á hljóðfærið. Hann er einnig
ákaflega vinsæll meðal harmonikuunn-
enda í Southampton. A eftir hverju lagi
sagði hann stuttar sögur, sem féllu vel í
kramið hjá áheyrendum. Þessum tónleik-
um lauk síðan með glæsilegum enskum
marsi, sem áheyrendur þökkuðu fyrir vel
og lengi.
Fjórum dögum síðar þann 10. október
fór ég svo á seinni tónleikana, í bænum
Westbury. Þar lék vinsælasti harmoniku-
leikari Breta, Harry Hussey ásamt Rúss-
The Colin Whittfield Accordion Orchestra Amanda Ditnn er lengst til vinstri.
Harry Httssey stendur upp og fagnar lófaklappi áhorfenda.
Ferðafólkið á
leið til West-
bury. Amanda
Dunn og Gunn-
ar Hilmarsson
börnin Tristan
og Tanja ásamt
vini þeirra
Barry Halford,
sem heldur á
Tönju.
anum Alexander Korbakov. Frá Sout-
hampton til Westbury er tveggja tíma
ferðalag og nú hafði fjölgað í hópnum.
Gunnar Hilmarsson eignmaður Amöndu
hafði slegist í hópinn ásamt börnuin
þeirra Tönju og Tristan. Auk þess hafði
Barry Halford, harmonikuleikari og fyrr-
verandi Spittfire orrustuflugmaður í
breska hernum, bæst í hópinn, allt mikið
vinafólk Harry Hussey. Ferðast var á
Mercedes Benz, húsbíl þeirra hjónanna
og komið til Westbury um hádegisbil, en
tónleikarnir áttu að hefjast kl. 14.00.
Mikil eftirvænting ríkti meðal okkur
ferðafélagana, sem innan stundar áttum
að berja þennan vinsælasta harmoniku-
leikara Breta augum. Og ferðin var svo
sannarlega tímans virði. Þetta eru eftir-
minnilegustu harmonikutónleikar, sem ég
hef farið á og Harry Hussey sannarlega
hreint náttúrubarn í harmonikuleik. Eg
minnist þess ekki, að hafa skemmt mér
eins vel á nokkurri samkomu, sem ég
hefi sótt alla mína lífstíð. Harry Hussey
er ótrúlegur maður. Hann hóf tónleikana
á þremum „jam“ lögum. Að þeim lokn-
um voru þetta einskonar óskalagatónleik-
ar. í tvo tíma kölluðu áheyrendur til
Harry og pöntuðu lög og allt lék meistar-
inn af stakri snilld. Það var síðan í lokin
að Rússinn lék nokkur lög með Harry, en
Alexander leikur á hnappaharmoniku af
mikilli leikni. Hljómleikarnir stóðu í þrjá
klukkutíma og var Harry vel fagnað af
áheyrendum, sem fylltu salinn. Greini-
legt, að hann er elskaður og virtur af
Bretum. Sannarlega væri gaman að fá
hann hingað, en hann er pantaður marga
mánuði fram í tímann víðsvegar um
heiminn. Eftir tónleikana bauð Amanda
meistaranum ásamt fjölskyldu í húsbílinn
og var það mjög ánægjuleg stund. Þar
færði ég Harry spólu að gjöf, sem inni-
heldur kynningarþátt Reynis Jónassonar,
úr Ríkisútvarpinu, á Harry Hussey. Þótti
honum sýnilega vænt um þessa gjöf og
stuttu síðar kvöddum við þennan lista-
mann, reynslunni ríkari. Heimferðin var
skemmtileg eins og best varð á kosið og
tónleikarnir héldu áfram, því að sjálf-
sögðu höfðu allir keypt geisladisk. Tón-
list Harry Hussey dunaði því í bílnum
alla leið til Southampton með stuttu hléi,
þegar áð var í veitingahúsinu Rauða
llakkaranum, þar sem slegið var upp
mikilli veislu í mat og drykk. Dýrðlegur
dagur var að kveldi kominn.
Sverrir Gíslason
19