Harmonikublaðið - 01.05.2009, Síða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Síða 14
Rakarinn síkáti VIUi Valli á ísafirði Hjónin Gudný Magnúsdöttir og Vilberg Vilbergsson. VilbergVilbergsson erfæddurá Flateyri 26. maí árið 1930. Frá unga aldri hefur tónlistin alltaf skipt miklu máli í lífi Villa, eins og víða hefur komið fram. Árið 1950 hófVilli rakaraiðn, sem hann hefur starfað við síðan og er enn í fullu starfi í dag. Þar sem Villi er glettinn og gam- ansamur maður og hefur góða frásagn- arhæfileika, er oft á tíðum glatt á hjalla á rakarastofunni. Ég spurði Villa hvernig lífið og tilveran væri í dag? - Égerhamingjusamurmaðuroglánið hefur leikið við mig. Það er ekki síst að þakka konu minni Guðnýju Magnúsdóttir, sem er að mínu mati betri helmingurinn. Hún hefur stutt mig með ráðum og dáð f gegn um tíðina. Afkomendur okkar eru 4 börn, 8 barnabörn og4 barnabarnabörn, alltsóma- fólk. Um árabil hefur Villi verið að leika sér með liti og pensla að mála myndir, sem bera vott um listamannseðli hans, í þessu sem öðru. - Hafið þið farið í skipulagðar ferðir með Harmonikufélaginu? - Við Guðný höfum notið þess að ferðast með Harmonikufélagi Vestfjarða bæði á landsmót og einnig þegar H.V. hefur heim- sótt nokkur harmonikufélög. Það er alltaf gaman þegar hópurinn ferðast með rútu, þá eru sagðar góðar sögur og brandarar frá því að lagt er af stað þar til komið er á áfangastað. Ég vil sérstaklega nefna vin minn Ásgeir S. Sigurðsson heiðursmann og húmorista, hann er einn af stofnendum H.V. og hefur gegnt formennsku í félaginu af dugnaði og samviskusemi til fjölda ára. Með honum í stjórninni hefur einatt verið duglegt fólk, þar má t.d. nefna Frosta Gunn- ars, Sæmund Guðmunds, Inga Jóhanns, Pétur Bjarna, Ásvald Guðmunds og fleiri. - Ert þú enn að spila á dansleikjum? - Nei, hin síðari ár hef ég verið að leika dinnermúsik, auk þess að spila djass með góðum félögum svo sem Ólafi Kristjáns, Magnúsi Reyni og fleirum. Síðast en ekki síst má geta þess að Villi Valli er ætíð reiðu- búinn að hjálpatilef Harmonikufélagið þarf þess með. 14 - Nú hefur þú samið mörg lög, hefur þú gefið eitthvað út af þeim? - Já, árið 2000 kom út hljómdiskurinn Villi Valli, með 13 lögum eftir mig. Árið 2008 kom svo annar diskur, í tímans rás, á honum eru 9 lög eftir mig, ásamt 2 lögum eftir Hoagy Carmichael. í júlf kemur út diskur á vegum Byggðasafns Vestfjarða. Þarleikég á harmoniku með Tómasi R. Einarssyni, Páli Önundarsyni, Matthíasi M. Hemstock og söngkonunni Jóhönnu Þórhallsdóttur. - Værir þú til í að Ijá lesendum blaðsins nótur að lagi eftir þig? - Já það væri mér sönn ánægja. Þegar landsmót S.Í.H.U. var haldið á ísafirði árið 2002 var Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar formlega opnað. Af því tilefni frumftutti Villi Valli ásamt félögum sínum lag eftir sig er hann nefndi Vals fyrir Ásgeir, og fylgja hér nótur að því lagi. Um leið og ég þakka Villa Valla fyrir Ijúfar móttökur á heimili þeirra hjóna, langar mig að geta þess að í 2. tölublaði 13. árgangs af blaðinu Harmonikan tók Hilmar E. Hjartarson þáver- andi ritstjóri blaðsins viðtal við listamann- inn Villa Valla frá ísafirði, um uppvaxtarár hans á Flateyri, tónlistina í lífi hans og fleira. Frosti Gunnarsson

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.