Harmonikublaðið - 01.05.2012, Page 8
Minning *JL*
Benedikt Ingvar Helgason 1 J
Benedikt Ingvar Helgason var fæddur á
ísólfsstöðum á Tjörnesi 30.9.1926 og lést
12.1. 2012.
Benedikt var sonur Helga Ólafssonar bónda
og útgerðarmanns á ísólfsstöðum og konu
hans Hólmfríðar Benediktsdóttur. Hann var
elsturfimm systkina en þau voru aukBene-
dikts.Þorbjörg, Þórhildur.Ólafur Eiður og
Árni Þórhallur. Benedikt ólst upp á ísólfs-
stöðum til tíu ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan til Húsavíkur. Á Húsavík gekk
Benedikt í skóla, lauk þar gagnfræðaprófi
og bjó þar síðan alla ævi.
Benedikt var mjög fjölhæfur maður, féll
aldrei verk úr hendi og lagði gjörva hönd á
margt. Hann vann við verslunarstörf íaldar-
fjórðung, var meðal annars verslunarstjóri
f Hrunabúð á Húsavík, en aðal áhugamál
Benedikts var alla ævi tónlist. Benedikt
kvæntistst árið 1950 Ástu Ottesen og
eignuðust þau fjögur börn. Þau eru; Hólm-
fríður Sigrún, Pálmi, Jónína Helga og Ingi-
björg Sara. Ásta lést árið 1980. Seinni kona
Benediktsvar Anna Sigfúsdóttirog lifir hún
mann sinn.
Eftir að Bennni fluttist á Húsavík kynntist
hann Gertrud Friðriksson, gegnum skáta-
starf ogvakti hún áhuga hans á tónlist. Má
segja að þá hafi hann hafið tónlistarnám
sitt, á eigin vegum, því hann var algerlega
sjálfmenntaður. Hann byrjaði á að kaupa
gftar, lét sfðan smfða fyrir sig rafmagnsgítar
og keypti svo saxofón. Ef menn dáðust að
leikni hans á hljóðfærin, svaraði Benni
hógvær: „Þetta er bara lagni“. En þetta
þrennt lét Benni ekki nægja. Hann keypti
sér líka hnappaharmoniku og lék á hana
fyrir dansi. Fyrstu hljómsveitina stofnaði
Benni með Steingrími Birgissyni á æskuár-
unum ogtóksfðan þáttífjölmörgum hljóm-
sveitum. Hann var einn af stofnendum
Lúðrasveitar Húsavíkur og hann stjórnaði
Sólseturskórnum. Hann gekkíHarmoniku-
félag Þingeyinga 1983 og var strax kosinn
ívarastjórn. Benni útsetti og raddsetti lög
fyrir félagsmenn og spilaði með Stráka-
bandinu á gítar um tíma. Hann stjórnaði
félagshljómsveit Harmonikufélagsins árin
1984-1986 og stjórnaði henni líka á lands-
mótum síðar. Benni hvatti til geisladiska-
útgáfu félagsmanna og vann við diskaút-
gáfu félagsins ogvar alltaf boðinn og búinn
að starfa fyrir félagið ef með þurfti.
Sfðast en ekki síst kenndi Benni tónlist við
Tónlistarskóla Húsavíkur og í nágranna-
byggðum og eru þeir orðnir margir nem-
endurnir sem hann hefur kennt. Er mér
óhætt að fullyrða að ævistarf Benna hafi
haft mikil áhrif á tónlistarlíf í Þingeyjar-
sýslum.
Við félagar í Harmonikufélagi Þingeyinga
þökkum fyrir ótal ánægjustundir, frábært
starf í þágu félagsins og harmonikutón-
listarinnar. Við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Harmonikufélags Þingeyinga.
Hólmfrídur Bjartmarsdóttir
og Kristján Kárason.
f Minning JL
Hafsteinn Sigurðsson . j
Látinn er Hafsteinn Sigurðsson tónlistar-
kennari í Stykkishólmi.
Hann var fæddur íStykkishólmi 14. nóvem-
ber 1945 og lést í Reykjavík 1. mars 2012.
Mér var illa brugðið þegar ég sá lát Haf-
steinn Sigurðssonar í Stykkishólmi auglýst.
Að vera á sextugasta og sjöunda aldursári
þykir ídag ekki tiltakanlega hár aldur, fram-
undan ættu að vera skemmtileg ár þar sem
tími gæfist til að sinna áhugamálum en
brauðstritið að baki.
Haddi var ákaflega vandaður tónlistar-
maður og án efa einn besti harmoniku-
leikari íslendinga. íStykkishólmi var hann
potturinn og pannan í tónlistarlffi staðar-
ins. Hann lék í hljómsveitum bæjarins árum
saman ogyfirleitt þótti fara best á að hann
stjórnaði, enda hvers manns hugljúfi,
þægilegur f fasi og mjög fær útsetjari.
Haddi hafði mörg járn í eldinum og hafði
trésmíðaréttindi auk tónlistarskólanáms-
8
ins. Þá togaði sjórinn í hann, enda af sjó-
mönnum kominn, eins ogfleiri við Breiða-
fjörðinn. Hann naut þess að róa til fiskjar
og sjómennskan var honum jafn eðlileg og
hljóðfæraleikurinn. Harmonikuunnendur
tóku ofan þegar minnst var á Hadda. Ég
man fyrst eftir honum seinni hlutann á
síðustu öld og háttvísi hans var mér sérlega
minnisstæð. Hann hafði óvenjulega góða
nærveru. Það var alltaf jafn notalegt að
hitta Hadda, hvort sem var á tónleikum, í
útilegum eða niður á bryggju. Það var ein-
hver stóisk ró sem fylgdi honum og þess
háttar fylgir aðeins mjög fáum. Hann stóð
fyrir harmonikufélagi í Stykkishólmi, sem
m.a. átti fulltrúa á landsmóti 1993.
Kærar þakkir Haddi fyrir allt sem þú gerðir
fyrir harmonikuna á íslandi.
Mfnar innitegustu samúðarkveðjur til
eiginkonu og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Hafsteins Sigurðs-
sonar.
Friðjón Hallgrímsson