Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 12
Grasrótin - heimsókn á leikskóla
30. mars sl. kl. 09:00 að morgni, fórum við
Hjálmará leikskólann Klambra sem erstað-
settur rétt við Sjómannaskólann í Reykjavfk.
Til stóð að f hópinn bættist formaðurSam-
bands ísl. harmonikuunnenda Gunnar
Kvaran, en þegar klukkuna vantaði tíu
mínúturíníu ogGunnarekki mætturvarég
alveg viss um að hann hefði sofið yfir sig,
ég ætlaði nú bara að sætta mig við það en
hugsaði honum samt þegjandi þörfina. En
viti menn, fimm mfnútum fyrir níu birtist
Gunnar lafmóður og sagðist hafa þurft að
leggja bílnum langt frá leikskólanum og
labba með harmonikuna langar leiðir eða
heilan hring f kringum húsið.
Jæja nú spenntum við á okkur nikkurnarog
stormuðum inn í samkomusal leikskólans
þarsem börnin biðu spennt eftir ballinu þvf
nú átti að halda Harmonikuball. Við höfum
verið í mjög góðu samstarfi við starfsfólk
leikskólans og vorum búin að leggja til að
þær kenndu börnunum fjóra dansa þ.e. Skó-
smíðadansinn, Óla skans, Karl kom út og
Tvö skreftil hægri.
Einnig vorum við búin að biðja starfsfólkið
að kenna þeim að syngja Kátirvoru karlar
en áðuren þau sungu það sögðum við þeim
söguna um þessa kátu karla á Akranesi sem
fóru að veiða fiskinn og svo framvegis, því
það er nauðsynlegt börnunum svo og
reyndar öllum öðrum að skilja það sem þau
eru að syngja um eða það sem erverið að
lesa fyrir þau og seinna þegar þau fara svo
að lesa sjálf þá mun þetta hjálpa þeim með
lesturinn og skilninginn.
Hófst nú ballið og var hrein snilld að sjá
hvað starfsfólkið hafði verið duglegt að
kenna þeim að dansa. Leikskólinn Klambrar
erorðinn nokkuð fastur liður íokkar heim-
sóknum á leikskólana ásamt leikskólanum
Vinagerði, má segja að við höfum tekið þá
í nokkurs konar fóstur og er fyrirhugað að
heimsækja þá í sumar og spila í garðinum
hjá þeim. Ég er alveg sannfærð um það að
þetta er besta leiðin til kynningar á harm-
onikunni en það verður að vera f fullu
samráði við starfsfólkið á leikskólunum.
Best væri hér á höfuðborgarsvæðinu að
nokkrar grúppur tækju þetta verkefni að
sér eða færu á tvo eða þrjá leikskóla og
tækju þá jafnvel í nokkurs konar fóstur, því
það er óvinnandi verk að tvær eða þrjá
manneskjur geti tekið þetta að sér að
nokkru viti þar sem um 100 leikskólar eru
á svæðinu.
Við höfum gert töluvert af því að spila á
etliheimilum í borginni og það er alltaf jafn
gaman að sjá glampann sem kemur íaugun
á þessu aldraða fólki og þó svo það geti
lítið sem ekkert hreyft sig, þá flæðir stór-
streymi minninganna um hugann og gefur
lífinu meira gildi. Þetta vil ég sjá hjá ungu
börnunum sem eiga lífið framundan, þegar
árin fara að færastyfir hjá þeim þá geti þau
í minningunni hugsað hlýtt til þessara
gleðistunda. Og kannske kveikir þetta ein-
hvern neista í lítilli sál.
En nú var ballið búið og kominn tfmi til að
halda út f vorið eftir góðar stundir og kaffi-
bolla. Gunnar tók nú forystuna og við
gengum í humátt á eftir honum en nú
vandaðist heldur betur málið þegar við
komum að útidyrunum, þá kom í Ijós að
hurðarhúnninn var svo hátt uppi (en það
gert til að börnin komist ekki út), og þar
sem Gunnar er svo stuttur í annan endann
eins og menn vita þá reyndist það honum
ekki nokkur leið að ná upp íhurðarhúninn.
En það sannast nú á Gunnari að margur er
knár þótt hann sé smár og þarna upplýstist
það svo sannarlega að stærðin skiptir máli.
Nú voru góð ráð dýr, því ekki mátti særa
stolt Gunnars sem var svo ákveðinn í því
að opna fyrir okkur hurðina og hleypa okkur
út í vorið. Við tókum þvf til okkar ráða og
gripum undir sitt hvorn fótinn á honum og
lyftum honum upp svo hann gæti náð í
hurðarhúninn og opnað hurðina. Þegar út
var komið blasti bíli Gunnars við eða svo
að segja við innganginn íhúsið, þannigað
morgunganga Gunnars með harmonikuna
var algjör óþarfi. En það er svo sem allt í
lagi að fara út að ganga með harmonikuna
sína, sumir fara bara út með hundana, já
því ekki það.
Við gengum glöð og ánægð út í vorið og
það er gott að byrja daginn á þennan hátt
að gleðja aðra og vera sáttur sjálfur.
Lesendum blaðsins og öllum þeim sem
áhuga hafa á harmonikutónlist sendi ég
mínar bestu sumarkveðjur.
Guðrún Guðjónsdóttir
Harmonikufélagi Reykjavíkur
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610
12