Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 14
Spjallað vid nýjan formann S.Í.H.U. Pétur Bjarnason ræðir við Gunnar Kvaran Ég hitti Gunnar Ó. Kvaran, formann Sambands íslenskra harmonikuunnenda, lífskúnstner, harmonikukennara og félagsmálatröll íÁlfalandi nýlega. Álfaland er reyndar heimili Gunnars íFossvogi og bara steinsteypt hús, en það er samt álfablær yfir Fossvoginum, einkum á vorin. Þegarég sagði honum að Harmonikublaðið vildi fá viðtal við nýjan formann sambandsins þá rann honum blóðið til skyldunnar að skorast ekki undan, þvíhann veit manna best hversu mikilvægt það er að fá efni í blaðið. Eftirfarandi er svona undan og ofan afþvísem við spjölluðum saman, margt kann að vanta, sumt viljum við ekki á síðurnar og jafnvel gæti einhverju hafa verið aukið við. Gunnar fær nú orðið orðið: „Ég fæddist á ísafirði en æsku- og bernsku- minningarnar eru frá Brú í Hrútafirði, þar sem ég ólst upp frá fimm ára aldri. Sím- stöðin á Brú var á þeim árum mjög fjöl- mennur vinnustaður og þar var oft líflegt samfélag. Foreldrar mínir unnu þar bæði ogvið bjuggum á staðnum. Fyrsta hljóðfærið sem ég man eftir að hafa komist ítæri við var gamalt fótstigið orgel. Eitthvað náði ég lagi á það, en það var ekki fyrr en ég var 12 ára, að mig minnir, að ég komst f tæri við harmoniku. Það var 12 bassa píanóharmonika, sem mamma sagð- ist geyma fyrir bónda í sveitinni. Ég fékk leyfi til að máta mig við gripinn og fannst það skemmtilegt, en mest var spila- mennskan þó fikt. Einhvern tíma, árla dags, impraði ég á þvíað gaman væri að eignast svona verkfæri. Móðir mfn sagði að ég mætti eiga harmonikunaeféggæti náðað spila heilt lag fyrir klukkan fimm. Það gekk eftir og ég eignaðist harmonikuna. Mér fór svo heldur fram við spilamennskuna eftir þetta, svona smátt og smátt. Nágrannar mfnir og vinir, Helgi og Þórir, synir Steingríms Pálssonar stöðvarstjóra og síðar alþingismanns voru músíkantar og við fórum fljótlega að stilla saman strengina. Úrþvívarð Brúartríóið, harmon- ika, gítar og trommur. Fyrsta opinbera spila- mennskan var í fermingarveislu okkar Þóris, en síðan fórum við að spila á böltum vítt um svæðið. Við spiluðum mest í Húnavatns- sýslu og Dölum og aldurinn kom ekki að sök. Fólkið þyrsti svo í vandfengna dans- músik að enginn setti smámuni fyrir sig í þeim efnum. Síðan lá leiðin í Reykjaskóla þar sem félags- líf var gott og músíkin höfð i hávegum. Þar bættust ýmsir í hópinn og hljómsveitir voru stundum tvær. Meðal þekktari söngvara var Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, sem margir þekkja. í Reykjaskóla var gott að vera og þar urðu kynni sem enn halda ótrúlega vel. Eftir héraðsskólann lá leið mín til Reykja- víkur ÍVerslunarskólann. Og fyrst þú spyrð, já, éghóf þar píanónám hjá Páli Pampichler, þeim ágætismanni. Námið gekk afskaplega vel og mér fannst gaman. Einhverju sinni hafði ég fengið mikið verk til heimanáms, á þremur nótnablöðum, kom allvel æfður, að mér fannst, og hóf að leika fyrir Pál. Ég var varla hálfnaður þegar hann stoppaði mig og sagði: „Gunni, Gunni minn, hvar ertu nú á blaðinu?" Það gat ég ekki með nokkru móti sagt honum. Mér þótti þetta svo mikil hneisa að náminu lauk upp úr þessu og var ekki frekar framhaldið." Saxófón hafði Gunnareignast á unglingsárum og spilaði á hann á skólaárunum, jafnt og harmoniku eða píanó, allt eftir því hvað þurfa þótti. Varð eitt- hvað frekar úr því? „]á, saxófónninn. Ég byrjaði að blása af eigin rammleikog náði einhverjum lögum í tveimur, Hljómsveit Gunnors Kvainn h«IUk w hlJ»m.»rU r.uiuULf. Knrw. •*» fr»mvr*U mun •krm«U (i kluni m MjUuwlllii IhI«i UíwM I HI|lM » »•■«, þremur tóntegundum, en var ekki góður í flóknari verkum. Ég fór í tíma hjá Gunnari Ormslev hluta úr vetri en það varð heldur ekkert úr því. En þú sérð að það er ekki vegna þess að kennararnir hafi ekki staðið undir nafni! Ég fór strax að vesenast í músik eftir að ég kom til Reykjavíkur. Við fórum að spila saman nokkrir, þar á meðal voru Helgi Steingrfmsson úr Brúartrfóinu, Helgi Krist- jánsson nú búsettur á Selfossi, Víðir Jóns- son ogfleiri. Stofnuð var hljómsveitin Ernir og varð hún töluvert vinsæl og spilaði víða, t.d. í Glaumbæ, f klúbbunum á Keflavíkur- flugvelli og raunar um allt land. Margir ágætir hljóðfæraleikarar komu að þessari hljómsveit þann tíma sem hún starfaði. Einnig var ég með mína eigin hljómsveit í nokkur ár og spilaði þá aðalega í gamla Sigtúni við Austurvöll. Á þessum árum spilaði égá hljómborð, en harmonikan fékk frí í áratugi, enda átti hún ekkert upp á pall- borðið hjá ballgestum á þessum tíma. Þetta ágæta hljóðfæri kom svo til skjalanna aftur þegar ég varð fimmtugur. Þá gaf konan mín blessuð mér Exelsior harmoniku. Hún

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.