Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 21
Fréttir frá Félagi harmoniku-
unnenda f Skagafirði
Félag harmonikuunnenda í Skagafirði F.H.S
var stofnað 21. febrúar árið 1992, það er því
20 ára um þessar mundir. Þess verður minnst
á Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda, sem
verður haldin að venju í Húnaveri um Jóns-
messuhelgina 22. - 24. júnf 2012. Þetta
verður í 15. skipti sem þessi hátíð er haldin
í Húnaveri.
Þessi liðnu 14 ár hefur verið samstarf hjá
H.U.H. og F.H.S. með hátíðina, en vegna
breyttra aðstæðna hjá H.U.H. stendur F.H.S.
eitt að þessari hátíð. Hátíðin verður með
svipuðum hætti ogverið hefur. Dansleikurá
föstudagskvöld með Geirmundi og Jóa,
afmælisskemmtidagskrá og kaffiveitingar á
laugardeginum og svo dansleikur á laugar-
dagskvöld þar sem hljómsveitir félagsins
leika fyrir dansi.
Þar sem þetta er 20 ára afmæli F.H.S og í 15.
skiptið sem hátíð er haldin í Húnaveri þótti
við hæfi að halda upp á tvöfalt afmælisár.
Mun félagið því bjóða upp á kaffiveitingar í
tilefni áfangans í Húnaveri á laugardeginum
að lokinni skemmtun. Hittumst hress og kát
að vanda, þessa björtustu helgi sumarsins.
Manstu gamla daga
Félag harmonikuunnenda íSkagafirði hefur
tvö síðustu árin staðið fyrir sýningum sem
bera heitið „Manstu gamla daga“. Sýning-
arnar njóta styrks frá Menningar-
ráði Norðurlands vestra. Árið 2011
voru tekin fyrir árin 1962 -1964.
í sýningum þessum er sögumaður
sem segir fréttir og gamansögurfrá
þessum tfma héðan úr Skagafirð-
inum. Söngvarar og hljómsveit
flytja vinsælustu dægurlögin frá
þessumtíma. Settarvoru upptvær
sýningar f Bifröst á Sauðárkróki og ein í
Höfðaborg á Hofsósi fyrir fullum húsum.
Vegna fjölda áskorana var efnt til aukasýn-
ingar f Bifröst og var þá einnig húsfylli. Farið
var með sýningu til Siglufjarðar tengt sfld-
arævintýrinu, var hún sett upp í Bátahúsinu
um borð f vélbátnum Tý. Var sögumaður þá
búinn að fá góðar sögur og fréttir frá Siglu-
firði frá þessum tíma til að flétta inn í sýn-
inguna.
Núna árið 2012 hafa staðið yfir æfingar á
„Manstu gamla daga 3“. Verið er að tvinna
saman gamansögur, fréttir og vinsælustu
dægurlögin árin 1964 - 1966. Sýningar
þessar verða í Bifröst á Sauðárkróki þann
15., 17., og 18. maí kl. 20:30 og í Höfðaborg
á Hofsósi en tímasetning þar er ekki alveg
ákveðin. í sýningunni koma fram eftirfarandi:
Sögumaður er Björn Björnsson fv. skóla-
stjóri. Söngvarar- Dagbjört Jóhannsdóttir og
Róbert Óttarsson. Hljómsveitina skipa: Aðal-
steinn Isfjörð - harm-
onika, saxofónn og
klarinett, Guðmundur
Ragnarsson - bassi,
Jón Gfslason - harm-
onika, Kristján Þór
Hansen - trommur,
Sigfús Benediktsson - gftar og Rögnvaldur
Valbergsson - hljómborð og gítar.
Þessi skemmtun hefur mælst vel fyrir,
flytjendum verið klappað lof í lófa og menn
haft gaman af upprifjunum á sögum og
dægurlögum frá þessum tíma. Mun þessi
skemmtun því vera komin til þess að vera
árlegur viðburður hjá félaginu.
Hægterað panta miða hjá Gunnari R. Ágústs-
syni í sfma 891-6120 ogí 453-5304.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja.
Félag harmonikuunnenda í Skagafirdi
Gunnar R. Ágústsson
Janúarskemmtun
Harmonikufélags Þingeyinga og Kveðanda
7. janúar kl. 21- 02 var hin árlega skemmtun okkar haldin á Breiðumýri. Góður hópur félaga og gesta mætti og skemmti sér vel.
Byrjað var á að hita mannskapinn upp með dansi, en Kveðandi tók svo við. Nokkrir Kveðandafélagar fluttu skemmtitegar vísur
við góðar undirtektir. Friðrik Steingrímsson kom með aukavfsu út frá efni Kveðandafélaga. Þá var dansað aftur góða stund, en
tekin pása undir miðnætti og haldið bögglauppboð, sem Stefán Þórisson stjórnaði af sinni alkunnu snilli og var það hin besta
skemmtun. Aftur var svo dansað til kl. 2 og fóru allir saddir og sælir heim, þar sem stór hluti af uppboðinu var allskonar Ijúfmeti.
Sigurður Ólafsson
21