Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 2
Ágæti harmonikuunnandi Senn er viðburðarríkt sumar að baki og við harmonikuunnendur lítum fram á veg- inn, til vetrarstarfsins. Sumarið hefur verið viðburðarrfkt, harm- onikuhátíðirað baki ogS.Í.H.U. hélt fyrsta mót sitt undir merkjum sambandsins. Harmonikudagurinn var haldinn að vanda og hefur undirritaður ekki aðrar fregnir af þeim viðburði, en að dagurinn hafi tekist vel hjá þeim félögum ertóku þáttíhonum. Tónar harmonikunnar hljómuðu á flestum stöðum á landinu við góðar undirtektir þeirra er hlustuðu. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé besta kynning sem við getum haft á þessu frábæra hljóðfæri og það er alveg Ijóst að þessi dagur mun halda harmonikunni á lofti um ókomin ár. Ekki varð af fjáröflunardansleik í tengslum við Harmonikudaginn þetta árið, en á móti ákvað stjórn sambandsins að efna til úti- leguhátíðar sem haldin var 17. -19. ágúst að Árbliki í Dölum og verður ekki annað sagt en að þessi hátíð hafi tekist mjög vel. Dansleikir voru á föstudags- og laugar- dagskvöld og tónleikar voru haldnir um miðjan dag á laugardegi. Hljómsveit Nikkólínu hóf leikfyrir dansi bæði kvöldin og síðan tóku við hinar ýmsu hljómsveitir sem héldu uppi fjörinu fram á nótt. Tón- leikarnir þóttu takast vel og er gaman að segja frá því að tónleikarnir hófust með þvf að Halldór Þórðarson mætti með hiuta af karlakórnum Frosta, en þeir sem ekki gátu mætt voru uppteknirvið heyskap. Kórinn söng nokkur lög við góðar undir- tektir. Síðan komu fram Aðalsteinn ísfjörð, EinarGuðmundsson ogá eftir þeim Hreinn Vilhjálmsson sem léknokkur frumsamin lög og aðstoðaði undirritaður Hrein við flutning laganna. Síðan birtust á sviðið þeir Aðalsteinn og Einar saman og léku létt og skemmtileg lög sem áheyrendur kunnu að meta. Þaðvareinn afafheiðurs- félögum sambandsins, Reynir Jónasson, sem lauk þessum tónleikum með miklum glæsibrag. Stjórn sambandsins ákvað á síðasta fundi sínum fyrir mótið að veita einum af mátt- arstólpum Nikkólfnu viðurkenningu fyrir 2 vel unnin störf f þágu harmonikunnar og var það gert á tónleikunum. Sá aðili sem fyrir valinu varð íþetta skiptið erRíkarður Jóhannsson, en hann er búinn að starfa með Nikkólínu nánast frá upphafi og hefur að mestu spilað á trommur en hann er líka góður saxófónleikari og kemur alloft fyrir að hann leiki Ijúfa tóna við hin ýmsu tæki- færi. Ríkarður er einnig liðtækur harmon- ikuleikari. Ég vil ekki gleyma að upplýsa ykkur um að Aðalsteinn ísfjörð var sæmdur sömu viðurkenningu á harmonikuhátíðinni að Breiðumýri. Stjórn sambandsins vill óska Ríkarði Jóhannssyni og Aðalsteini ísfjörð til ham- ingju með viðurkenningarnar. Að standa fyrir svona harmonikumóti er ekki einfalt mál og er í mörg horn að líta við undirbúningogframkvæmd. Stjórnar- menn lögðu á sigómælda vinnu við undir- búninginn og eftir að herlegheitin hófust tókvið þáttur Nikkólínu, sem lagði á sig ómælda vinnu við að aðstoða stjórn sam- bandsins við að gera þessa fyrstu harmon- ikuhátíð að veruleika. Ég vil fyrir hönd stjórnar, færa félögum í Nikkólínu bestu þakkir fyrir þeirra framlagogjafnframttaka því fram að án þeirra hefði hátíðin ekki tekist jafn velograun barvitni. Það er Ijóst í mfnum huga að þessi hátfð er komin til að vera. Nú fer vetrarstarf félaganna að hefjast og í mörg horn að líta hjá flestum þeirra. Þrotlausaræfingarframundan og ýmislegt skemmtilegt gert til að stytta skammdegið og veturinn. Það er ósk mfn að starfið verði ykkur farsælt og skemmtilegt. Stjórn sambandsins er þessa dagana að skoða hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að endurvekja æfingabúðirnar fyrir ung- mennin okkar. Ég vil minna á að ég sjálfur lofaði því á síðasta aðalfundi að allt yrði gert til að reyna að að endurvekja þessar æfingabúðir. Stjórn sambandsins hefur leitað til Harmóníkuakademíunnar á íslandi um að taka að sér að sjá um þessar búðir og er nú bréf í smíðum sem sent verður á alla formenn félaga, tónlistarskóla og harmonikukennara til að kanna hug þeirra til þessa verkefnis og jafnframt að fá upp gefinn fjölda ungmenna sem hugs- anlega kæmu til með að mæta til leiks. Dagsetning þessara æfingabúða er helgin 19. - 21. október 2012 og samningar eru í burðarliðnum við staðarhaldara að Reykjum í Hrútafirði. Það er von okkar sem að þessu verkefni stöndum að af þessu geti orðið, þó svo að allar kostnaðartölur hafi hækkað verulega frá því að síðastu æfingabúðir voru haldnar. Aðalfundur Sambands íslenskra harmon- ikuunnenda S.Í.H.U. verður haldinn að Laugum fSælingsdal, Dalasýslu ogveitég að allir formenn aðildarfélagana eru komnir með gögn varðandi fundinn ísinar hendur. Það er von mfn að þessi fundur verði okkur öllum til góðs og umræður málefnalegar. Hlakka til að hitta ykkur öll að Laugum fSælingsdal. Bestu harmonikukveðjur, Gunnar Kvaran, formaður

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.