Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 15

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 15
....og kominn vargalsi ímannskapinn Mynd: Siggi Harðar Vindbelgirnir með úrvals meðleikara. Helgi Kristjáns, Guðmundur Steingríms (Papa jass), Flemming Valmunds og Hreinn Vilhjálms Mynd: Siggi Harðar Skottis skal það vera Mynd: Siggi Harðar fá fisk í Danmörku. Ballið á föstudagskvöld var alveg prýðilegt og fljótlegt að stilla tækin. Bragi Hlíðberg lékfyrstur snilldarlega fyrir dansi ásamt Hreini Vilhjálmssyni. Því miður var Þórir trommari fjarri góðu gamni vegnaveikinda ogsöknuðu hans margir. Þá tók Eddi Árna við með skemmtilegum og hressandi lögum. Sveinn Sigurjónsson lét ekki sitt eftir liggja og lauk dansleiknum en ekki voru allir tilbúnir að hætta þá. Á laugardag var svo markaðurinn en hlé var gert vegna tónleika þeirra Mogens ogSörens fyrir fullum sal af fólki. Þeir sýndu marga skemmtilega takta og spiluðu margt eyrna- konfektið og var ákaft fagnað svo þeir léku nokkuraukalögogbuðu svo diskinn sinn til sölu. Markaðurinnvarafturopinn eftirtón- leikana og margir prófuðu harmonikur hjá Gunnari Kvaran og skoðuðu aðra söluvöru. Samspilið á svæðinu varvelsóttog margir létu nikkur sínar óma en aðrir þöndu radd- böndin. Grillilmur fyllti loftið um sexleytið og allir snæddu utanhúss íveðurblíðunni, harmonikutónar og söngur hljómaði víða. Ballið byrjaði klukkan níu fyrir fullu húsi með stærsta dansgólf á Vesturlandi og þó víðarværi leitað. Gunnar Kvaran og Reynir Jónasson hófu leikinn og fóru strax allir út á gólfið. Mogens og Sören spiluðu fjölhreytta danstónlist og höfðu danstaktinn á hreinu. Sveinn Sigurjónsson lét ekki sitt eftir liggja og spilaði góða danstónlist sem aldrei fyrr. Á sunnudagskvöld léku þeir Ingvar Hólm- geirsson og Vindbelgirnir ásamt Flemming og Guðbjartur Björgvinsson Dalamaður lauk danskvöldinu með glimrandi ffnni tónlist og enn voru menn ekki til í að hætta dansinum. Helgi Kristjáns róaði liðið með því að spila Tvo tvöfalda takk. Elísabet Einars og Pétur Bjarna Mynd: Siggi Harðar „Hvað er svo glatt“ en dembdi öllum í brekkusöngogmargirtóku undir. Hreinn og Helgi Kristjáns spiluðu öll kvöldin, Númi Adolfs spilaði og söng á sunnudagskvöld og þá sló Guðmundur Steingrímsson taktinn með. Veðurblíða var líka á mánudag þegar allflestir héldu heim á leið. Samband íslenskra harmonikuunnenda hélt svo sína fyrstu hátíð að Árbliki í Dölum (gæti heitið „Með blik íauga“). Það er mál manna að hún hafi tekist mjög vel þrátt fyrir að Menningarnótt Reykjavíkur væri á sama tíma og ýmsir harmonikuunnendur væru í brúð- kaupi harmonikuhjóna á Þingeyri. Allir geta verið sáttir við skemmtilegt sumar og taka fagnandi móti vetri og vetrardag- skránni. Ég bendi á að margar myndir eru komnar á fésbókarsíðuna okkar og þeim á bara eftirað fjölga. Með hressilegum harmonikukveðjum og þökkum fyrir sumarið, Elísabet H Einarsdóttir, félagi F.H.U.R. 15

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.