Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 8
Útileguhátíd Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Harmon- ikufélags Þingeyinga var um helgina 27. -29. júlí og auðvitað á Breiðumýri eins og alltaf. Frábærtveðurvar ogafskaplega góð stemningvar á svæðinu, hjá þeim fjölmörgu sem mættu. Sumir mættu á fimmtudagskvöld og notfærðu sér tjaldið, sem þá var nýbúið að setja upp ogvar dansað ogspilað lengi kvölds. Áföstudagskvöldinu var dansað ogspilað inni í húsinu og ítjaldinu var ekki minna fjör alveg til tvö um nótt- ina. Ástrós og Máney syngjo við undirleik Ómars Vel mætt á tónleikana Gottstuð í tjaldinu 8 Gunnar Kvaran, Hreinn og Helgi Reynir Jónasson Sigurður Leósson Tónleikar voru haldnir kl. 14 á laugardeginum og þar komu fyrst fram Máney SólogÁstrós Harpa sem sungu nokkurlögvið undir- leikÓmarsSkarphéðinssonar. Næst spilaði Aðalsteinn ísfjörð, en áður en hann komst að afhenti Gunnar Kvaran landssambands- formaður honum viðurkenningu fyrir vel unnin störf og mikið starf í kynningu á harmonikunni. Einnig spilaði Aðalsteinn með Einari Guðmundssyni og svo Einar einn. Þá spilaði Sigurður Leósson nokkur lög eftir sig. Reynir jónasson spilaði nokkur lög af sinni alkunnu snilli og að lokum spilaði Gunnar Kvaran nokkur lög ásamt Hreini Vilhjálmssyni og Helga Kristjánssyni. Eins og alltafvar spilað vítt og breitt um svæðið og var skemmti- legt að fylgjast með þessu öllu. Dregið var í happadrætti áður en ballið byrjaði og fengu margir glaðning. Lokapunkturinn var svo dansleikur frá kl. 22 - 03 og var mikið dansað eins og áður, bæði ítjaldinu oginni íhúsinu ogjafnvelvíðar. Framhaldstónleikarhafa örugglega verið allan sunnudaginn hjá þeim sem gátu notið veðurblíðunnar og þurftu ekki að drífa sig heim. Sigurður Ólafsson

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.