Harmonikublaðið - 01.09.2012, Side 11

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Side 11
Harmonikukvintett Reykjavíkur leikur í Idnó 6. maí 2012, stolt Guðmundar Samúelssonar koma. í stað þess að biðja hann um að segja mér til, dró ég mig í hlé og lét lítið fara fyrir mér. Ég varð síðan búfræðingur frá Hvanneyri vorið '58. Faðir minn lést þá um haustið ogvarð það mér mikið áfall. Ég var ekki undir það búinn að verða bóndi strax, þó búfræðiprófinu væri lokið. Og nú urðu örar breytingar á lífi mínu. Ég fór að vinna í Sementsverksmiðjunni, kynntist konu minni Guðrúnu Jóhannsdóttur, lærði trésmfði hjá tengdaföður mínum og eftir meistarapróf hófst lífsbaráttan. Á þessum tíma stundaði ég sund og vantaði aðeins einn tíunda úr sekúndu í 200 metra þringu- sundi til að komast á Ólympíuleikana í Róm 1960. Næstu árin stundaði ég byggingar- starfsemi og fór víða. Um þetta leyti var ákveðið að stofna lúðrasveit á Akranesi. Safnað var saman mönnum sem vitað var að eitthvað höfðu fengistvið hljóðfæraleik. Mér var úthlutað klarinetti, sótti nokkra tímaoglærði nótnalestur. Lúðrasveit Akra- nessvarstofnuð 1958. GuðmundurNordal stjórnaði hljómsveitinni, magnaðurtón- listarmaður, sem lagði mikið af mörkum á þessum árum við að koma á fót lúðra- sveitum vfða um land. Meðfram lék ég á saxófón ídanshljómsveit á Akranesi. Þarna varlagðurgrunnuraðtónlistarnámi þó það yrði ekki fyrr en löngu síðar. Þá tók rokkið við og illu heilli seldi ég harmonikuna. Og upp úr því hætti ég tónlistariðkun í fjölda ára. Um miðjan áttunda áratuginn fór ég að syngja í Karlakórnum Svönum og síðar í kirkjukór á Akranesi, undir stjórn þess mæta manns Hauks Guðlaugssonar, síðar söngmálstjóra þjóðkirkjunnar. Af Hauki lærði ég óskaplega margt og þá kom sér vel að hafa lært nótur í lúðrasveitinni forðum. Ég hefi ætíð kallað Hauk, minn tónlistarlega Guðföður. Haustið '83 kemur Friðjón sonur Eðvarðs Friðjónssonar, sem var landsþekktur harm- onikuleikari, á vinnustað þar sem ég var, ásamt starfsmönnum mfnum og fer að bjóða þeim harmoniku sem faðir hans hafði látið eftir sig. Skyndilega kom einhver hug- Ijómun yfir mig og ég ákveð að kaupa harmonikuna. Stuttu sfðar kom f heimsókn Aðalsteinn Sfmonarson formaður Harmon- ikuunnendaVesturlandsogtókhannað sér að útvega mér nótur fyrir harmonikuna. Fljótlega upp úr því hóf ég svo að starfa með Harmonikuunnendum Vesturlands. Ég átti nokkurm árum siðar þátt i þvf að Grettir Björnsson var ráðinn til félagsins og lærði ég heilmikið af Gretti, sem kunni fræðin og var ágætis kennari. Haustið 1985 eignaðist égsíðan mína drauma- nikku. Öðlingurinn Högnijónsson útvegaði mér hana frá Ítalíu og lánaði mér aðra í heilt árámeðanveriðvarað smíða hana. Árið 1990 flutti ég suður. Það var á árunum á undan að við Haukur Guðlaugsson vorum oft samferða með Akraborginni á leið til og frá vinnu okkar í Reykjavík. Ég sem tré- smiður, hann sem söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar. Ég hafði sungið hjá honum eins og áður hefur komið fram og hann heyrði á mér að ég gæti hugsað mér að hætta í smíðunum. Hann spurði mig þá hvort ég vildi ekki koma í Tónlistarskóla þjóðkirkj- unnar. Allt mitt líf hefur einkennst af tilviljunum Ég byrjaði á að fara á námskeið í Skálholti. Haukur vildi vita hvort ég léki einhverja kirkjutónlist, en svo var ekki. Ég lék fyrir hann eitthvað af Frosinistykkjunum, sem égvarupptekinn afá þessum tíma. Eftirað ég hafði látið dæluna ganga yfir hann, sagði hann: „Þú leikur þá einleiká lokahátíðinni f Aratungu". Það tókst ekki verr en það að Haukur sagðist mundi láta þetta duga sem inntökupróf. Þarmeðvarégkominn ískól- ann. Það er örugglega sjaldgæft að menn taki inntökupróf í organistaskólann á harmoniku án þessa að vita af þvi. Ég var síðan tvo vetur í skólanum og lærði mikið. Á tímabili starfaði ég, ásamt Einari Guð- mundssyni á Akureyri, í nefnd á vegum Landssambandsins sem hafði það hlutverk að efla harmonikukennslu ofl.þ.h. Helstu afrek hennar voru að efna til námskeiða fyrir harmonikukennara. Ég vil þakka sam- bandinu kærlega fyrir að hafa gert það mögulegt að halda þessi fjögur námskeið, þau voru ómetanleg fyrir mig og ég vona að svo hafi verið með þá kennara sem tóku þátt í þeim. Það fyrsta með Renzo Ruggieri og svo þrjú með Lars Holm. Báðir þessir menn hafa reynst mér miklar hjálparhellur og kennt mér margt nytsamlegt í mínu starfi. Eru harmonikufélögin börn síns tíma? Já. Þau eru börn síns tíma. Þau urðu í raun aldrei það sem þau áttu að verða. Það varð aldrei sú þróun, sem hefði þurft að verða. Félögin stöðnuðu strax, hver svo sem ástæðan var. Þau hafa starfað sem skemmti- og dansklúbbar og einangrast sem slfk, þannigað fólkjafnvelveigrarsér við að nálgast þau. Félagarnir hafa sann- arlega notið samvistanna, við að leika á dansleikjum og skemmta sér saman. Félag- arnireru hinsvegarað eldastog hættan er sú að þetta lognist út af. í Þýskalandi var staðið öðruvísi að íharmonikufélögunum, sem voru stofnuð á svipuðum tíma og félögin hér. Þarvarhinsvegar aðaláherslan lögð á kennslu í skólum bæjanna. Þar eru nú starfandi mikill fjöldi harmonikufélaga, með ótrúlega flottar hljómsveitir. Hér var hins vegar nánast algjör skortur á tónlistar- menntuðum harmonikuleikurum sem vildu fást við kennslu. Ég hefi séð harmoniku- keppni í Evrópu, þar sem voru 5000 kepp- endur. Einstaklingar og hljómsveitir að keppa. Landssambandið vann reyndar mikið afrek þegar því tókst að koma harm- onikukennslunni inn ftónlistarskólana. Það var stór áfangasigur. Mínir nemendur hafa ekki sýnt þessari hefðbundnu danstónlist áhuga. Það kann að einhverju leyti að liggja n Héreru vinirnirfrá Hvannneyri, Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson Mynd: Ásdís Hinriksdóttir

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.